Kollegar lögreglumannsins steinhissa Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. janúar 2016 10:30 Lögreglumaðurinn er á fimmtugsaldri og reynslumikill innan fíkniefnadeildar. Vísir/GVA Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Reyndur fíkniefnalögreglumaður situr í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa brotið alvarlega af sér í starfi. Kollegar mannsins, bæði lögreglumenn og annað starfsfólk lögreglu, er margt hvert í áfalli vegna málsins og sömu sögu er að segja um þá lögreglumenn sem starfað hafa með honum í gegnum tíðina. Tíðindin af varðhaldi hans hafa komið fólki gjörsamlega í opna skjöldu enda hann ekki þekktur af öðru en góðu og talinn stálheiðarlegur og faglegur að öllu leyti í sínu starfi. Hann hefur starfað hjá fíkniefnadeild í yfir áratug en er nú í einangrun á Litla-Hrauni.Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri segir kollega lögreglumannsins í áfalli.Vísir/ErnirNánustu kollegum boðin áfallahjálp Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfestir í samtali við Vísi að starfsmenn séu í áfalli. Hún segir að starfsmönnum á deildinni sem maðurinn starfar á verði boðin áfallahjálp. Um er að ræða fíkniefnadeild lögreglu. Sigríður Björk segist þó ekki geta tjáð sig um málið sem slíkt enda sé það til rannsóknar hjá ríkissaksóknara.Kim Kliver, yfirlögregluþjónn hjá dönsku lögreglunni, segir ámælisvert að lögreglumaðurinn hafi gegnt yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild.Skjáskot af vef tv2lorry.dkEngin óháð rannsókn þrátt fyrir endurteknar athugasemdir Lögreglumaðurinn er grunaður um alvarlegt brot í starfi sem snýr að óeðlilegum samskiptum við aðila sem hafa verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu. Hann er ekki eini lögreglumaðurinn sem sætt hefur ásökunum um brot í starfi því kollegi mannsins, sem gegndi bæði yfirmannsstöðu hjá fíkniefnadeild og upplýsingadeild á sama tíma, hefur endurtekið og yfir lengri tíma verið sakaður um leka á upplýsingum án þess að óháð rannsókn hafi farið fram á ásökununum. Hann hefur hins vegar oftar en einu sinni verið færður til í starfi vegna ásakana og hafa tilfærslurnar vakið athygli kollega innan lögreglu. Margir hverjir telja þær óútskýranlegar. Vísir hefur fjallað ítrekað um málið eins og sjá má í tengdum fréttum hér að neðan.Uppfært klukkan 13:10 Fyrirsögn var breytt vegna málfars.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45 Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00 Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Leki í röðum lögreglu: Lögreglumaðurinn færður í símhlustanir Urgur er í röðum lögreglu vegna ákvörðunarinnar í ljósi þess um hvað mál lögreglumannsins snýst. Ákvörðunin sé með ólíkindum. 31. desember 2015 11:45
Lögreglumaður í gæsluvarðhaldi: Er á fimmtugsaldri og enginn nýgræðingur Ríkissaksóknari fær aðstoð lögreglu við rannsókn á alvarlegum brotum lögreglumanns sem situr í gæsluvarðhaldi. Þingmaður Pírata segir nauðsyn að koma upp virku eftirliti með störfum lögreglu. 6. janúar 2016 06:00
Blað brotið ef mútumál kæmist upp innan fíkniefnadeildar Afbrotafræðingur segir lögreglu hér á landi ekki spillta á sama hátt og til dæmis víða í Bandaríkjunum. Aldrei hafi komist upp um óeðlileg fjártengsl milli lögreglu og fíkniefnaheimsins. 5. janúar 2016 21:15