Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. janúar 2016 16:26 Börkur og Annþór eru ákærðir fyrir að hafa beitt Sigurð ofbeldi sem leiddi til dauða hans. Vísir Fangaverðir og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru til vegna veikinda Sigurðar Hólm Sigurðssonar sem lést í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí 2012 hafa í dag borið vitni í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á Sigurð í klefa hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í máli þeirra fangavarða sem höfðu afskipti af Sigurði þegar hann kom í fangelsið daginn áður en hann lést kom fram að hann hefði litið illa út enda væri hann nánast að koma inn í fangelsið beint „af götunni.“ Hann hafi verið mjög magur og illa haldinnGefin lyf til að trappa niður Þekkt hafi verið að hann hafi verið í mikilli neyslu og hann var í einangrun fyrsta sólarhringinn í fangelsi þar sem fangaverðir fylgdust með ástandi hans. Þá voru honum gefin lyf til að trappa hann niður. Einn þeirra fangavarða sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar hann var kallaður til aðstoðar í klefa Sigurðar. Þá hafi fangaverðir verið þar fyrir og hann hafi verið beðinn um að fara og sækja hjartastuðtæki. Það hafi hann gert en svo þegar hann kom á staðinn hafi tækið ekki leyft það að gefið yrði stuð. Því hafi endurlífgun verið reynd, hjartahnoð og blástur. Á einhverjum tímapunkti hafi svo sjúkraflutningamenn og læknir komið á staðinn og tekið við stjórninni. Að lokum fór það svo að læknirinn úrskurðaði hann látinn.Hjartastopp en ekki truflanir Einn sjúkraflutningamannanna útskýrði svo hvers vegna ekki hafi mátt gefa Sigurði hjartastuð. Tækið nemi hvenær megi gefa stuð og hvenær ekki en aðeins megi gefa stuð þegar hjartsláttartruflanir eru til staðar. Sigurður hafi hins vegar verið í hjartastoppi. Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. Þá kom jafnframt fram að útkallið sem kom í gegnum Neyðarlínuna hafi verið vegna líklegra fráhvarfa hjá fanga, meðvitundarleysis og hjartastopps. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Fangaverðir og sjúkraflutningamenn sem kallaðir voru til vegna veikinda Sigurðar Hólm Sigurðssonar sem lést í klefa sínum á Litla-Hrauni 17. maí 2012 hafa í dag borið vitni í máli ríkissaksóknara gegn þeim Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa ráðist á Sigurð í klefa hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í máli þeirra fangavarða sem höfðu afskipti af Sigurði þegar hann kom í fangelsið daginn áður en hann lést kom fram að hann hefði litið illa út enda væri hann nánast að koma inn í fangelsið beint „af götunni.“ Hann hafi verið mjög magur og illa haldinnGefin lyf til að trappa niður Þekkt hafi verið að hann hafi verið í mikilli neyslu og hann var í einangrun fyrsta sólarhringinn í fangelsi þar sem fangaverðir fylgdust með ástandi hans. Þá voru honum gefin lyf til að trappa hann niður. Einn þeirra fangavarða sem kom fyrir dóminn lýsti því þegar hann var kallaður til aðstoðar í klefa Sigurðar. Þá hafi fangaverðir verið þar fyrir og hann hafi verið beðinn um að fara og sækja hjartastuðtæki. Það hafi hann gert en svo þegar hann kom á staðinn hafi tækið ekki leyft það að gefið yrði stuð. Því hafi endurlífgun verið reynd, hjartahnoð og blástur. Á einhverjum tímapunkti hafi svo sjúkraflutningamenn og læknir komið á staðinn og tekið við stjórninni. Að lokum fór það svo að læknirinn úrskurðaði hann látinn.Hjartastopp en ekki truflanir Einn sjúkraflutningamannanna útskýrði svo hvers vegna ekki hafi mátt gefa Sigurði hjartastuð. Tækið nemi hvenær megi gefa stuð og hvenær ekki en aðeins megi gefa stuð þegar hjartsláttartruflanir eru til staðar. Sigurður hafi hins vegar verið í hjartastoppi. Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. Þá kom jafnframt fram að útkallið sem kom í gegnum Neyðarlínuna hafi verið vegna líklegra fráhvarfa hjá fanga, meðvitundarleysis og hjartastopps.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Sjá meira
Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35
"Ef ég hefði verið að lemja hann þá hefði ég ekki farið að hjálpa honum skömmu síðar“ Aðalmeðferð í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni hófst í Héraðsdómi Suðurlands í morgun. 28. janúar 2016 11:19