Guðni á Channel 4: Gæti reynst erfitt fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2016 15:21 Forseti Íslands var gestur fréttastofu Channel 4 í Bretlandi. Vísir Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, telur að erfitt gæti reynst fyrir Pírata að mynda ríkisstjórn. Í stjórnarmyndunarviðræðum sé mikilvægt að geta gert málamiðlanir en það geti verið erfitt fyrir hugsjónaflokka líkt og Pírata. Þetta kemur fram í viðtali við Guðna Th. við fréttastofu Channel 4 í Bretlandi þar sem Guðni var nýverið í heimsókn. Var Guðni spurður um gott gengi Pírata í skoðanakönnunum og hvort að mögulegt væri að flokkurinn gæti myndað næstu ríkisstjórn. „Það er vel mögulegt,“ sagði Guðni Th. en bætti við að möguleiki væri á flóknum og langdregnum stjórnarmyndunarviðræðum. „Munu Píratar vilja starfa með hinum flokkunum? Það á eftir að koma í ljós. Menn verða að geta gert málamiðlanir en þegar flokkar eru jafn miklir hugsjónaflokkar og Píratar gæti það reynst erfitt.“Sjá einnig: Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanirGuðni Th. Jóhannesson tók við embætti forseta Íslands 1. ágúst síðastliðinn.Vísir/EyþórSpurði spyrillinn um frumvarp Pírata um að veita uppljóstraranum Edward Snowden ríkisborgararétt hér á landi og sagði Guðni að slíkar hugmyndir væru gott dæmi um mál þar sem Píratar gætu þurft að komast að málamiðlun við aðra flokka. „Ef Píratar mynda ríkisstjórn í samstarfi við aðra flokka þyrftu hinir flokkarnir í ríkisstjórn að vera samþykkir því sem myndi án vafa vekja undrun víða um heim.“Aðild að EES eitthvað sem Bretar ættu að kanna Þá var Guðni spurður um mögulega aðild Íslands að Evrópusambandinu en málefni ESB hafa verið efst á baugi í Bretlandi frá því að meirihluti Breti sagði já við því að ganga úr ESB. Sagði Guðni að fiskveiðar og landbúnaður væru helsti þröskuldurinn varðandi inngöngu Íslands í ESB og að margt væri líkt með Bretlandi og Íslandi í þessum efnum. „Fiskveiðar eru ekki bara efnahagslega mikilvægar fyrir okkur heldur einnig fyrir þjóðarsálina. Þið þekkið þetta vel í Bretlandi, við erum eyríki. Okkur finnst við vera sér á báti. Það er ein hindrun sem þeir sem eru hlynntir aðild að ESB þurfa að komast framhjá,“ sagði Guðni sem taldi einnig að aðild að Evrópska efnahagssvæðinu gæti mögulega verið góður kostur fyrir Breta eftir að úrsögn þeirra úr ESB tekur gildi. Sjá má viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00 Mest lesið Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Innlent Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Erlent Töluverður fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna slyss við Hvítá Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Fleiri fréttir Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Fjöldi viðbragðsaðila kallaður út vegna dráttarvélar í Hvítá Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Lét öllum illum látum og fær engar bætur Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Sjá meira
Nýr forseti óhræddur við óvinsælar ákvarðanir Guðni Th. Jóhannesson er sjötti forseti lýðveldisins Íslands. Hann og kona hans hyggjast vinna náið saman á meðan embættistíð hans stendur. Fjögur börn flytja með þeim hjónum á Bessastaði eftir rúman mánuð. 27. júní 2016 07:00