Kollegar lögreglumannsins steinhissa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 10:30 Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og reynslumikill innan fíkniefnadeildar. Vísir/GVA Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15