Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Heimir Már Pétursson skrifar 19. janúar 2016 13:00 Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson. Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira
Aðilar vinnumarkaðarins hafa fyrir sitt leyti nokkurn veginn náð samkomulagi um kjarabætur í samræmi við SALEK samkomulagið umfram þá samninga sem gerðir voru í fyrra. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að hægt yrði að skrifa undir samkomulagið á morgun ef stjórnvöld koma með mótvægisaðgerðir vegna kjarasamnnga sem samtökin sætta sig við. SALEK samkomulaginu svokallaða milli aðila almenna vinnumarkaðrins og stórs hluta opinbera markaðarins er ætlað að tryggja frið á vinnumarkaði næstu þrjú árin og leggja grunninn að nýrri hugmyndafræði við gerð kjarasamninga. Samkomulagið felur í sér töluverðar viðbótar kjarabætur til launafólks umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári sem felur í sér útgjaldaauka fyrir atvinnulífið. Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir samtökin hafa átt í viðræðum við forystu Alþýðusambandsins á undanförnum vikum og það standi ekki mikið útaf á þeim vettvangi. „En hins vegar höfum við sagt það skýrt allan tímann að samkomulag væri á endanum háð því að samkomulag næðist við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir á móti þessum miklu launahækkunum sem þetta samkomulag felur í sér,“ segir Þorsteinn. Verði samkomulagið að veruleika muni mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði launafólks hækka um 3,5 prósentustig og almenn laun um u.þ.b. 2,5 prósent á samningstímanum, umfram það sem samið var um í kjarasamningum á síðasta ári. Samtök atvinnulífsins hafa lagt höfuð áherslu á að tryggingagjald fyrirtækja verði lækkað til að mæta auknum launaútgjöldum fyrirtækja. En gjaldið var hækkað umtalsvert eftir efnahagshrunið til að mæta kostnaði við aukið atvinnuleysi. Við gerð fjárlaga þessa árs var tryggingagjaldið hins vegar óbreytt en ef mæta ætti ítrustu kröfum atvinnulífsinsum um lækkun gjaldsins myndi það kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. Þorsteinn segir að ef stjórnvöld komi til móts við atvinnulífið sé ekkert því til fyrirstöðu að undirrita nýja samninga á grundvelli SALEK samkomulagsins.Gætuð þið búið við það ef stjórnvöld ef stjórnvöld lofa að taka ákveðin skref varðandi tryggingagjaldið á næsta og þarnæsta ári? „Við höfum horft til þess að það kæmi einhver lækkun til á þessu ári. Ég tel það mjög vel framkvæmanlegt þótt fjárlög hafi verið afgreidd án slíkrar lækkunar. En stóra málið er auðvitað hvert heildarumfangið yrði á heildarlækkun tryggingargjaldsins á gildistíma kjarasamningsins. Þar bíðum við eftir útspili stjórnvalda,“ segir Þorsteinn Víglundsson.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Fleiri fréttir Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Sjá meira