Píratar taka menn af öllum flokkunum Jón Hákon Halldórsson skrifar 29. janúar 2016 07:00 Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna. Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira
Píratar fengju 28 þingmenn kjörna ef gengið yrði til kosninga í dag og væru með tólf þingmönnum meira en Sjálfstæðisflokkurinn sem fengi sextán. Þetta sýna niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var dagana 26. og 27. janúar. Framsóknarflokkurinn myndi fá sjö þingmenn kjörna, Samfylkingin og VG sex menn hvor flokkur. Björt framtíð fengi aftur á móti engan þingmann kjörinn. Þingflokkum myndi því fækka úr sex í fimm. Píratar eru núna með þrjá kjörna þingmenn. Þeir eru Helgi Hrafn Gunnarsson, Birgitta Jónsdóttir og Ásta Guðrún Helgadóttir. Yrðu niðurstöður kosninga samkvæmt niðurstöðum þessarar könnunar myndi flokkurinn því rúmlega nífaldast. Þingmönnum Sjálfstæðisflokksins myndi aftur á móti fækka um þrjá og þingmönnum Framsóknarflokksins um tólf.Birgitta JónsdóttirÞingmönnum Samfylkingarinnar myndi einnig fækka um þrjá og þingmönnum VG um einn. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, segist ekki geta skýrt fylgi flokksins. En hún sé auðmjúk vegna traustsins. „Mér finnst mjög athyglisvert að turninn í íslenskri pólitík er ítrekað að mælast með helmingi minna fylgi en Píratar,“ segir Birgitta. Stærstu tíðindin séu þau að Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og aðrir „hefðbundnir turnar“ séu búnir að missa þann stuðning sem þeir höfðu áður. „Það er síðan blaðamanna og stjórnmálafræðinga að spyrja fólk af hverju fólk kýs Pírata. Vegna þess að ég veit ekki af hverju,“ segir Birgitta. Það skipti þó máli að vera auðmjúkur og hún trúi eiginlega ekki stöðunni. „Það er svolítið þannig. Ég er alltaf að bíða eftir því að við förum að fara niður,“ segir Birgitta. Píratar njóta mun meira fylgis þeirra sem eru 49 ára og yngri. Þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru á aldrinum 18-49 ára segist 51,1 prósent svarenda myndu kjósa Pírata. En þegar skoðuð eru svör þeirra sem eru 50 ára og eldri segjast 30,8 prósent styðja Pírata. Þessu er öfugt farið með Sjálfstæðisflokkinn, þar segja 27,5 prósent þeirra sem eru 50 ára og eldri að þeir myndu styðja flokkinn, en einungis 19,6 prósent þeirra kjósenda sem eru 18-49 ára segjast myndu kjósa hann. Píratar eru líka vinsælli meðal karla. Rétt tæplega 45 prósent karla myndu kjósa Pírata, en 38 prósent kvenna. Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn njóta meira fylgis hjá körlum en konur styðja fremur VG og Samfylkinguna.
Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir leiðbeinandanum Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Sjá meira