Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 18:39 Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Sjá meira
Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26
Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39