Vill breiða skákina út til allra byggða Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 22:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30