„Þetta er engin óskastaða fyrir okkur“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. nóvember 2016 19:00 Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi. Verkfall sjómanna Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira
Fiskiskip hafa dregið veiðarfæri sín úr sjó og eru á heimleið eftir að verkfall sjómanna hófst í gærkvöldi. Sjómenn eru ósáttir við að þurfa að stytta túra sína þar sem minna verður til skiptanna en segjast bera fullt traust til forustu sjómannasambandsins. Samningsumleitunum sjómanna og vélstjóra við útgerðir var slitið á tíunda tímanum í gærkvöldi. Verkfall sjómanna hófst klukkan ellefu en í nótt náðust samningar við vélstjóra. Helsti ásteytingarsteinninn í kjaraviðræðum sjómanna lýtur að mönnun áhafna en sjómenn telja að ákvæði um hvíldartíma skipverja séu brotin með fækkunum í áhöfnum fiskiskipa. Höfrungur III er rúmlega 55 metra langur og fimmtán hundruð brúttótonna togari smíðaður í Kristianssundi í Noregi 1988. Höfrungur þriðji átti rúmlega tvær vikur eftir af túr þegar verkfall sjómanna hófst. „Það er ekki mikið til skiptanna á svona túrum. Það er enginn sáttur við að fara í verkfall. Það er ekki á bætandi að tekjurnar eru orðnar lágar. Gengið er lægra og helmings tekjumunur hjá okkur í dag. Það tekur það enginn til greina,“ segir Elvar Elíasson vinnslustjóri á Höfrungi III.Þungt hljóð í áhafnarmeðlimum „Menn verða bara að bretta upp ermarnar, spjalla saman, haga sér eins og menn og leysa þessi mál. Það er ekkert annað í boði,“ segir Brynjólfur Jónsson háseti á Höfrungi III. Hann segir hljóðið í áhafnarmeðlimum ekki gott. „Það er ekkert sérstaklega gott. Fiskverð er búið að hrynja og launin okkar hafa lækkað um fjörutíu prósent á nokkrum mánuðum. Þetta er engin óskaðastaða fyrir okkur, að fara í verkfall.“ Elvar Elíasson segir það mjög lélegt að ekki hafi tekist að semja eftir allan þennan tíma. „Menn hafa haft sex ár til að koma þessu á hreint. Svo taka menn sér bara helgarfrí vitandi það að menn eru ósáttir við það sem er í gangi. Þeir áttu að vera búnir að ganga frá þessu.“Bera full traust til forustu sjómannasambandsins Brynjólfur Jónsson segir menn þó bera fullt traust til forustu Sjómannasambandsins. „Ég er mjög ánægður með þá. Það á ekki að gefa neitt eftir núna og bara klára dæmið.“ Ekki hafa verið ákveðnir frekari samningafundir á milli Sjómannasambandsins og Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Verkfall sjómanna Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Fleiri fréttir Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: Telur víst að Inga hafi beitt áhrifum sínum Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sjá meira