Hún segir að grunur hafi kviknað um eitthvað óeðlilegt í húsnæðinu seinni hluta liðins árs og strax hafi verið ráðist í að rannsaka málið í samstarfi við sérfræðinga og leigusalann. Í kjölfarið hafi verið farið í viðgerðir. Gunnhildur segir um að ræða afmarkað svæði á jarðhæð hússins í Skútuvogi.
Sjá einnig: Þolendur bera einir kostnaðinn

Nú sé því hluti þjónustuversins rekinn í Skútuvogi en hluti í Ármúla þar sem MP banki var áður til húsa. Gunnhildur segir alla hafa lagst á eitt til að flutningurinn gengi sem snuðrulausast fyrir og ættu starfsmenn þar mikið hrós skilið.
Sjá einnig: Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps

Gunnhildur segir að því starfsfólki sem hafi fundið til einkenna hafi verið boðin læknisskoðun og fleira slíkt. Flutningarnir hafi þó ekki haft nein áhrif á þjónustuna.
„Allir hafa lagst á eitt hér um að starfsemin haldi fullum dampi og hvergi sé slakað á þjónustunni. Starfsmenn hafa sýnt mikið umburðarlyndi og skilning og eiga stórt hrós skilið. Við erum jú, tímabundið á tveimur stöðum, en vinnum með það og gengur vel.“
Sjá einnig: „Sonur minn er ekki tilraunadýr“
Myglusveppur hefur fundist víða í höfuðborginni undanfarin misseri. Starfsmenn í ráðuneytum, starfsfólk á BUGL, starfsfólk á Landspítalanum, félagsmiðstöðum og víðar hafa veikst af þessum sökum og þurft hefur að grípa til ráðstafana til að vinna bug á vandamálinu.
Vandamálið er þó ekki síður algengt í heimahúsum en Fréttablaðið fjallaði ítarlega um myglusveppavandamál bæði á vinnustöðu og heimilum síðastliðið haust. Umfjöllun má sjá hér að neðan.