Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum veldur lokun á skurðstofu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 17. nóvember 2016 20:30 Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“ Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira
Samtals þarf áttatíu skurðhjúkrunarfræðinga til að manna skurðdeildir Landspítalans en það vantar þrettán til starfa eða fimmtán prósent stöðugilda. Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítala, segir mismunandi eftir deildum hversu mikið manneklan bitnar á starfseminni. „Á flestum einingum hefur tekist að halda viðunandi starfsemi með því að þeir sem fyrir eru, vinna meira. En á kvennadeild hefur þurft að loka einni skurðstofu af þremur, mest allt þetta ár. En það stendur til bóta og við vonumst til að opna þriðju stofuna að hluta í desember og að fullu eftir áramót,“ segir Alma. Á kvennadeildina vantar fimm skurðhjúkrunarfræðinga eða um það bil þriðjung stöðugilda. Manneklan ásamt bið eftir skoðun hjá læknum deildarinnar hefur valdið því að þrjú hundruð konur bíða eftir að komast í grindarbotnsaðgerð og biðin er allt að þrjú ár.Alma Möller, læknir og framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landspítalansvísir/skjáskotAlma bendir á að biðlistar við Landspítalann séu afleiðing margra ára uppsöfnunar vegna langvarandi manneklu og verkfalla. Skortur á skurðhjúkrunarfræðingum hafi einnig verið fyrirsjáanlegur um lengri tíma, enda stéttin að eldast og margir að fara á eftirlaun á næstu árum. Þrátt fyrir allt hafi bið eftir grindarbotnsaðgerðum styst um tólf mánuði síðasta árið og framundan séu bjartari tímar. „Við byrjuðum að bregðast við þessu haustið 2014 með því að gefa í varðandi sérmenntun skurðhjúkrunarfræðinga. Svo erum við að skoða að auglýsa erlendis eftir starfskröftum og kvensjúkdómalæknar hafa farið í samstarf við sjúkrahúsið á Akranesi og eru að fara að gera aðgerðir þar einn dag í viku, til að byrja með.“
Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Innlent Fleiri fréttir Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Sjá meira