Takast á við talsetningu teiknimyndar Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 25. janúar 2016 09:30 Steindi Jr. og Sverrir Bergmann eru spenntir fyrir verkefninu. vísir/stefán „Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni. Leikjavísir Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira
„Ég er búinn að horfa á allar teiknimyndir sem gefnar hafa verið út með dóttur minni og Sverrir er mikill áhugamaður um teiknimyndir og hefur reyndar alltaf kosið að horfa frekar á þær með íslensku tali frekar en ensku,“ segir Steindi Jr. Hann rær á ný mið í febrúar þegar hann ásamt Sverri Bergmann mun sjá um talsetningu og framleiðslu teiknimyndarinnar Ratchet & Clank en þeir félagar munu einnig leikstýra herlegheitunum. „Okkur langar að gera handritið dálítið að okkar og setja smá íslenska dægurmálamenningu í það,“ segir hann en til liðs við sig hafa þeir fengið fólk á borð við Ara Eldjárn, Dóra DNA, Andra Frey Viðarsson, Ólaf Darra, Sögu Garðarsdóttur, Pétur Jóhann Sigfússon og Sölku Sól Eyfeld. Því er óhætt að segja að kveða muni við nýjan hljóm í talsetningu myndarinnar. „Það eru nýjar raddir sem koma þarna inn sem fólk hefur ekki heyrt áður í talsetningarheiminum, í bland við þær gömlu góðu. Mér finnst ótrúlegt að enginn hafi notað Andra Frey sem óvininn áður, hann er með fullkomna rödd sem skúrkur þótt hann sé mjög indæll náungi.“Ratchet og Clank, eða öllu heldur Steindi Jr. og Ari Eldjárn.Sjálfur mun Steindi taka þátt í því að talsetja myndina og segir hann það hafa verið óumflýjanlegt að taka þátt í talsetningunni. „Þegar við Svessi sáum myndina var ekki hægt að líta fram hjá því að einn karakterinn er nauðalíkur mér í útliti og fasi. Svessi og Halldór Gunnar Fjallabróðir tóku ekki annað í mál en að ég tæki þennan karakter,“ segir Steindi og hlær. Halldór Gunnar er upptökustjóri talsetningarinnar. Teiknimyndin er gerð eftir samnefndum tölvuleikjum og verður gerð í samstarfi við framleiðslufyrirtækið Senu og kemur út í apríl næstkomandi. Hér fyrir neðan má sjá sýnishorn úr myndinni.
Leikjavísir Mest lesið Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Lífið Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Lífið Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2026 Bíó og sjónvarp Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Lífið „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ Lífið Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng Lífið „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ Lífið Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Lífið Bestu og verstu leiksýningar síðasta leikárs Menning Spennandi nýjungar í íslensku konfekti Lífið samstarf Fleiri fréttir Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Íþróttapar keypti einbýlishús í Hafnarfirði á 162 milljónir Svona heldur Rakel sér unglegri Gugga í gúmmíbát og Patrekur Jaime í eina sæng „Átti ekki efni á Icelandair til Tene en hér er ég“ „Við náðum að nýta hverja einustu stund með pabba“ „Þessu hef ég verið háður býsna lengi“ Eigandi lúxushótels selur miðbæjarperlu Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Sjá meira