Innlent

Auglýsing Riddarans sögð ógeðsleg

Jakob Bjarnar skrifar
Auglýsing ölstofunnar í Kópavogi þykir alveg síðasta stort.
Auglýsing ölstofunnar í Kópavogi þykir alveg síðasta stort. Skjáskot af Facebook
Þeir hjá Ölstofunni Riddarinn við Engihjalla í Kópavogi fara ekki hefðbundnar leiðir við að auglýsa starfsemi sína. Þeir sendu viðskiptavinum sínum svohljóðandi orðsendingu á Facebook-vef sínum:

„Hey.. Við erum bùinn að opna à þessum fallega og frìskandi mànudegi..hvar eru? Gleðistundin er byrjuð...og jòlin að klàrast.“ Og með fylgja broskallar með sólgleraugu.

En, það eru ekki skilaboðin sem valda almennri hneykslan og hreinlega ógeði heldur myndin sem fylgir, en þar má sjá unga konu í jólasveinabúningi tjóðraða undir jólatré.

„Þetta er til háborinnar skammar. Á ekki til orð,“ segir ein kona sem tjáir sig á síðunni. Og önnur bætir við: „“Þetta er ógeðslegt ég hef aldrei verið jafn pirruð út í auglýsingu.“

Fjölmargir tjá sig um auglýsinguna aðrir og telur einn reyndar að þarna hafi Riddarinn framið „Internet harakiri dagsins“. Vísir reyndi ítrekað að ná sambandi við ölstofuna en án árangurs.

Hey.. Við erum bùinn að opna à þessum fallega og frìskandi mànudegi..hvar eru? Gleðistundin er byrjuð...og jòlin að klàrast 😎😎

Posted by Riddarinn Ölstofa on Monday, January 4, 2016



Fleiri fréttir

Sjá meira


×