Innlent

80% nem­enda á Laugar­vatni eru í kór mennta­skólans

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
119 nemendur skólans eru í kórnum eða um 80% nemenda.
119 nemendur skólans eru í kórnum eða um 80% nemenda. Magnús Hlynur Hreiðarsson

Sjaldan eða aldrei hafa nemendur Menntaskólans að Laugarvatni hafi eins mikinn áhuga á að syngja í kór skólans eins og núna því 119 nemendur af 152 nemendum skólans eru í kórnum.

Það er rík hefð fyrir kór í Menntaskólanum að Laugarvatni, sem hefur komið fram í gegnum árin við allskonar tækifæri. Kórinn er alltaf mjög vinsæll hjá nemendum en aldrei jafn vinsæll og nú því næstum allir nemendur skólans er í kórnum en skólinn er heimavistar skóli.

„Kórinn er náttúruleg stolt okkar hérna í Menntaskólanum að Laugarvatni og fyrir 15 árum síðan fengum við kórstjórnenda, sem hætti vor, hana Eyrúnu Jónasdóttur og hún á svolítin veg og vanda af uppbyggingunni, sem hefur endað í því að við erum með 120 manna kór,“ segir Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari.

Stjórnandi kórsins, sem tók við honum í haust er Stefán Þorleifsson.

„Og hann fékk það verkefni að reyna kannski að vera örlítið leiðinlegur í haust á kynningum og koma kórnum, drauma talan var 67 því það er stærsta rútan hjá Gvendi Tyrfings en það tókst ekki. Hann fór úr 120 manns í 119,“ segir Jóna Katrín hlæjandi.

Jóna Katrín Hilmarsdóttir, skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni, sem er að vonum mjög montinn og ánægð með kór skólans.Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hvað er þetta stórt hlutfall nemenda?

„Þetta er núna um 80% nemenda en við erum með 156 nemendur í skólanum.“

Þetta er ótrúlega flottur og skemmtilegur kór, ertu ekki sammála  því?

„Já og svona ungar og bjartar raddir, þær eru á einhverju öðru leveli, á einhverju öðru sviði,“ segir skólameistarinn.

Það stendur mikið til hjá kórnum því það eru tónleikar framundan í Skálholtskirkju en kórinn verður með tvenna jólatónleika í Skálholti um helgina og skólameistarinn, segir magnað að hlusta á kórinn í kirkjunni.

„Og það er alveg dásamlegt að fara í Skálholt rétt fyrir jólin og heyra kórinn syngja í hæstu hæðum þar enda stórkostlegt sönghús“, segir Jóna Katrín.

Stjórnandi kórsins er Stefán Þorleifsson, en hann tók við honum í haust.Magnús Hlynur Hreiðarsson



Fleiri fréttir

Sjá meira


×