Þórunn átti erfitt með að gangast við þjóðerni sínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 11:15 Þúsundir hafa leitað aðstoðar á Lesbos Vísir/AFP „Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016 Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira
„Ég held að í kvöld hafi ég kannski fengið örlitla innsýn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni mínu. Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum,“ segir Þórunn Ólafsdóttir sem starfar sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos. Þangað hafa þúsundir flóttamanna komið sjóleiðina frá löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs og í pistli á Facebook í gærkvöldi sagði Þórunn frá kynnum sínum af einum slíkum flóttamanni. Pistil hennar má sjá hér að neðan en hann hefur fengið töluverða athygli. Að sögn Þórunnar var það skömmu fyrir miðnætti sem hún lenti á spjalli við brosmildan mann frá Kúrdistan. Hann hafi talað góða ensku og aðstoðaði Þórunni við að túlka þegar þörf var á. „Aðspurður sagði hann mér að allir úr hópnum væru heilir á húfi og þau fegin að vera komin í land. Í ljós kom að hann talaði fimm tungumál, þar á meðal grísku, sem hann spreytti sig á við grískumælandi starfskonu í búðunum. Hún átti erfitt með að trúa því að hann hefði lært allt þetta upp úr bókum og með því að hlusta á gríska tónlist. En sú var nú samt raunin, hann hefur aldrei áður stigið fæti á gríska jörð,“ segir Þórunn.Baðst afsökunar fyrir hönd Íslendinga Hún hafi spurt hann hvort hann hefði einhvern sérstakan áfangastað í huga. Hann brosti og spurði hvort ég hefði einhverjar góðar uppástungur. Ég hélt hina vanalegu ræðu um lönd sem væru öruggari en önnur, sagði frá hertu eftirliti í Svíþjóð og varaði sterklega við þeim löndum sem koma hvað verst fram við fólk á flótta,“ segir Þórunn.Þórunn ÓlafsdóttirVÍSIR„Hann hló dillandi hlátri og sagði að ég þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að hann færi að æða þangað. Hann væri búinn að kynna sér málin vel og ætlaði til lands sem væri ekki yfirfullt af fólki og myndi eflaust hjálpa honum, enda viss um að landið væri gott land. Landið var Ísland,“ bætir Þórunn við og segir að þá hafi „andlitið næstum dottið af henni,“ enda skemmtileg tilviljun að hún skuli einmitt vera þaðan. „Hvernig kemst ég þangað frá Aþenu?" spyr hann glaðlega og ég hafði ekki annarra kosta völ en að útskýra fyrir honum að þangað kæmist hann einfaldlega ekki,“ segir Þórunn og bætir við að hún hafi þá fengið innsýn inn í þá tilfinningu að eiga erfitt með að gangast við þjóðerni sínu. Pistlinum, sem sjá má hér að neaðn, lýkur hún á orðunum: „Ég skammast mín virkilega fyrir það hvernig heimaland mitt kýs að misnota landfræðilega stöðu sína til að halda landamærunum svo kyrfilega lokuðum. Í kveðjuskyni gaf ég þessum nýja vini mínum íslenska lopavettlinga og baðst afsökunar fyrir hönd þeirra fjölmörgu landa minna sem vilja svo gjarnan hjálpa en fá ekki. Við getum nefnilega hjálpað svo miklu fleirum.“ Þar sem ég stóð og deildi út þurrum fötum til fólksins úr bátnum sem kom í land rétt fyrir miðnætti lenti ég á spjalli...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Saturday, 9 January 2016
Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Erlent Fleiri fréttir „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Yfirvofandi verkfall flugumferðarstjóra og Framsókn fundar Meintur brennuvargur úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald Breytingar á vörugjaldi muni bitna illa á tengiltvinnbílum Rafvopni tvisvar beitt við handtöku á öðrum ársfjórðungi Framsóknarmenn velja sér ritara Dró upp hníf í miðbænum Bubbi sendir út neyðarkall Varðhaldsstöð þar sem vista megi hælisleitendur og börn lengur en grunaða glæpamenn Vill skoða að lengja fæðingarorlof Sjá meira