Lífið

Tom Hardy þarf að fá sér húðflúr hannað af DiCaprio eftir að hafa tapað við hann veðmáli

Anton Egilsson skrifar
DiCaprio og Hardy léku saman í kvikmyndinni The Revenant.
DiCaprio og Hardy léku saman í kvikmyndinni The Revenant. Vísir/Getty
Leikarinn Tom Hardy þarf að fá sér húðflúr hannað af leikaranum Leonardo DiCaprio eftir að hafa tapað við hann veðmáli.  Þessu greindi Hardy frá í viðtali við Esquire magazine.

Veðmálið snerist um það að Hardy veðjaði við Caprio um að sá síðarnefndi myndi ekki fá tilnefningu til Óskarsverðlaunana fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni The Revenant. Yrði hann tilnefndur mætti hann hanna húðflúr á Hardy.

Fór svo að Caprio var ekki bara tilefndur fyrir leik sinn í kvikmyndinni heldur fór alla leið og vann sigur fyrir besta leik í aðalhlutverki. Hardy sem einnig fór með hlutverk í The Revenant var tilnefndur fyrir besta leik í aukahlutverki en fór ekki með sigur af hólmi.

Hardy segir að Caprio hafi sent honum miða eftir að niðurstaðan lá fyrir þar sem hann skrifaði með skelfilegri rithönd: „Leo veit allt“.

Sagðist Hardy þá hafa svarað honum um hæl og beðið hann vinsamlega um að vanda sig.

„Allt í lagi, ég geri þetta. Þú verður samt að vanda þig almennilega“


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.