Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Innlent Fleiri fréttir Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti Sjá meira