Vill breiða skákina út til allra byggða Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 22:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði döguðu uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Innlent Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent Fleiri fréttir Utankjörfundaratkvæði döguðu uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30