Hún var frá unga aldri í sviðsljósinu, en foreldrar hennar, Debbie Reynolds og Eddie Fisher voru bæði leikarar og ólst Carrie upp í Beverly Hills hverfinu í Los Angeles. Hún hefur oft tjáð sig um reynslu sína af því að hafa alist upp í kringum svo frægt fólk og um frægð sína.
Í viðtali frá árinu 2009 sagði hún til að mynda frá því að hún hefði ekki óskað sér frægðarinnar og að hún teldi fólk oft rugla saman frægð og ást.
„Þegar ég fékk hlutverk sem prinsessa í þessari kjánalegu litlu vísindaskáldsögumynd, hugsaði ég með mér: þetta verður gaman. Ég er 19 ára! Hver vill ekki hafa gaman þegar hann er 19 ára?“
„Ég fer og hangi með einhverjum vélmennum í nokkra mánuði og svo kem ég til baka og finn út úr því hvað ég vil gera þegar ég fullorðnast“
Ljóst er að Star Wars varð töluvert stærra heldur en hún sá fyrir sér á þeim tíma og lék Carrie í þeim öllum á árunum 1977-1983 áður en hún endurtók leikinn í Star Wars: Force Awakens árið 2015.
Hægt er að sjá áheyrnaprufu Carrie fyrir hlutverkið hér að neðan.
Carrie var jafnframt greind með geðhvarfasýki og hefur hún orðið ötull talsmaður þeirra sem kljást við þann sjúkdóm. Hún hefur til að mynda ráðlagt öðrum einstaklingum sem berjast við sjúkdóminn um það hvernig hún hefur tekist á við hann, en var greind með sjúkdóminn 24 ára gömul en gat ekki sætt sig við greininguna fyrr en hún hætti neyslu fíkniefna 28 ára gömul.
Carrie gagnrýndi jafnframt meðferð Hollywood kvikmyndaiðnaðarins á konum og sagði frá því að hún hefði verið beðin um að léttast fyrir hlutverk sitt í Star Wars, bæði árið 1977 fyrir upprunalegu myndina, og rúmum fjörtíu árum síðar fyrir sjöundu myndina í myndabálknum.
„Þeir vilja ekki ráða mig alla – heldur bara þrjá fjórðu! Ekkert breytist, þetta er allt byggt á útlitinu. Ég er í vinnu þar sem það eina sem skiptir máli er þyngdin og útlitið. Það er svo bilað. Þeir gætu allt eins sagt mér að yngjast, því svo einfalt á það að vera.“
Hægt er að sjá Fisher tjá sig um útlitsdýrkun í Hollywood í viðtalinu hér að neðan, þar sem hún mætti með hundinn sinn Gary. Viðtalið sýnir hve litríkur persónuleiki hún var.
no words #Devastated pic.twitter.com/R9Xo7IBKmh
— Mark Hamill (@HamillHimself) December 27, 2016
There are no words for this loss. Carrie was the brightest light in every room she entered. I will miss her dearly. pic.twitter.com/GgIeYGeMt9
— Peter Mayhew (@TheWookieeRoars) December 27, 2016
.@CarriefFisher was a brilliant writer, actor, and friend. She was so much fun. I can't believe she's gone. https://t.co/wpxGvBWA0b
— Ellen DeGeneres (@TheEllenShow) December 27, 2016
She was the brightest, funniest, bravest, kindest, cleverest and sweetest person I ever knew. A crushing blow to lose @carrieffisher
— Stephen Fry (@stephenfry) December 27, 2016
I'm deeply saddened to learn of the death of Carrie Fisher. I will miss our banterings. A wonderful talent & light has been extinguished.
— William Shatner (@WilliamShatner) December 27, 2016