„Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika?“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. nóvember 2016 14:15 Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan. Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Í yfirstandandi stjórnarmyndunarumræðum er talið víst að þjóðaratkvæðagreiðsla um aðild Íslands að ESB verði einn helsti ásteytingarsteinn flokkanna þriggja, Sjálfstæðisflokksins, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Tekist var á um þessi mál í Víglínunni á Stöð 2 í dag. Þar mættu Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar sem sagði ljóst að Evrópumálin væru eitt af þeim málefnum sem erfitt gæti reynst að lenda í viðræðunum en sjá má umræðurnar um Evrópumálin í spilaranum hér að ofan. „Evrópumálin verða snúin og það er alveg ljóst í mínum huga að við eigum ekki að þurfa að taka okkur langan tíma til að fá skýrar línur í þetta og sjá hvort að þetta takist. Það eru bara tveir valkostir, annaðhvort ná þessir flokkar saman eða færa umboðið annað,“ sagði Þorgerður Katrín og leit á Katrínu. Lilja Dögg greip þetta á lofti og sagði að það væri stórundarlegt ef Viðreisn ætlaði sér að veita afslætti af kröfu sinni um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi viðræður um inngöngu í ESB. „Viðreisn er stofnaður utan um það að Sjálfstæðisflokkurinn hafi svikið loforð um þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef að það verður gefinn afsláttur af því er það stórundarlegt. Það eru fullt af aðilum sem kusu Viðreisn sem kusu áður Samfylkinguna vegna nákvæmlega þessa máls,“ sagði Lilja.Bjarni Benediktsson.Vísir/ErnirEvrópumálin send til þingsins? Heimir Már Pétursson, stjórnandi þáttarins, greip á inn í og vísaði til þess sem Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að mögulegt væri að Evrópumálin yrðu send til afgreiðslu þingsins. Katrín sagði þetta óneitanlega vera athyglisverða yfirlýsingu og velti fyrir sér merkingu hennar. „Í svona prinsipp-máli, ég ætti nú að þekkja það hafandi verið í ríkisstjórn sem fjallaði örlítið um um Evrópusambandið og örlög hennar réðust dálítið af því veltir maður því fyrir sér hvað þessi yfirlýsing merkir. Að þingið muni taka yfir málið, þýðir það að eigi að koma fram einhver tillaga í þinginu sem dagi uppi eða á leggja það á stjórnarandstöðuna að leysa úr því?,“ spurði Katrín. Við það bað Þorgerður Katrín þær stöllur um að fara ekki fram úr sér, stjórnarmyndunarviðræðurnar væru nýhafnar og í þessum málum ætti að anda rólega og sjá hvað kæmi út úr næstu dögum. Hún sagði þó ljóst að það þyrfti að klára þessi mál, þjóðin væri að kalla eftir því. „Það má alveg draga fram að það er alveg rétt að Evrópumálin skipta máli og það er þýðingarmikið fyrir okkur að klára þau. Við töluðum mjög skýrt að þjóðin ætti að ráða. Fólk vill fá skýrar línur. Það vill að málið sé klárað. Það er það sama og Katrín stendur frammi fyrir ef hún myndi leiða ríkisstjórn,“ sagði Þorgerður Katrín. Við það hélt Heimir Már örlítinn samkvæmisleik þar sem hann bað þær um að ímynda sér hvað gerðist ef ráðherrar Viðreisnar og Bjartrar framtíðar myndu leggja fram tillögu á þingi um þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi ESB-umsókn. Miðað við yfirlýsingar annarra flokka í kosningabaráttunni væri ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn gæti lítið gert til að stöðva slíka tillögu. Þetta greip Katrín á lofti og vísaði til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. „Hvernig ætlar Sjálfstæðisflokkurinn að standa í því sem hann kallar pólítískan ómöguleika? Það er það sem maður spyr sig að.“Sjá má þáttinn í heild sinni hér að neðan.
Kosningar 2016 Víglínan Tengdar fréttir Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00 Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30 Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16 Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent Fundu Guð í App store Erlent Fleiri fréttir Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Sjá meira
Víglínan með Heimi Má í heild sinni. Í Víglínuninni hjá Heimi Má á Stöð 2 í dag mættu Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir þingmaður Viðreisnar, Lilja Alfreðsdóttir varaformaður Framsóknarflokksins og Erla Björg Gunnarsdóttir fréttamaður á Stöð 2 til að ræða stöðuna í íslenskum stjórnmálum. 12. nóvember 2016 12:00
Formennirnir hittast klukkan ellefu Forrmenn Sjálfstæðisflokksins, Bjartrar framtíðar og Viðreisnar munu hittast í dag í fjármálaráðuneytinu klukkan ellefu að hefja vinnu að stjórnarsáttmála ríkisstjórnar. 12. nóvember 2016 10:30
Sótt að Óttarri úr öllum áttum Stjórnmálamenn og áhrifafólk á vinstri væng stjórnmálanna virðist ekki vera yfir sig hrifið af ákvörðun Bjartrar framtíðar um að taka þátt í stjórnarmyndunarviðræðum með Sjálfstæðisflokki og Viðreisn. 12. nóvember 2016 11:16
Kári kallar eftir því að Katrín og Bjarni nái saman í ríkisstjórn "Ríkisstjórn verður að hafa innbyrðis tvo stærstu stjórnmálaflokka landsins sem eru á sitthvorum endanum á þeirri línu sem við röðum pólitískri fílósófíu á“ 12. nóvember 2016 10:30
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent