Eldhraun skilar litlu vatni út í veiðiárnar Kristján Már Unnarsson skrifar 8. maí 2016 22:15 Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri. Hlaup í Skaftá Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira
Hamfarahlaupið sem kom í Skaftá í haust virðist hafa haft þau áhrif að grunnvatnsstaða í Eldhrauni hefur aldrei mælst lægri. Þekktar veiðiár, eins og Grenlækur, eru nánast vatnslausar. Þetta var stærsta Skaftárhlaup sögunnar, það eyðilagði brýr og vegi, en flæmdist líka yfir hraunið sem rann í Skaftáreldum árið 1783 og það er að hafa sínar afleiðingar. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Snorra Zóphóníasson, jarðfræðing á Veðurstofu Íslands, um stöðuna, en viðtalið má sjá hér að ofan. Hlaupið rauf einnig nokkra varnargarða sem höfðu þann tilgang að halda vatnsrennsli frá aðalfarveginum, Eldvatni, og beina því austur á bóginn. Þetta veldur því að dregið hefur úr rennsli Skaftár við Kirkjubæjarklaustur og einnig fer nú minna vatn út í Eldhraun. Þurrviðri í stöðugri norðanátt að undanförnu hefur svo hjálpað til að snarlækka grunnvatnsstöðu og hefur hún aldrei mælst lægri í Fljótsbotni í Eldhrauni. Lindir og þekktar veiðiár, sem spretta undan hrauninu, eru að þorna. Flogið yfir Skaftárhlaupið í haust. Með flóðvatninu barst mikill aur út í Eldhraun sem þéttir hraunið. Lengi hefur verið deilt um það hversu mikið mannskepnan eigi að grípa inn í þetta ferli með varnargörðum. Slíkum vatnaveitingum út á hraunið fylgir aurburður og sandfok, sem ekki eru allir á eitt sáttir við, að sögn Snorra. En hvað er þá til ráða? “Ég veit það ekki. Ég myndi nú, held ég, laga þessar stíflur, sem veita vatninu austur, til þess að hressa upp á grunnvatnið,” svarar Snorri.
Hlaup í Skaftá Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Fleiri fréttir Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Sjá meira