Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Samið um Skjólshús og gos gæti komið á hverri stundu Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Sjá meira