Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 18:39 Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26
Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39