Vill breiða skákina út til allra byggða Grænlands Kristján Már Unnarsson skrifar 14. september 2016 22:00 Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson. Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Skákfélagið Hrókurinn hefur í þrettán ár notað skákina til að styrkja tengsl Íslendinga og Grænlendinga. Formaðurinn, Hrafn Jökulsson, segist ætla að koma skákinni í hvert einasta þorp á Grænlandi. Rætt var við Hrafn í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Flugfélag Íslands fagnaði á dögunum nýjum áfangastað á Grænlandi, Kangerlussuaq á vesturströndinni, og fékk Skákfélagið Hrókinn með sér í að færa skólabörnum taflsett að gjöf. Um leið efndi Hrafn Jökulsson til fjölteflis í flugstöðinni við börnin. „Við höfum ekki verið með skák í Kangerlussuaq áður. En við fylgjum vinum okkar í Flugfélaginu eftir og þetta er nýr áfangastaður hjá þeim og þá liggur beint við að koma með skákina hingað,” segir Hrafn í viðtali í fréttum Stöðvar 2 og telur mjög góðan jarðveg fyrir skák í Kangerlussuaq, sem og annarsstaðar á Grænlandi.Hrafn Jökulsson í fjöltefli við skólabörn í Kangerlussuaq.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Það var árið 2003 sem Hrókurinn hóf að breiða skákina út í þorpum á austurströnd Grænlands. Hrafn segir Hróksmenn á þessum þrettán árum hafa farið milli 50 og 60 sinnum til Grænlands. „Við höfum einbeitt okkur mikið að austurströndinni, okkar næstu nágrönnum. Við heimsækjum sum þorpin þar árlega.” Einnig eru Hrafn og félagar að byggja skákina upp í höfuðstaðnum Nuuk á vesturströndinni og á stöðum á Suður-Grænlandi. Markmiðið sé þó að koma skákinni í hvert einasta þorp og bæ á Grænlandi. „Þannig að við lítum svo á að við séum rétt að byrja.” Hann segir þetta hafa skilað óteljandi gleðistundum, bæði fyrir börnin sem og alla þá sem að þessu standa. „Og þetta hefur aukið á samskipti og vináttu, skapað tengsl og óteljandi dýrmætar minningar og stundir. Það er orðinn til jarðvegur sem er að spretta upp úr svo margt annað en eitthvað sem tengist skák því Hrókurinn vill beita sér fyrir því að Grænland og Ísland, grannarnir í norðri, vinni saman á sem flestum sviðum,” segir Hrafn Jökulsson.
Tengdar fréttir Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45 Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Flugfélagið fagnar nýjum áfangastað á Grænlandi Grænlandsflugið fjórðungur af veltu Flugfélagsins og farþegahópurinn kemur úr öllum heimsálfum. 9. september 2016 19:45
Forsetafrúin á Grænlandi Eliza Reid fór í sína fyrstu utanlandsferð sem forsetafrú Íslands þegar hún fagnaði nýrri flugleið til Grænlands og afhenti grænlenskum börnum taflsett. 9. september 2016 12:30