Segir að auka þurfi landsframleiðsluna svo hægt sé að veita meira fé í heilbrigðismál Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2016 15:14 Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. vísir/vilhelm Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki verði hjá því komist að auka framlög til heilbrigðismála í nánustu framtíð vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það megi hins vegar ekki vera á kostnað málaflokka á borð við menntakerfið, lögreglu- og dómsmál og samgöngumál heldur þurfi að auka landsframleiðsluna. Mestu möguleikar þjóðarinnar í því efni, að sögn Brynjars, felist í orkusölu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu þingmannsins en tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem krafan er að Alþingi verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað undir en Brynjar segir að það séu heldur færri en hann gerði fyrirfram ráð fyrir.Facebook-færsla Brynjars NíelssonarÞá segir Brynjar: „Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna. Sumir hafa haldið því fram að til að ná þessu árlegu 50 milljarða í heilbrigðiskerfið þurfi hvorki að auka landsframleiðsluna né draga úr útgjöldum til annarra mikilvægra málaflokka. Ríkið þurfi bara að ná til sín stærri hluta landsframleiðslunnar með hækkun skatta á atvinnulífið og auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en 75 milljónir í hreinni eign. Öllum má vera ljóst í ljósi sögunnar að slíkt myndi hvorki auka landsframleiðslu né tekjur ríkisins til lengri tíma litið, heldur þvert á móti.“ Á föstudag, þegar Kári setti undirskriftasöfnunina af stað, tjáði Brynjar sig einnig um hana en þá á vefsvæði sínu og sagði hugmyndir Kára án efa fela í sér skattahækkanir – „þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi.“ Kári svaraði Brynjari, og öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Gunnarssyni, fullum hálsi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þingmennina „hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna.“ Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að ekki verði hjá því komist að auka framlög til heilbrigðismála í nánustu framtíð vegna aldurssamsetningar þjóðarinnar. Það megi hins vegar ekki vera á kostnað málaflokka á borð við menntakerfið, lögreglu- og dómsmál og samgöngumál heldur þurfi að auka landsframleiðsluna. Mestu möguleikar þjóðarinnar í því efni, að sögn Brynjars, felist í orkusölu. Þetta kemur fram í færslu á Facebook-síðu þingmannsins en tilefnið er undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar, þar sem krafan er að Alþingi verji 11 prósentum af vergri landsframleiðslu til heilbrigðismála. Yfir 40 þúsund manns hafa skrifað undir en Brynjar segir að það séu heldur færri en hann gerði fyrirfram ráð fyrir.Facebook-færsla Brynjars NíelssonarÞá segir Brynjar: „Sá hagvöxtur sem hefur fylgt aukinni framleiðslu í tíð þessarar ríkisstjórnar hefur annars vegar farið í almennar kjarabætur með hækkun launa og lækkunar skulda landsmanna og hins vegar í heilbrigðiskerfið. Forgangsröðun núverandi stjórnarmeirihluta ætti því að vera Kára ljós sem og fylgjendum hans. Forgangsröðun fyrri ríkisstjórnar var önnur eins og menn væntanlega muna. Sumir hafa haldið því fram að til að ná þessu árlegu 50 milljarða í heilbrigðiskerfið þurfi hvorki að auka landsframleiðsluna né draga úr útgjöldum til annarra mikilvægra málaflokka. Ríkið þurfi bara að ná til sín stærri hluta landsframleiðslunnar með hækkun skatta á atvinnulífið og auðlegðarskatt á þá sem eiga meira en 75 milljónir í hreinni eign. Öllum má vera ljóst í ljósi sögunnar að slíkt myndi hvorki auka landsframleiðslu né tekjur ríkisins til lengri tíma litið, heldur þvert á móti.“ Á föstudag, þegar Kári setti undirskriftasöfnunina af stað, tjáði Brynjar sig einnig um hana en þá á vefsvæði sínu og sagði hugmyndir Kára án efa fela í sér skattahækkanir – „þótt við nú þegar tökum til ríkissjóðs hærra hlutfall af landsframleiðslu í gegnum skattkerfið en nokkur önnur þjóð í hinum vestræna heimi.“ Kári svaraði Brynjari, og öðrum þingmanni Sjálfstæðisflokksins, Jóni Gunnarssyni, fullum hálsi á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi og sagði þingmennina „hræddari við skattahækkanir en þjáningar og dauða samborgara sinna.“
Tengdar fréttir Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28 Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29 Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Kári skýtur föstum skotum á Brynjar, Jón og Sjálfstæðisflokkinn „Þingmennirnir tveir úr Sjálfstæðisflokknum gefa það í skyn að þeir haldi að við höfum ekki efni á svona heilbrigðiskerfi og eru hræddari við skattahækknir en þjáningar og dauða samborgara sinna.” 24. janúar 2016 20:28
Kári vill að ríkissjóður borgi allan kostnaðinn Kári Stefánsson segir að sú hugmynd að menn þurfi að draga upp kreditkortið sitt á slysavarðsstofu sé ósmekkleg og ljót. Hann vill að ríkið standi undir öllum kostnaði við heilbrigðisþjónustu landsins. 25. janúar 2016 13:29
Forsætisráðherra segir vafasamt að mæla heilbrigðisþjónustu út frá hlutfalli af vergri landsframleiðslu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson gagnrýnir undirskriftasöfnun Kára Stefánssonar. 25. janúar 2016 11:55