„Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 11:19 Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa beitt samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni ofbeldi sem leiddi til dauða hans þann 17. maí 2012 en þeir hafa báðir ávallt neitað sök. Málið hefur dregist mjög en ákæra var gefin út fyrir tæpum þremur árum. Það var setið í hverju sæti í eina dómsal Héraðsdóms Suðurlands í morgun þegar Annþór gaf skýrslu í málinu en bæði hann og Börkur mættu í fylgd fangavarða þar sem þeir afplána dóma á Litla-Hrauni. Óumdeilt er í málinu að Annþór og Börkur fóru inn í klefa til Sigurðar daginn sem hann lést í þeim sama klefa. Engar upptökur eru hins vegar til af því sem fór þar fram því ekki eru öryggismyndavélar í fangaklefum. Hins vegar eru til upptökur af gangi fangelsins og eldhúss þar sem þremenningarnir sjást eiga í samskiptum. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gva Þekkti Sigurð bæði innan og utan veggja Litla-Hrauns Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann byrjaði á að spyrja Annþór út í hvernig hann þekkti Sigurð og svaraði Annþór því til að þeir hefðu bæði hist í fangelsi en einnig utan þess. Í gögnum málsins kemur fram að Sigurður hafi skemmt hurð á gistiheimili og í morgun kom fram að Annþór og Börkur hefðu falast eftir því inni á Litla-Hrauni að hann myndi greiða fyrir hurðarskemmdina. Annþór sagði að Sigurður hefði tekið vel í að greiða 50 þúsund kall fyrir hurðina og að öll samskipti þeirra hefðu verið eðlilega og vinsamleg. Aðspurður hvers vegna hann og Börkur fóru inn í klefa í Sigurðar sagði Annþór að Sigurður hefði verið undir áhrifum morfínsskylds lyfs sem kallað er „súbbi“ og það hefði sést á honum. Saksóknari spurði Annþór svo hvað hefði farið fram inn í klefanum. „Við vorum bara að tala saman og segja Sigga að það væri ekki gott líta svona út frammi þannig að verðirnir sjái að menn séu dópaðir því þá senda þeir þig í pissupróf og þú færð agabrot. Það er svona samheldni á meðal fanga,“ sagði Annþór. Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru.Vísir/Halldór Baldursson Sögðu honum að hætta þessu bulli Annþór lýsti því svo að hann hefði verið farinn að sjá áhrif af lyfinu á Sigurði. „Menn verða bara svona eins og þeir séu útúrdópaðir af súbbanum, eins og þeir séu drukknir. Ég er kannski ekki besti sérfræðingurinn til að segja um hvernig menn verða af þessu. En við erum kannski í 11-12 mínútur inni í klefanum og það gerðist ekki annað þarna inni en að Börkur og Siggi fá sér sígó og við segjum við hann að hann verði að hætta þessari neyslu og þessu bulli,” sagði Annþór. Helgi Magnús spurði hann hvort þeir hefðu haft áhyggjur af Sigurði og sagði Annþór að þeir hefðu „að sjálfsögðu“ haft áhyggjur af honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. Heyrðu „baul“ úr klefanum Eftir að Annþór og Börkur fóru úr klefanum fór sá fyrrnefndi í sturtu. Hann lýsti því svo fyrir dómi í dag að þegar hann kom úr sturtu hafi hann heyrt „baul“ úr klefa Sigurðar. Hann hafi því farið til hans inn í klefann og séð Sigurð liggja á bakinu í rúminu, ælandi upp í sig. Annþór segist hafa upplifað það sem svo að hann ætti erfitt með andardrátt og væri virkilega sljór, hálfmeðvitundarlaus. Hann hafi því kallað á hjálp og hringt á fangaverði sem hafi þó ekki komið fyrr en í annað skiptið sem hann hringdi. Saksóknari spurði Annþór svo út í atvik úr öryggismyndavélum en á öðru þeirra sést hvar Sigurður réttir út höndina til Annþórs eins og til að heilsa honum en sá síðarnefndi tók ekki í hönd Sigurðar. Helgi Magnús spurði hvers vegna hann hefði ekki tekið í höndina á honum. Annþór segir fanga á Litla-Hrauni geyma fíkniefni í rassgatinu. Dópið geymt í rassgatinu „Það er þannig að þegar fangar eru dópaðir þá geyma þeir dópið uppi í rassgatinu á sér. Af margra ára reynslu í fangelsi tek ég því ekki í höndina á neinum sem ég sé að er dópaður. Ég hef hreinlega ekki geð á því og þú myndir sennilega gera það sama.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði hann svo hvort það væri rétt skilið að hann hefði komið Sigurði til hjálpar þegar hann lá í uppköstum. „Já, það er rétt. Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar. [...] Ef ég og Börkur hefðum verið að gera eitthvað við hann þá hefði ég ekki sjálfur verið að hringja á verðina.“ Þá neitaði Annþór aðspurður því að hafa nokkurn tímann beitt Sigurð ofbeldi eða haft í hótunum við hann. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir að hafa beitt samfanga sinn, Sigurð Hólm Sigurðsson, á Litla-Hrauni ofbeldi sem leiddi til dauða hans þann 17. maí 2012 en þeir hafa báðir ávallt neitað sök. Málið hefur dregist mjög en ákæra var gefin út fyrir tæpum þremur árum. Það var setið í hverju sæti í eina dómsal Héraðsdóms Suðurlands í morgun þegar Annþór gaf skýrslu í málinu en bæði hann og Börkur mættu í fylgd fangavarða þar sem þeir afplána dóma á Litla-Hrauni. Óumdeilt er í málinu að Annþór og Börkur fóru inn í klefa til Sigurðar daginn sem hann lést í þeim sama klefa. Engar upptökur eru hins vegar til af því sem fór þar fram því ekki eru öryggismyndavélar í fangaklefum. Hins vegar eru til upptökur af gangi fangelsins og eldhúss þar sem þremenningarnir sjást eiga í samskiptum. Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari.vísir/gva Þekkti Sigurð bæði innan og utan veggja Litla-Hrauns Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, sækir málið fyrir hönd ákæruvaldsins. Hann byrjaði á að spyrja Annþór út í hvernig hann þekkti Sigurð og svaraði Annþór því til að þeir hefðu bæði hist í fangelsi en einnig utan þess. Í gögnum málsins kemur fram að Sigurður hafi skemmt hurð á gistiheimili og í morgun kom fram að Annþór og Börkur hefðu falast eftir því inni á Litla-Hrauni að hann myndi greiða fyrir hurðarskemmdina. Annþór sagði að Sigurður hefði tekið vel í að greiða 50 þúsund kall fyrir hurðina og að öll samskipti þeirra hefðu verið eðlilega og vinsamleg. Aðspurður hvers vegna hann og Börkur fóru inn í klefa í Sigurðar sagði Annþór að Sigurður hefði verið undir áhrifum morfínsskylds lyfs sem kallað er „súbbi“ og það hefði sést á honum. Saksóknari spurði Annþór svo hvað hefði farið fram inn í klefanum. „Við vorum bara að tala saman og segja Sigga að það væri ekki gott líta svona út frammi þannig að verðirnir sjái að menn séu dópaðir því þá senda þeir þig í pissupróf og þú færð agabrot. Það er svona samheldni á meðal fanga,“ sagði Annþór. Mynd sem teiknari Fréttablaðsins teiknaði við meðferð annars máls þar sem þeir Annþór og Börkur sættu ákæru.Vísir/Halldór Baldursson Sögðu honum að hætta þessu bulli Annþór lýsti því svo að hann hefði verið farinn að sjá áhrif af lyfinu á Sigurði. „Menn verða bara svona eins og þeir séu útúrdópaðir af súbbanum, eins og þeir séu drukknir. Ég er kannski ekki besti sérfræðingurinn til að segja um hvernig menn verða af þessu. En við erum kannski í 11-12 mínútur inni í klefanum og það gerðist ekki annað þarna inni en að Börkur og Siggi fá sér sígó og við segjum við hann að hann verði að hætta þessari neyslu og þessu bulli,” sagði Annþór. Helgi Magnús spurði hann hvort þeir hefðu haft áhyggjur af Sigurði og sagði Annþór að þeir hefðu „að sjálfsögðu“ haft áhyggjur af honum. Annþór og Börkur afplána þunga ofbeldisdóma á Litla-Hrauni.vísir/e.ól. Heyrðu „baul“ úr klefanum Eftir að Annþór og Börkur fóru úr klefanum fór sá fyrrnefndi í sturtu. Hann lýsti því svo fyrir dómi í dag að þegar hann kom úr sturtu hafi hann heyrt „baul“ úr klefa Sigurðar. Hann hafi því farið til hans inn í klefann og séð Sigurð liggja á bakinu í rúminu, ælandi upp í sig. Annþór segist hafa upplifað það sem svo að hann ætti erfitt með andardrátt og væri virkilega sljór, hálfmeðvitundarlaus. Hann hafi því kallað á hjálp og hringt á fangaverði sem hafi þó ekki komið fyrr en í annað skiptið sem hann hringdi. Saksóknari spurði Annþór svo út í atvik úr öryggismyndavélum en á öðru þeirra sést hvar Sigurður réttir út höndina til Annþórs eins og til að heilsa honum en sá síðarnefndi tók ekki í hönd Sigurðar. Helgi Magnús spurði hvers vegna hann hefði ekki tekið í höndina á honum. Annþór segir fanga á Litla-Hrauni geyma fíkniefni í rassgatinu. Dópið geymt í rassgatinu „Það er þannig að þegar fangar eru dópaðir þá geyma þeir dópið uppi í rassgatinu á sér. Af margra ára reynslu í fangelsi tek ég því ekki í höndina á neinum sem ég sé að er dópaður. Ég hef hreinlega ekki geð á því og þú myndir sennilega gera það sama.“ Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs, spurði hann svo hvort það væri rétt skilið að hann hefði komið Sigurði til hjálpar þegar hann lá í uppköstum. „Já, það er rétt. Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar. [...] Ef ég og Börkur hefðum verið að gera eitthvað við hann þá hefði ég ekki sjálfur verið að hringja á verðina.“ Þá neitaði Annþór aðspurður því að hafa nokkurn tímann beitt Sigurð ofbeldi eða haft í hótunum við hann.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Sjá meira
Aðalmeðferð yfir Annþóri og Berki Ákærðir fyrir stórfellda líkamsárás sem leiddi til dauða samfanga þeirra á Litla-Hrauni. 28. janúar 2016 10:10