Innlent

Vigdís vill vita hvað einbreiðu brýrnar á hringveginum eru margar

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Í brúarsrká Vegagerðarinnar kemur fram að 41 einbreið brú sé á hringveginum sem samtals eru 3820 metrar að lengd.
Í brúarsrká Vegagerðarinnar kemur fram að 41 einbreið brú sé á hringveginum sem samtals eru 3820 metrar að lengd. Vísir/Pjetur/Vilhelm
Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, vill vita hvað eru margar einbreiðar brýr á þjóðvegi 1 og hvernig fjöldi þeirra skiptist eftir kjördæmum. Hún hefur lagt fram skriflega fyrirspurn til Ólafar Nordal innanríkisráðherra þess efnis.

Tölurnar til

Vigdís spyr Ólöfu einnig hver áætlaður kostnaður sé við að útrýma einbreiðum brúm á þjóðvegi 1, bæði í heild og eftir kjördæmum. 

Í brúarsrká Vegagerðarinnar, sem síðast var uppfærð 25. janúar árið 2011, kemur fram að 41 einbreið brú sé á hringveginum sem samtals eru 3820 metrar að lengd. 

Samkvæmt skránni eru 29 einbreiðar brýr á Suðurlandi og 12 á Norðaustursvæði. Í öðrum landshlutum eru engar tvíbreiðar brýr á hringveginum, samkvæmt þessari skrá.

Ekki sú fyrsta

Vigdís er ekki fyrsti þingmaður Framsóknarflokksins til að spyrja út í einbreiðar brýr. Á síðasta þingi spurði Haraldur Einarssonar, þingmaður flokksins á Suðurlandi, spurði innanríkisráðherra hversu margar einbreiðar brýr væru á landinu þar sem hámarkshraði væri 90 kílómetrar á klukkustund.

Í því svari kom fram að 694 einbreiðar brýr væru á þjóðvegum landsins og af þeim væru 197 á vegum þar sem hámarkshraðinn væri 90 kílómetrar. 

Haraldur spurði líkt og Vigdís um hvernig skipting brúnna væri eftir kjördæmum en samkvæmt svarinu eru flest í Suðurkjördæmi, eða 73. Í Norðvesturkjördæmi voru þær 61, í Norðausturkjördæmi 57 og í Suðurvesturkjördæmi sex.

Áætlaður kostnaður við að tvöfalda allar 197 brýrnar var metinn 30 milljarðar króna þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×