Lokka fólk með ljúfum serenöðum Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 6. desember 2016 11:30 Kvöldlokkur á jólaföstu er árviss viðburður og Einar Jóhannesson er meðal þeirra sem spilar á þeim tónleikum í kvöld í 36. sinn. Visir/GVA „Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember. Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira
„Við spilum ljúfar blásaraserenöður eftir Mozart, Beethoven og Krommer sem hæfa vel á aðventunni,“ segir Einar Jóhannesson klarinettuleikari um efnisskrá tónleikanna Kvöldlokkur á jólaföstu sem verða í Fríkirkjunni í kvöld. Það er í 36. sinn sem Blásarakvintett Reykjavíkur, ásamt félögum, efnir til slíkra tónleika. „Þetta er sem sé okkar aðventuhefð og hluti af jólaklassíkinni fyrir hátíðirnar,“ segir Einar og tekur fram að þótt alltaf sé bryddað upp á einhverjum nýjungum sé farið svolítið í hringi, sérstaklega með bestu verkin sem eru eftir Mozart. „Þau eru svo mikil snilldarverk að okkur ber skylda til að flytja þau alltaf reglulega. Svo breytum við til. Núna spilum við serenöðu eftir Krommer sem telst meðal nýjunga í okkar prógrammi. Einar segir þrjá félaga af upphaflega kvintettinum spila núna, hann, Daði Kolbeinsson og Josef Ognibene. „Það er svolítið breytilegt hverjir spila, þó er það mikið til sama fólkið ár eftir ár. Það fer bara eftir verkum. Yfirleitt eru þau fyrir tvö óbó, tvö klarinett, tvö fagott og tvö horn.“ Titill tónleikanna vekur alltaf smá furðu. „Kvöldlokkur þýðir í raun að tæla fólk. Upphaflega hét það serenade og var notað um nætursöngva sem menn notuðu til að lokka konur til sín út með söng,“ útskýrir Einar. „En það var Guðmundur Finnbogason sem bjó til þetta nafn kvöldlokkur.“ Einar er líka að gefa út nýjan geisladisk, EXULTAVIT. Þar leika þeir Douglas Brotchie á klarinett og orgel. Verkin spanna allt frá eldgömlum barokkverkum eftir Tartini og Bach auk Mozarts, til okkar tíma. Þar eru til dæmis tvö frumsamin verk eftir þá John Speight og Jónas Tómasson og síðasta lagið er þakkargjörð í ljúfum dægurlagastíl eftir Áskel Másson. „Á diskinum er blanda af andlegum, trúarlegum og veraldlegum verkum,“ lýsir Einar. „En þráðurinn er fögnuður sem er viðeigandi á aðventunni svo og íhugun, sem er líka nauðsynleg.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. desember.
Menning Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Vilhjálmur Bergsson er látinn Ólafur Jóhann er konungur bóksölunnar 2025 Enginn formaður Sjalla, Kaffi Vest-samsærið og vinir skoðanabræðra Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Tekur yfir borgina á nýársdag Græna gímaldið ljótast Óléttan uppgötvaðist þremur dögum fyrir byrjun skólans Glænýr bóksölulisti: Ólafur Jóhann skákar Arnaldi Eru þetta ljótustu og fallegustu nýbyggingar ársins? „Sat í átta klukkutíma á dag og horfði út um gluggann“ Bandalag listamanna lýsir yfir stuðningi við Dóru „Við erum öll dauð hvort sem er“ Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Sjá meira