Forsætisráðherra vill yfirtaka lóðina á Hafnartorgi fyrir stjórnarráðið Heimir Már Pétursson skrifar 22. janúar 2016 18:39 Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Forsætisráðuneytið er í viðræðum við Landstólpa þróunarfélag um makaskipti á lóðum þannig að stjórnarráðið yfirtæki lóðina á Hafnartorgi. Forsætisráðherra segir að þá yrði byggt mun minna á lóðinni en nú standi til og í stíl sem Reykvíkingar gætu verið stoltir af að sýna á póstkorti. Ríkið á risavaxna lóð við Skúlagötuna þar sem áratugum saman hefur staðið til að byggja á yfir stjórnarráðið. Nú segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra að verið sé að ræða það við Landstólpa að félagið fái einfaldlega þessa lóð í skiptum fyrir lóðina á Hafnartorgi. „Við höfum viðrað hugmyndir um einhvers konar makaskipti sem hluta af samkomulagi sem vonandi verður varðandi Hafnartorgið svokallaða. Þannig að það er eitthvað sem kemur til greina. Aðalatriðið er að með þessu á að vera hægt að ná lausn sem hentar öllum,“ segir forsætisráðherra.Hönnun húsa sem Landstólpar ætla að byggja er nánast lokið og framkvæmdir að hefjast en þar stendur til að þriðjungur húsnæðisins verði íbúðir, þriðjungur skrifstofur og þriðjungur verslanir. Forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit húsanna og það byggingarmagn sem stendur til að reisa. Hann segir forsætisráðuneytið vera að missa húsnæði á Hverfisgötu bakvið stjórnarráðshúsið og hagkvæmt væri að flytja þá starfsemi og fleiri ráðuneyti í húsnæði á Hafnartorgi. „Það var gert samkomulag um að stefna aðþví að vera komin með einhver drög fyrir 12. febrúar. Auðvitað skilur maður að menn sem hafa fjárfest í lóð og undirbúningsvinnu vilji fara að komast af stað. Þannig að það er betra að þetta gangi hratt fyrir sig,“ segir Sigmundur Davíð. Þannig að eftir þrjár vikur viti menn að minnsta kosti hvert stefni með framhaldið. „Byggingarmagnið sem gert er ráð fyrir núna er reyndar mjög mikið. Helst til mikið, reyndar allt of mikið að mínu mati og það setur svolítið strik í reikninginn. En það kann að vera að þetta geti hjálpað til við að leysa úr því,“ segir Sigmundur Davíð. Forsætisráðherra hefur ákveðnar hugmyndir um hvers konar hús eigi að rísa á lóðinni; smekkleg hús sem ekki væru frek á umhverfið og styrktu sérkenni miðbæjarins. „Til þess að einfalda málið; arkitektúr sem gæti átt heima á póstkorti frá Reykjavík. Þannig að menn muni eftir því hvar þessi mynd var tekin en þetta séu ekki byggingar sem gætu staðið hvar sem er annars staðar,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Tengdar fréttir Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26 Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Fleiri fréttir Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Sjá meira
Forsætisráðherra fær þrjár vikur til að koma með útlitshugmyndir Stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir sjálfsagt að skoða hugmyndir forsætisráðherra um útlit nýrra húsa á Hafnartorgi. Engin breyting á fjölda íbúða og verslana. 22. janúar 2016 13:26
Forsætisráðherra segir miðborg Reykjavíkur sameign þjóðarinnar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segist ekki aðeins mega skipta sér af skipulagsmálum borgarinnar, hann eigi að gera það. 17. janúar 2016 21:39