Sóley spyr hvort forsætisráðherra ætli næst að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 23. janúar 2016 15:00 Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. Formaður borgarráðs segir að samkomulag stjórnarráðsins og Landstólpa þróunarfélags um uppbyggingu á svokölluðu Hafnartorgi breyti ekki skipulagi borgarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti í gær að forsætisráðuneytið væri í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtaki lóðina á Hafnartorgi og Landstólpi fengi í skiptum lóð ríkisins við Skúlagötu þar sem staðið hefur til að byggja við stjórnarráðið. Segir Sigmundur Davíð að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til. Ráðherra telur ólíklegt að borgin leggist gegn því að dregið verði úr byggingarmagni á Hafnartorgslóðinni svokölluðu. Yfirleitt sé erfiðara fá viðbætur og meira byggingamagn en hitt. Segist hann ekki vera sáttur við viðbrögð borgarinnar við umræðu sem hefur verið í gangi um hafnartorgssvæðið síðustu vikur.Verslun og þjónusta Sigurður Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í borgarstjórn Reykjavíkur og formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í dag að aðalskipulag borgarinnar geri ráð fyrir aðá jarðhæð húsanna við Hafnartorg verði verslun og þjónusta. Ef forsætisráðherra myndi gera samninga við Landstólpa um að skipta á lóðum myndi það ekki breyta aðalskipulagi.Sóley Tómasdóttir undrast afskipti Sigmundar Davíðs af málinu. „Hvað skipulagsmál í miðborginni varðar, þá held ég að langflestir séu sammála um það aðþað mætti vera minna byggingarmagn áþeim reit sem að um ræðir. Það er aftur á móti ekki það sem ég hef mestar áhyggjur af. Það sem mér finnst undarlegt og mér finnst vera eitthvað sem þarf að fara að ræða, er áhugasvið forsætisráðherra og það hvernig hann ítrekað virðist vera að skipta sér af viðfangsefnum sveitarstjórnarstigsins. Ég velti því fyrir mér hvort forsætisráðherra ætli að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða eða öðrum viðfangsefnum sveitarstjórnarstigsins. Hvort honum sé eitthvaðóviðkomandi yfir höfuð.“En telur Sóley líklegt að af áformum forsætisráðherra um að hafa makaskipti á lóðum verði að veruleika?„Skipulagsáætlanir eru auðvitað ekki meitlaðar í stein, en þarna liggur fyrir ákveðið byggingarmagn og ef verktakinn er tilbúinn að semja meðöðrum hætti við forsætisráðherra heldur en sveitarstjórnina þá er það alveg eitthvað sem má skoða.Mér finnst þetta hið undarlegasta mál engu að síður,“ segir Sóley. Hún leggur áherslu á að forsætisráðherra hafi ekki skipulagsvald í Reykjavík. „Sveitarstjórnir fara með skipulagsvald í sveitarfélögum. Það er alveg skýrt. Forsætisráðherra virðist þó vera mjög áfram um að komast að skipulagsmálum með einum eða öðrum hætti og virðist hann reyna að komast bakdyramegin inn íþað og það finnst mér áhyggjuefni. Það er aftur á móti ekki eitthvað sem viðí borgarstjórn ættum að hafa skoðun á, heldur miklu frekar samstarfsfólk hans í ríkisstjórn og þingmenn sem ættu að hafa skoðanir áþessum undarlegu afskiptum forsætisráðherra af þessu máli,“ segir Sóley. Tengdar fréttir Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39 Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Skipulag breytist ekki við makaskipti Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta. 23. janúar 2016 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Sóley Tómasdóttir, forseti borgarstjórnar, segist undrast ítrekuð afskipti forsætisráðherra af málefnum Reykjavíkurborgar. Formaður borgarráðs segir að samkomulag stjórnarráðsins og Landstólpa þróunarfélags um uppbyggingu á svokölluðu Hafnartorgi breyti ekki skipulagi borgarinnar. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra tilkynnti í gær að forsætisráðuneytið væri í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtaki lóðina á Hafnartorgi og Landstólpi fengi í skiptum lóð ríkisins við Skúlagötu þar sem staðið hefur til að byggja við stjórnarráðið. Segir Sigmundur Davíð að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til. Ráðherra telur ólíklegt að borgin leggist gegn því að dregið verði úr byggingarmagni á Hafnartorgslóðinni svokölluðu. Yfirleitt sé erfiðara fá viðbætur og meira byggingamagn en hitt. Segist hann ekki vera sáttur við viðbrögð borgarinnar við umræðu sem hefur verið í gangi um hafnartorgssvæðið síðustu vikur.Verslun og þjónusta Sigurður Björn Blöndal, oddviti Bjartrar framtíðar í borgarstjórn Reykjavíkur og formaður borgarráðs, segir í Fréttablaðinu í dag að aðalskipulag borgarinnar geri ráð fyrir aðá jarðhæð húsanna við Hafnartorg verði verslun og þjónusta. Ef forsætisráðherra myndi gera samninga við Landstólpa um að skipta á lóðum myndi það ekki breyta aðalskipulagi.Sóley Tómasdóttir undrast afskipti Sigmundar Davíðs af málinu. „Hvað skipulagsmál í miðborginni varðar, þá held ég að langflestir séu sammála um það aðþað mætti vera minna byggingarmagn áþeim reit sem að um ræðir. Það er aftur á móti ekki það sem ég hef mestar áhyggjur af. Það sem mér finnst undarlegt og mér finnst vera eitthvað sem þarf að fara að ræða, er áhugasvið forsætisráðherra og það hvernig hann ítrekað virðist vera að skipta sér af viðfangsefnum sveitarstjórnarstigsins. Ég velti því fyrir mér hvort forsætisráðherra ætli að fara að skipta sér af opnunartíma sundstaða eða öðrum viðfangsefnum sveitarstjórnarstigsins. Hvort honum sé eitthvaðóviðkomandi yfir höfuð.“En telur Sóley líklegt að af áformum forsætisráðherra um að hafa makaskipti á lóðum verði að veruleika?„Skipulagsáætlanir eru auðvitað ekki meitlaðar í stein, en þarna liggur fyrir ákveðið byggingarmagn og ef verktakinn er tilbúinn að semja meðöðrum hætti við forsætisráðherra heldur en sveitarstjórnina þá er það alveg eitthvað sem má skoða.Mér finnst þetta hið undarlegasta mál engu að síður,“ segir Sóley. Hún leggur áherslu á að forsætisráðherra hafi ekki skipulagsvald í Reykjavík. „Sveitarstjórnir fara með skipulagsvald í sveitarfélögum. Það er alveg skýrt. Forsætisráðherra virðist þó vera mjög áfram um að komast að skipulagsmálum með einum eða öðrum hætti og virðist hann reyna að komast bakdyramegin inn íþað og það finnst mér áhyggjuefni. Það er aftur á móti ekki eitthvað sem viðí borgarstjórn ættum að hafa skoðun á, heldur miklu frekar samstarfsfólk hans í ríkisstjórn og þingmenn sem ættu að hafa skoðanir áþessum undarlegu afskiptum forsætisráðherra af þessu máli,“ segir Sóley.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39 Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Skipulag breytist ekki við makaskipti Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta. 23. janúar 2016 07:00 Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Saltkjötið háskalegt heilsutæpum Innlent Laun bæjarfulltrúa lækkuð Innlent Flestir vilja Katrínu Jakobs sem forsætisráðherra Innlent Ók einn frá höfninni og kom til baka tæpri klukkustund síðar Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Richard Attenborough allur Erlent Slökkva á áróðurshátölurunum Erlent Fleiri fréttir Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Þrjú dæmd fyrir að flytja inn BMW fullan af kókaíni Ein í framboði og áfram formaður Einar og Magnea í efstu sætum Framsóknar í Reykjavík Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Sprenging í vændi og handboltafár eftir sigur á Svíum Gríðarleg andstaða við lagareldisdrög Hönnu Katrínar Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Tekur ekki undir greiningu Heiðu Bjargar um konur í Samfylkingunni Svarar gagnrýni vegna umdeildra gistihýsa í Skaftafelli Brunavarnir Suðurnesja luku störfum á öðrum tímanum í nótt Handtekinn grunaður um íkveikju „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Inni í húsinu þegar eldur logaði í fjölbýlishúsi Náttúruverndarsamtök fjarlægðu stíflu Ungir Sjálfstæðismenn fengu áfengi í ferð með Vilhjálmi og fóru svo á kjörstað Sjá meira
Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Samningaviðræður standa yfir um makaskipti á lóðum ríkisins við Skúlagötu og Landstólpa þróunarfélags við Hafnartorg. Forsætisráðherra vill hús sem sæmdi sér vel á póstkorti. 22. janúar 2016 18:39
Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26
Skipulag breytist ekki við makaskipti Forsætisráðuneytið á í viðræðum við eigendur lóðarinnar við Hafnartorg, Landstólpa þróunarfélag, um að aðilar skiptist á lóðum. Þannig fengi Landstólpi lóð stjórnarráðsins við Skúlagötu en stjórnarráðið fengi lóðina á Hafnartorgi undir starfsemi ráðuneyta. 23. janúar 2016 07:00