Sjáðu flutning George Michael á Somebody to Love sem heillaði Queen, Bowie og heimsbyggðina Stefán Ó. Jónsson skrifar 27. desember 2016 10:08 Hann sagði að þetta væri erfiðasta lag sem hann hefði þurft að flytja en George Michael gerði það þó svo sannarlega með glæsibrag. Söngvarinn, sem lést á jóladag 53 ára að aldri, kom frá á minningartónleikum um Freddie Mercury, söngvara Queen, á Wembley-leikvanginum í Lundúnum árið 1992 og flutti þar lagið Somebody to Live ásamt hljómsveitarmeðlimum Queen. Myndband frá æfingu hans og sveitarinnar hefur farið á flug í kjölfar andláts George Michael en í því má sjá hann feta í fótspor hins goðsagnakennda Mercury. Í myndbandinu má einnig sjá David Bowie (sem féll að sama skapi frá árinu sem nú er að líða) og Seal standa álengdar og fylgjast með glimmrandi góðum flutningi kollega þeirra. „Þetta er fáránlegt,“ sagði George Michael um lagið, „eina stundina er það hérna upp og þá næstu er það þarna niðri.“ Það væri eitt það erfiðasta sem hann hefði þurft að flytja en bætti við að þegar hann steig á svið á minningartónleikunum hafi það verið ein stoltasta stund hans á ferlinum. Augnablikið hafi verið tregablandið fyrir söngvarann, ekki einungis vegna fráfalls Freddie Mercury heldur einnig vegna þess að á þeim tíma hafði George Michael ekki opinberað samkynhneigð sína. Þáverandi kærasti söngvarans hafði þá greinst með alnæmi og lést ári síðar. Hljómsveitarmeðlimir Queen voru ánægðir með flutning George Michael og sögðu hann gefa upprunlega flytjandanum ekkert eftir. „George Michael var sá besti. Það er einhver tónn í röddinni hans sem minnti mjög á Freddie þegar hann flutti Somebody to Love,“ sagði Brian May, gítarleikar Queen. Umræddan flutning má sjá hér að ofan. Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira
Hann sagði að þetta væri erfiðasta lag sem hann hefði þurft að flytja en George Michael gerði það þó svo sannarlega með glæsibrag. Söngvarinn, sem lést á jóladag 53 ára að aldri, kom frá á minningartónleikum um Freddie Mercury, söngvara Queen, á Wembley-leikvanginum í Lundúnum árið 1992 og flutti þar lagið Somebody to Live ásamt hljómsveitarmeðlimum Queen. Myndband frá æfingu hans og sveitarinnar hefur farið á flug í kjölfar andláts George Michael en í því má sjá hann feta í fótspor hins goðsagnakennda Mercury. Í myndbandinu má einnig sjá David Bowie (sem féll að sama skapi frá árinu sem nú er að líða) og Seal standa álengdar og fylgjast með glimmrandi góðum flutningi kollega þeirra. „Þetta er fáránlegt,“ sagði George Michael um lagið, „eina stundina er það hérna upp og þá næstu er það þarna niðri.“ Það væri eitt það erfiðasta sem hann hefði þurft að flytja en bætti við að þegar hann steig á svið á minningartónleikunum hafi það verið ein stoltasta stund hans á ferlinum. Augnablikið hafi verið tregablandið fyrir söngvarann, ekki einungis vegna fráfalls Freddie Mercury heldur einnig vegna þess að á þeim tíma hafði George Michael ekki opinberað samkynhneigð sína. Þáverandi kærasti söngvarans hafði þá greinst með alnæmi og lést ári síðar. Hljómsveitarmeðlimir Queen voru ánægðir með flutning George Michael og sögðu hann gefa upprunlega flytjandanum ekkert eftir. „George Michael var sá besti. Það er einhver tónn í röddinni hans sem minnti mjög á Freddie þegar hann flutti Somebody to Love,“ sagði Brian May, gítarleikar Queen. Umræddan flutning má sjá hér að ofan.
Mest lesið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Fleiri fréttir Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Sjá meira