Fundur fólksins Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. september 2016 11:00 Aðalatriðið er að fólk hlusti hvert á annað, hvort sem það er sammála eða ekki að sögn Ingibjargar Grétu. Vísir/Anton Brink „Hér er um að ræða lýðræðis- og stjórnmálahátíð þar sem rætt verður um samfélagsmál í sinni víðustu mynd á afslappaðan hátt,“ segir Ingibjörg Gréta um Fund fólksins sem haldinn er í Norræna húsinu á morgun og laugardag. Hann er að norrænni fyrirmynd þar sem áratuga hefð er fyrir svona hátíðum. „Árið 1967 var Olof Palme í sumarfríi á Gotlandi í Svíþjóð og var búinn að lofa konunni sinni að skipta sér ekkert af pólitík í heila viku. Hún var ekki búin að snúa sér við til að láta sólina skína á bakið, þegar hann var kominn upp á vörubílspall að tala um pólitík. Síðan hefur þessi umræðuhátíð orðið að hefð í Almedalen á Gotlandi. Nú kallast hún Almedalsveckan því hún stendur heila viku,“ lýsir Ingibjörg Gréta og heldur áfram. „Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra fór á Almedalsveckan fyrir nokkrum árum og áttaði sig á að Ísland væri hið eina af Norðurlöndunum sem ekki hefði komið svona samtalshátíð á. Norræna húsið startaði henni svo hér í fyrra með norrænu ráðherranefndina á bak við sig. Aftur er hátíðin í Norræna húsinu og í ár stendur ríkisstjórnin að henni. Almannaheill, samtök friðargeirans, voru fengin til að sjá um framkvæmdina og ég er starfsmaður þeirra núna. Hátíðin er opin öllum, körlum og konum, og aðgangur er ókeypis. Það er gaman að sjá hvað fólk tekur henni opnum örmum því stofnanir, félagasamtöl og einstaklingar verða með um 100 viðburði í og kring um Norræna húsið á þessum tveimur dögum frá klukkan 11 til 18. Allt byggist á samtali og siðareglur hátíðarinnar snúast um að fólk hlusti á hvert annað og þó engin niðurstaða fáist í málin þá er það bara niðurstaðan.“ Dagskrána má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar, fundurfolksins.is og þar ættu allir að geta fundið viðburði við hæfi eftir áhuga. http://fundurfolksins.is/dagskra/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september 2016. Menning Tengdar fréttir Þurfum að ræða hlutverk og tilgang listarinnar Samfélag án lista? Er yfirskrift áhugaverðra pallborðsumræðna á vegum Listaháskóla Íslands á Fundi fólksins. Rektor skólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir, er á meðal þátttakenda ásamt fleira áhugaverðu fólki. 1. september 2016 11:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Hér er um að ræða lýðræðis- og stjórnmálahátíð þar sem rætt verður um samfélagsmál í sinni víðustu mynd á afslappaðan hátt,“ segir Ingibjörg Gréta um Fund fólksins sem haldinn er í Norræna húsinu á morgun og laugardag. Hann er að norrænni fyrirmynd þar sem áratuga hefð er fyrir svona hátíðum. „Árið 1967 var Olof Palme í sumarfríi á Gotlandi í Svíþjóð og var búinn að lofa konunni sinni að skipta sér ekkert af pólitík í heila viku. Hún var ekki búin að snúa sér við til að láta sólina skína á bakið, þegar hann var kominn upp á vörubílspall að tala um pólitík. Síðan hefur þessi umræðuhátíð orðið að hefð í Almedalen á Gotlandi. Nú kallast hún Almedalsveckan því hún stendur heila viku,“ lýsir Ingibjörg Gréta og heldur áfram. „Eygló Harðardóttir félagsmálaráðherra fór á Almedalsveckan fyrir nokkrum árum og áttaði sig á að Ísland væri hið eina af Norðurlöndunum sem ekki hefði komið svona samtalshátíð á. Norræna húsið startaði henni svo hér í fyrra með norrænu ráðherranefndina á bak við sig. Aftur er hátíðin í Norræna húsinu og í ár stendur ríkisstjórnin að henni. Almannaheill, samtök friðargeirans, voru fengin til að sjá um framkvæmdina og ég er starfsmaður þeirra núna. Hátíðin er opin öllum, körlum og konum, og aðgangur er ókeypis. Það er gaman að sjá hvað fólk tekur henni opnum örmum því stofnanir, félagasamtöl og einstaklingar verða með um 100 viðburði í og kring um Norræna húsið á þessum tveimur dögum frá klukkan 11 til 18. Allt byggist á samtali og siðareglur hátíðarinnar snúast um að fólk hlusti á hvert annað og þó engin niðurstaða fáist í málin þá er það bara niðurstaðan.“ Dagskrána má nálgast á heimasíðu hátíðarinnar, fundurfolksins.is og þar ættu allir að geta fundið viðburði við hæfi eftir áhuga. http://fundurfolksins.is/dagskra/ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. september 2016.
Menning Tengdar fréttir Þurfum að ræða hlutverk og tilgang listarinnar Samfélag án lista? Er yfirskrift áhugaverðra pallborðsumræðna á vegum Listaháskóla Íslands á Fundi fólksins. Rektor skólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir, er á meðal þátttakenda ásamt fleira áhugaverðu fólki. 1. september 2016 11:00 Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf 50+: Tómleikatilfinningin þegar börnin fljúga úr hreiðrinu Áskorun Dóttir De Niro kemur út sem trans Lífið Tork gaur: BMW neglir fallegan framenda Lífið samstarf „Þetta er lúmskt skrímsli“ Lífið Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Þurfum að ræða hlutverk og tilgang listarinnar Samfélag án lista? Er yfirskrift áhugaverðra pallborðsumræðna á vegum Listaháskóla Íslands á Fundi fólksins. Rektor skólans, Fríða Björk Ingvarsdóttir, er á meðal þátttakenda ásamt fleira áhugaverðu fólki. 1. september 2016 11:00