Þurfti að skilja Bjarna og Katrínu að í ESB-umræðunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2016 21:00 Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Það var hart tekist á í umræðuþætti leiðtoga stjórnmálaflokkanna á Stöð í kvöld. Skilja þurfti Katrínu Jakobsdóttur, formann VG, og Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins þegar kom að umræðum um Evrópusambandið. Hófst það með því að Bjarni sagði það vera „ótrúleg öfugmæli“ af stjórnarandstöðuflokkunum að boða mikilvægi þess að skapa frið og ró í samfélaginu á sama tíma og lagt væri upp með að fara í leiðangur um aðild að Evrópusambandinu og innleiða nýja stjórnarskrá. Þetta væru stór málefni sem þyrfti að gera í sátt og samlyndi.Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan „Hver er að leggja af stað í leiðangur með ESB-aðild?“ spurði þá Katrín en Bjarni svaraði því að VG stæði meðal annars fyrir því. Katrín var ekki sátt með það og bað Bjarna um að hlusta á það sem hún væri að segja. „Þú ert hér að alhæfa um það sem við erum að segja. Við höfum talað fyrir því að ef það verði farið í slíkan leiðangur verði það ekki gert nema með aðkomu þings og þjóðar,“ sagði Katrín. Minnti þá Bjarni Katrínu á hvernig það hafi verið fyrir flokk hennar að sitja í ríkisstjórn sem væri að semja um aðild að ESB jafnvel þótt að flokkur hennar væri á móti slíkri aðild. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, tók þá til máls og sagði að sér þætti það mjög merkilegt að kosningabaráttan hér á landi væri farin að snúast um aðild að Evrópusambandinu á sama tíma og stjórþjóðir á borð við Bretland væri að segja sig úr ESB. Þetta greip Katrín á lofti og sagði að það væri ótrúlegt að hlusta á fulltrúa stjórnarflokkanna taka undir það á hverjum fundi á fætur öðrum að eðlilegt sé að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. „Um inngöngu í ESB,“ sagði Bjarni og spurði Katrínu hvort að hún, yrði hún forsætisráðherra, gæti leitt þjóðina inn í ESB. „Ég verð að segja Katrín, ætlar þú að leiða þjóðina sem nýr forsætisráðherra inn í ESB eða ekki? Ef að þjóðin vill það, ætlar þú að fara, ná samningi, koma með hann heim og berjast fyrir honum? Ætlar þú að gera það? Þú verður að svara þessari grundvallarspurningu,“ sagði Bjarni. „Hvað er ég búinn að vera að gera hér ítrekað og ég skal bara segja þér það aftur. Við höfum talað fyrir því að leita leiðsagnar þjóðarinnar,“ svaraði Katrín. „Það liggur alveg fyrir að viljum ekki að Ísland gangi í ESB.“ Bjarni spurði þá hvernig Katrín ætlaði sér að fara að því að leiða viðræður við ESB sagði Katrín að hún og hann væru einfaldlega ekki sammála um hvað væri pólítískur ómöguleiki og hvað ekki og vitnaði þar til orða Bjarna frá árinu 2014 þegar fyrir lá að stjórnarflokkarnir myndu ekki efna til þjóðaratkvæðagreislu um áframhaldandi aðildarviðræður við ESB. Fékk þáttastjórnandi þá nóg og stoppaði umræðurnar af og sagði: „Katrín og Bjarni, nú er þetta alveg eins og á leikskólanum.“ Sjá má umræðurnar sem mynduðust um ESB í spilaranum hér að ofan
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30 Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Mikið flakk á kjósendum á síðustu metrunum Hvorki stjórnarflokkarnir né núverandi stjórnarandstöðuflokkar gætu myndað meirihluta á Alþingi samkvæmt nýrri könnun. 27. október 2016 19:30