Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. nóvember 2025 14:27 Öllum heimilismönnum var komið út af reykfylltum göngunum á innan við fjórum mínútum. Vísir/Lýður Valberg Starfsmenn Hrafnistu brutu dyrakarm til að koma heimilismanni á hjúkrunarheimilinu við Sléttuveg í öruggt skjól þegar eldur kom upp. Rúm heimilismannsins hafi naumt komist út annars. Ríflega tuttugu íbúum var bjargað undan eldsvoðanum á innan við fjórum mínútum. Eldur kom upp í rafmagnstöflu á gangi hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg á þriðjudaginn síðasta og lagði reyk inn á gang. Rýma þurfti tvo ganga húsnæðisins þar sem 22 íbúar búa en rýmingin tókst með endemum vel og voru allir íbúar komnir í öruggt skjól áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir er forstöðukona hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg. Hún segir að hægt sé að koma rúmunum út um dyrnar við venjulegar aðstæður. „Það er ekki sett út á neinar brunavarnir hjá okkur varðandi þessi mál. Auðvitað er fólk í sjokki og adrenalínið fer í gang og hlutirnir eru ekki alveg eins og þú hafðir hugsað þér. Við erum búin að funda með slökkviliðinu og rannsóknarteyminu. Við viljum hafa allt hundrað prósent, þarna eru líf í húfi og fólk sem þarf að keyra út í rúmum og draga á dýnum,“ segir Valgerður. Talsvert tjón varð á göngunum tveimur og er deildin öll rafmagnslaus. Jafnframt er mikil sót og aska sem þarf að hreinsa. Hins vegar komust allir íbúar út heilir á húfi. „Það munar einhverjum millimetrum. Þú kemur rúminu út ef þú nærð að stýra því út. En þegar þú nærð ekki að einbeita þér að bilinu þá keyrirðu bara í gegn. Það er kannski fátið sem þau upplifa. Við erum búin að fara yfir það með þeim því þetta er náttúrlega vond tilfinning. En það er ekkert sem er ólöglegt eða ekki í lagi,“ segir Valgerður. Hún hrósar starfsfólki sínu upp í hástert fyrir frammistöðu sína við þessar gríðarlega krefjandi aðstæður og segir allt gert til að hlúa að starfsfólkinu enda hafi margir orðið fyrir áfalli. Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira
Eldur kom upp í rafmagnstöflu á gangi hjúkrunarheimilis Hrafnistu við Sléttuveg á þriðjudaginn síðasta og lagði reyk inn á gang. Rýma þurfti tvo ganga húsnæðisins þar sem 22 íbúar búa en rýmingin tókst með endemum vel og voru allir íbúar komnir í öruggt skjól áður en slökkviliðsmenn komu á vettvang. Valgerður Kristín Guðbjörnsdóttir er forstöðukona hjúkrunarheimilisins við Sléttuveg. Hún segir að hægt sé að koma rúmunum út um dyrnar við venjulegar aðstæður. „Það er ekki sett út á neinar brunavarnir hjá okkur varðandi þessi mál. Auðvitað er fólk í sjokki og adrenalínið fer í gang og hlutirnir eru ekki alveg eins og þú hafðir hugsað þér. Við erum búin að funda með slökkviliðinu og rannsóknarteyminu. Við viljum hafa allt hundrað prósent, þarna eru líf í húfi og fólk sem þarf að keyra út í rúmum og draga á dýnum,“ segir Valgerður. Talsvert tjón varð á göngunum tveimur og er deildin öll rafmagnslaus. Jafnframt er mikil sót og aska sem þarf að hreinsa. Hins vegar komust allir íbúar út heilir á húfi. „Það munar einhverjum millimetrum. Þú kemur rúminu út ef þú nærð að stýra því út. En þegar þú nærð ekki að einbeita þér að bilinu þá keyrirðu bara í gegn. Það er kannski fátið sem þau upplifa. Við erum búin að fara yfir það með þeim því þetta er náttúrlega vond tilfinning. En það er ekkert sem er ólöglegt eða ekki í lagi,“ segir Valgerður. Hún hrósar starfsfólki sínu upp í hástert fyrir frammistöðu sína við þessar gríðarlega krefjandi aðstæður og segir allt gert til að hlúa að starfsfólkinu enda hafi margir orðið fyrir áfalli.
Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Slökkvilið Reykjavík Mest lesið Banaslys á Hvolsvelli Innlent Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Innlent Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Þurfi að sannfæra flokkinn Innlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Fleiri fréttir Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Sjá meira