Lífið

Justin Bieber kominn til Íslands

Stefán Árni Pálsson skrifar
Bieberinn er mættur.
Bieberinn er mættur. Vísir/vilhelm
Kanadíski tónlistarmaðurinn Justin Bieber er lentur en hann kom til landsins fyrir stundu og lenti á Reykjavíkurflugvelli í einkaþotu.

Bein útsending var frá lendingunni á Reykjavíkurflugvelli en nokkurn tíma tók fyrir starfsfólk flugvallarins að ræða við Bieber og föruneyti hans. Eftir nokkurt umstang gekk Bieber frá borði og voru líklega um hundrað manns að fylgjast með komu hans við flugvöllinn.

Upptöku frá komu Bieber má sjá hér að neðan.

Bieber heldur tvenna tónleika í Kórnum 8. og 9. september og eru yfir þrjátíu þúsund manns á leiðinni á tónleika með kappanum hér á landi.

Justin Bieber kom hingað til lands ásamt fríðu föruneyti og með honum er til að mynda plötusnúðurinn Jillionaire.

Bieber kom til landsins í fyrir tæpu ári og ferðaðist mikið um Suðurlandið. Hann heimsótti meðal annars Reykjanesbæ, Gullfoss og Geysi, Vestmannaeyjar, Fjaðrárgljúfur og fleiri staði. Þá tók hann upp myndbandið við lagið I'll Show You.


Tengdar fréttir

Bieber á nærbuxunum í Fjaðrárgljúfri

Justin Bieber er heldur betur ennþá á landinu en hann birti rétt í þessu fallega mynd af sér á Calvin Klein nærbuxunum einum í Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.