„Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta“ Sveinn Arnarsson og Þórhildur Þorkelsdóttir skrifa 4. janúar 2016 19:30 Sautján ára stúlka, sem haldin hefur verið slæmri sjálfskaðafíkn í fjögur ár, segir sjálfskaða vera algengt og vaxandi vandamál meðal íslenskra ungmenna. Þrátt fyrir það séu fordómar í garð sjúkdómsins miklir og fræðslan engin. Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir setti í gær inn færslu á Facebook-hópinn Beautytips þar sem hún lýsti sjálfsskaðandi hegðun sem hófst fyrir fjórum árum, þegar hún var 13 ára gömul. Sjálfskaðandi hegðun lýsir sér þannig að fólk sker sig eða meiðir á annan hátt til að fá útrás fyrir andlegan sársauka en Herdís er greind með þunglyndi. „Þetta er þannig að þegar þetta er komið ákveðið langt þá geturðu ekki hugsað um neitt annað þegar þér líður illa. Þú hlakkar til að fara heim og leita í þetta. Þetta er eins og sígarettufíkn, þú færð bara craving og þú bara verður,“ segir hún.Herdís ber bersýnilega merki sjálfskaðafíknar.VÍSIR/SKJÁSKOTVeikindin hafa haft mikil áhrif á fjölskyldu Herdísar. „Ég hef þurft að fara upp á spítala í skjóli nætur með mömmu minni alveg þrisvar sinnum. Allt í allt er ég með 25 spor eftir skurðina. Þegar maður er í þessu ástandi getur maður ekki hugsað um neitt annað, og ekki annað fólk, en þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna mína og fólkið í kringum mig,“ segir Herdís. Herdís segir sjálfskaðandi hegðun vera falið vandamál sem fjölmörg íslensk ungmenni glími við. Hún vill að sín reynsla verði öðrum víti til varnaðar. „Það sem er erfitt og leiðinlegt við þetta er að þetta virðist ekki beint vera trend en er það samt. Þetta hefur verið að færast mikið í aukana og ég þekki ótrúlega mikið af krökkum sem eru að þessu. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það eru margir. Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta að minnsta kosti einu sinni. Þess vegna finnst mér að foreldrar þurfi að vera á varðbergi. Ég náði til dæmis að fela þetta í heilt ár fyrir öllum. Það er mikilvægt að opna á umræðuna. Það er lítið talað um þetta, ekkert í skólum og svoleiðis, það er engin fræðsla. Það þarf að tala um þetta,“ segir Herdís. Viðtalið við Herdísi má sjá í spilaranum hér að ofan. Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Sautján ára stúlka, sem haldin hefur verið slæmri sjálfskaðafíkn í fjögur ár, segir sjálfskaða vera algengt og vaxandi vandamál meðal íslenskra ungmenna. Þrátt fyrir það séu fordómar í garð sjúkdómsins miklir og fræðslan engin. Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir setti í gær inn færslu á Facebook-hópinn Beautytips þar sem hún lýsti sjálfsskaðandi hegðun sem hófst fyrir fjórum árum, þegar hún var 13 ára gömul. Sjálfskaðandi hegðun lýsir sér þannig að fólk sker sig eða meiðir á annan hátt til að fá útrás fyrir andlegan sársauka en Herdís er greind með þunglyndi. „Þetta er þannig að þegar þetta er komið ákveðið langt þá geturðu ekki hugsað um neitt annað þegar þér líður illa. Þú hlakkar til að fara heim og leita í þetta. Þetta er eins og sígarettufíkn, þú færð bara craving og þú bara verður,“ segir hún.Herdís ber bersýnilega merki sjálfskaðafíknar.VÍSIR/SKJÁSKOTVeikindin hafa haft mikil áhrif á fjölskyldu Herdísar. „Ég hef þurft að fara upp á spítala í skjóli nætur með mömmu minni alveg þrisvar sinnum. Allt í allt er ég með 25 spor eftir skurðina. Þegar maður er í þessu ástandi getur maður ekki hugsað um neitt annað, og ekki annað fólk, en þetta hefur haft mikil áhrif á fjölskylduna mína og fólkið í kringum mig,“ segir Herdís. Herdís segir sjálfskaðandi hegðun vera falið vandamál sem fjölmörg íslensk ungmenni glími við. Hún vill að sín reynsla verði öðrum víti til varnaðar. „Það sem er erfitt og leiðinlegt við þetta er að þetta virðist ekki beint vera trend en er það samt. Þetta hefur verið að færast mikið í aukana og ég þekki ótrúlega mikið af krökkum sem eru að þessu. Ég held að fólk átti sig ekki á því hvað það eru margir. Önnur hver stelpa sem ég þekki hefur prófað þetta að minnsta kosti einu sinni. Þess vegna finnst mér að foreldrar þurfi að vera á varðbergi. Ég náði til dæmis að fela þetta í heilt ár fyrir öllum. Það er mikilvægt að opna á umræðuna. Það er lítið talað um þetta, ekkert í skólum og svoleiðis, það er engin fræðsla. Það þarf að tala um þetta,“ segir Herdís. Viðtalið við Herdísi má sjá í spilaranum hér að ofan.
Tengdar fréttir Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18 Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Kvöldfréttir Stöðvar 2: Herdís þakin örum eftir áralanga sjálfsskaðafíkn Herdís Hlíf Þorvaldsdóttir hefur kljáðst við sjálfsskaðandi hegðun í um 4 ár. Handleggir hennar og fætur eru nú þaktir örum. 4. janúar 2016 16:18