Munu áfengissjúkir falla í freistni í matvörubúðum? Þorbjörn Þórðarson skrifar 28. janúar 2016 19:00 Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“ Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira
Áfengi í matvöruverslunum eykur vanda áfengissjúkra sem þurfa að kaupa sér í matinn. Þetta segir yfirlæknir á Vogi. Áfengisfrumvarp Vilhjálms Árnasonar fór eftir fyrstu umræðu til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis sem óskaði í dag eftir innsendum umsögnum um frumvarpið. Nefndin mun fjalla um þær áður en frumvarpið fer til annarrar umræðu í þinginu. Stefán Ólafsson prófessor í félagsfræði fullyrðir á blogginu sínu að „freistnivandi áfengissjúkra“ aukist með áfengi í matvörubúðum sem sumar hverjar séu opnar allan sólarhringinn. Það skal tekið fram að í frumvarpi Vilhjálms eru takmarkanir á þeim tíma sem áfengi verður selt en ekki verður heimilt að selja áfengi eftir kl. 20. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að sterkt áfengi verði girt af. Normalísering áfengis? Ef við ímyndum okkur að í þessari hillu (sjá myndskeið) væru ekki bara gosdrykkir heldur líka bjór og áfengissjúklingur sem væri hér í þeim erindagjörðum að kaupa í matinn, væri hann líklegri til að skella áfengi í kerruna? Það má líka spyrja, er það ákveðin normalísering áfengis að setja áfengi í matvöruverslanir? Eru það skilaboð löggjafans um að þetta sé nú bara eins og hver önnur neysluvara? Valgerður Rúnarsdóttir yfirlæknir á Vogi er sérfræðingur í fíknisjúkdómumAukast líkur á því að áfengissjúkir falli í freistni ef áfengi fer í matvöruverslanir? „Um leið og þetta er sýnilegra er það aukin freistni fyrir alla. Það gæti verið erfitt fyrir þá sem eru með fíknivanda, alveg örugglega.“Nú eru vínbúðir oft mjög nálægt matvöruverslunum, er hann ekki til staðar nú þegar? „Svo sannarlega. Það er áfengi úti um allt, á mörgum börum og alls staðar þar sem maður lítur við er hægt að fá áfengi.“ Orð að sönnu hjá Valgerði. Áfengið er alls staðar. En skiptir þá einhverju máli þótt það sé í matvörubúðum?Spurning um eitt skref í viðbót Það sem er sérstakt við umræðu um áfengi í matvöruverslanir er auðvitað sú staðreynd að til þess að komast í matvörubúðina þarf áfengissjúklingurinn að labba framhjá Vínbúðinni. Þær eru hér bara hlið við hlið, vínbúðin og matvörubúðin. Áfengissjúklingnum verður aldrei hjúkrað til heilsu nema hann vilji hjálpa sér sjálfur. Hann þarf að vilja að hætta að drekka. Séu menn berskjaldaðir gagnvart því að falla í freistni þá eru tækifærin til þess í raun hvert sem litið er. „Þetta er bara spurning um eitt skref í viðbót, gera það ennþá aðgengilegra, ennþá sýnilegra. Stóra myndin er sú að aukið aðgengi þýðir aukin neysla. Það mun örugglega vera erfitt fyrir marga sem eru að kljást við áfengisfíkn, kannski þá sem eru nýbúnir að vera í meðferð eða eru tæpir fyrir, að eitthvað verður þá á vegi þeirra sem hefði ekki verið annars,” segir Valgerður.Textaútgáfa fréttarinnar var uppfærð 29. janúar 2016 kl. 11:15 þar sem orðalag var lagað og tekið var út orðið „freistnivandi.“
Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Sjá meira