Lög um opinber innkaup kosta hundruð milljóna við lyfjakaup Sveinn Arnarson skrifar 18. janúar 2016 07:00 Sjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf á árinu 2013. Fréttablaðið/Vilhelm Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór. Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira
Íslenska ríkið gæti sparað hundruð milljóna króna á ári í lyfjakaupum ef Ísland tæki þátt í útboðum á lyfjum með öðrum þjóðum. Norðmenn náðu í fyrra að lækka verð á gigtarlyfjum um 70 prósent en við ráðstöfum um milljarði króna í sams konar lyf á hverju ári. Landspítalinn segir lög um opinber innkaup hamla því að hægt sé að taka þátt í útboðum með öðrum þjóðum. „Það hefur lengi verið í umræðunni að Íslendingar taki þátt í lyfjaútboðum með öðrum þjóðum en að svo stöddu hamla lög um opinber innkaup og lagaumhverfi í nágrannalöndunum því að svo geti orðið,“ segir Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans. Lögum um opinber innkaup frá 2007 var breytt árið 2011. Þá var lögð til heimild til að bjóða út innkaup í öðru ríki í samstarfi við önnur ríki. Við þriðju og síðustu umræðu tillögunnar kom fram breytingartillaga frá Guðlaugi Þór Þórðarsyni og Sigurði Kára Kristjánssyni sem Landspítalinn telur hamla því að hægt sé að fara í útboð með öðrum þjóðum. Breytingartillagan snýr að því að áður skuli liggja fyrir sérstakt samkeppnismat á útboði erlendis og skuli fjármálaráðuneyti leita eftir staðfestingu Samkeppniseftirlitsins á því samkeppnismati. Þessi breytingartillaga var samþykkt.Guðný Helga Herbertsdóttir, upplýsingafulltrúi Landspítalans Fréttablaðið/ValliSjúkratryggingar Íslands vörðu rúmum fjórtán milljörðum króna í lyf samkvæmt ársreikningi stofnunarinnar fyrir árið 2013 og því er um stóran útgjaldalið fyrir hið opinbera að ræða. Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra segir það skipta miklu máli að lækka lyfjakostnað ríkisins og vill beita sér í málinu. „Ég hef áður talað fyrir því, bæði hér á landi og við samstarfsráðherra mína á Norðurlöndum, að það sé mikilvægt að standa saman að útboðum til að lækka kostnað hins opinbera. Það er mikilvægt að breyta lögum um opinber innkaup svo að af þessu megi verða,“ segir Kristján Þór. Halldór Ó. Sigurðsson, forstjóri Ríkiskaupa, segir þessa grein laganna ekki vera eins hamlandi og hún líti út fyrir að vera í fyrstu. „Við höfum aðstoðað aðrar ríkisstofnanir við að fara í sameiginlegt útboð með öðrum þjóðum og það hefur gengið ágætlega. Það er mikilvægt að stofnanir láti reyna á þetta áður en þær ákveða að þetta hamli þeim í að spara fjármagn hins opinbera,“ segir Halldór.
Mest lesið Lífið gjörbreytt Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Hlaup hafið í Skaftá Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Lífið gjörbreytt Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Sjá meira