Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Árni Sæberg skrifar 21. nóvember 2025 12:57 Öryrkjar geta nú síður fengið gjafsókn vegna breytinga sem Inga Sæland gerði á örorkukerfinu. Vísir/Vilhelm Umtalsvert færri úr hópi öryrkja eiga þess kost að leita réttar síns fyrir dómstólum þar sem lágmarksörorkulífeyri er nú töluvert yfir tekjuviðmiði gjafsóknar. Lögmannafélag Íslands telur að það kunni að stangast á við ákvæði bæði stjórnarskrárinnar og mannréttindasáttmála Evrópu. Í grein í Lögmannablaðinu segir að Lögmannafélagið hafi farið þess á leit við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að hún beiti sér fyrir hækkun á tekjuviðmiði umsækjenda um gjafsókn þar sem lágmarksörorkulífeyrir hafi farið yfir tekjuviðmið gjafsóknarreglna þegar hann var hækkaður 1. september síðastliðinn. Viðmiðunarmörk árstekna einstaklings, sem sækir um gjafsókn á grundvelli bágrar fjárhagsstöðu, séu nú 4.999.205 krónur en samkvæmt heimasíðu TR nemi grunngreiðsla örorkulífeyris til einstaklings nú 4.756.080 krónum auk 788.508 króna heimilisuppbótar og 375.480 króna aldursviðbótar, samtals 5.920.068 krónur. Nefndin taki sér óásættanlegan frest Þá hafi félagið vakið athygli ráðherra á því að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að umsókn um gjafsókn berist dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalmeðferð máls, þá áskilji gjafsóknarnefnd sér allt að mánaðar frest til að taka afstöðu til gjafsóknarbeiðna. Þar sem áfrýjunarfrestur sé alla jafna einnig mánuður sé sá frestur með öllu óásættanlegur. Nauðsynlegt að skilyrði um lögheimili verði breytt Að lokum hafi Lögmannafélagið bent ráðherra á nauðsyn þess að gerðar verði breytingar á skilyrðum um að börn yngri en átján ára séu með skráð lögheimili hjá umsækjanda gjafsóknar. Á meðan viðmiðunartekjumörk nemi nú 555.766 krónum á barn, sem er með skráð lögheimili hjá umsækjanda, þá njóti foreldri, sem sækir um gjafsókn, þess að engu leyti þrátt fyrir að það greiði fullt meðlag og sé með jafna umgengni. Leiðrétting: Upphaflega var orðið örorkubætur notað um það sem réttu nafni heitir örorkulífeyrir. Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögmennska Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Dómstólar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira
Í grein í Lögmannablaðinu segir að Lögmannafélagið hafi farið þess á leit við Þorbjörgu Sigríði Gunnlaugsdóttur dómsmálaráðherra að hún beiti sér fyrir hækkun á tekjuviðmiði umsækjenda um gjafsókn þar sem lágmarksörorkulífeyrir hafi farið yfir tekjuviðmið gjafsóknarreglna þegar hann var hækkaður 1. september síðastliðinn. Viðmiðunarmörk árstekna einstaklings, sem sækir um gjafsókn á grundvelli bágrar fjárhagsstöðu, séu nú 4.999.205 krónur en samkvæmt heimasíðu TR nemi grunngreiðsla örorkulífeyris til einstaklings nú 4.756.080 krónum auk 788.508 króna heimilisuppbótar og 375.480 króna aldursviðbótar, samtals 5.920.068 krónur. Nefndin taki sér óásættanlegan frest Þá hafi félagið vakið athygli ráðherra á því að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að umsókn um gjafsókn berist dómsmálaráðuneytinu eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalmeðferð máls, þá áskilji gjafsóknarnefnd sér allt að mánaðar frest til að taka afstöðu til gjafsóknarbeiðna. Þar sem áfrýjunarfrestur sé alla jafna einnig mánuður sé sá frestur með öllu óásættanlegur. Nauðsynlegt að skilyrði um lögheimili verði breytt Að lokum hafi Lögmannafélagið bent ráðherra á nauðsyn þess að gerðar verði breytingar á skilyrðum um að börn yngri en átján ára séu með skráð lögheimili hjá umsækjanda gjafsóknar. Á meðan viðmiðunartekjumörk nemi nú 555.766 krónum á barn, sem er með skráð lögheimili hjá umsækjanda, þá njóti foreldri, sem sækir um gjafsókn, þess að engu leyti þrátt fyrir að það greiði fullt meðlag og sé með jafna umgengni. Leiðrétting: Upphaflega var orðið örorkubætur notað um það sem réttu nafni heitir örorkulífeyrir.
Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Lögmennska Félagsmál Málefni fatlaðs fólks Heilbrigðismál Dómstólar Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Trump kynnti friðarráðið Erlent Fleiri fréttir Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Sjá meira