Munu áfengissjúkir falla í freistni í matvörubúðum? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 19:00 Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira