Menntamálaráðherra vill ekki að Alþingi úthluti listamannalaunum Heimir Már Pétursson skrifar 27. janúar 2016 20:00 Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan. Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Menntamálaráðherra er ekki fylgjandi því að úthlutun listamannalauna verði færð úr höndum stjórnar listamannalauna yfir til Alþingis. Hann segir nauðsynlegt að styrkja íslenska höfunda og vill ekki tekjutegngja listamannalaun eins og þingmaður Sjálfstæðisflokksins leggur til. Ásmundur Friðriksson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði á Alþingi í dag. að það væri óeðlilegt að listamenn sætu sjálfir í stjórnum sem úthlutuðu listamannalaunum. Þeir sæu ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum en gagnrýndu margir slík vinnubrögð á öðrum sviðum. „Þeir hinir sömu verða því að þola þegar rætt er um þeirra mál. Sem eru í algerum molum og ekki boðlegt hvernig hvernig rithöfundar og fagfélög þeirra skipar sjálft sitt fólk í í úthlutunarnefndir. Sem síðan úthluta þeim sem skipuðu þá listamannalaunum. Jafnvel til margra ára,“ sagði Ásmundur. Gera ætti opinbert hverjir fengju listamannalaun og fyrir hvað. Hann spurði Illuga Gunnarsson menntamálaráðherra hvort ekki væri rétt að tekjutengja listamannalaun, sem eru um 350 þúsund krónur á mánuði og Alþingi úthlutaði þeim. „Í mínum huga er það algerlega óásættanlegt að Alþingi útvisti úthlutun listamannalaunatil listamannanna sjálfra. Sem síðar, eins og dæmin sýna og sanna beita klíkuskap og ógagnsæum vinnubrögðum við að úthluta listamannalaunum til hvors annars eins og enginn sé morgundagurinn,“ sagði Ásmundur. Menntamálaráðherra sagði ekkert í lögum um að ekki ætti að upplýsa um úthlutn listamannalauna og sagði gott að almennt ríkti gagnsæi í þessum málum. Hann væri ekki fylgjandi því að tekjutengja listamannalaun. „Af því að háttvirtur þingmaður nefndi það í sinni ræðu hvort hvort við ættum ekki að færa þetta val hingað til þingsins, þá er mitt svar nei við því. Ég er ekki sammála því. Ég vil ekki að stjórnmálin taki þessar ákvarðanir. Ég sé alveg þá vankanta sem uppi eru og ég veit vel að stjórnmál geta leynst víða. En mér finnst betra að hafa það fyrirkomulag að þetta sé í höndum listamannanna sjálfra . En þá skiptir máli að þetta séu gagnsæar ákvarðanir,“ sagði Illugi og tók undir þann þátt í málflutningi Ásmundar. Þá væri óumdeilt að að 500 milljónir í listamannalaun skiluðu sér til samfélagsins. „Það er alveg gríðarlega mikilvægt til dæmis ef við horfum á rithöfundana, mikilvægt fyrir fámennt málsvæði eins og okkar; að það séu starfandi rithöfundar. Það er útilokað mál að ætlast til þess að það sé hægt að viðhalda íslenskri tungu einungis með þeim fjölda rithöfunda sem markaðurinn ber,“ sagði Ilugi Gunnarsson. Kolbrún Halldórsdóttir forseti Bandalags íslenskra listamanna segir þessi mál í stöðugri framþróun. Sjá má viðbrögð hennar við umræðunni á Alþingi í sjónvarpsfréttinni hér fyrir ofan.
Listamannalaun Tengdar fréttir „Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
„Þetta fólk er allt gagnrýnið á samfélagið en sér ekki siðleysið í eigin vinnubrögðum“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að Alþingi úthluti listamannalaunum. 27. janúar 2016 17:47