„Sonur minn er ekki tilraunadýr“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 13. október 2015 07:00 Fjölskyldan bjó á Ásbrú veturinn 2011-2012 og var sonur þeirra alvarlega veikur á tímabilinu. Fréttablaðið/Heiða Sandra Sif Rúnarsdóttir og fjölskylda fóru í mál við Háskólavelli vegna stúdentaíbúðar sem þau leigðu á Ásbrú veturinn 2011 til 2012. Sandra og ungur sonur hennar urðu alvarlega veik vegna myglusvepps en hún var heima í fæðingarorlofi á tímabilinu.Sandra Sif RúnarsdóttirGerð var krafa um að fá leiguna endurgreidda sem og bætur fyrir innbú fjölskyldunnar sem hefur verið í geymslu frá því þau fluttu úr íbúðinni. Héraðsdómur dæmdi að fjölskyldan fái húsaleiguna endurgreidda enda þyki það sannað að leigusali hafi vitað af rakaskemmdum í íbúðinni áður en fjölskyldan flutti inn. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir málið fordæmisgefandi. „Þetta er heilmikið fordæmi með tilliti til ábyrgðar leigusala. Ef húsnæði er leigt svona í upphafi leigusamnings getur leigjandi labbað út án leigugreiðslna.“Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurFjölskyldan fær aftur á móti ekki bætta búslóð sína heldur eingöngu greidd þrif á henni. Dómskvaddir matsmenn sögðu nokkuð líklegt að hægt væri að þrífa búslóðina og fór dómurinn eftir þeim orðum. Sandra Sif segir niðurstöðuna ákveðinn sigur en varðandi búslóðina sé leigufélagið látið njóta vafans, en ekki heilsa sonar hennar. Hún mun skoða áfrýjun. „Það hefur sannað sig að sumir einstaklingar verða svo veikir í myglunni að þeir geta aldrei verið í rými eða í kringum húsgögn sem hafa vott af myglugró í sér. Sonur minn dettur út um leið og hann fer í þannig umhverfi og verður mjög lasinn. Hann er í raun mannlegur myglumælir og ég mun ekki prófa hvort hann þoli að vera í kringum búslóðina aftur. Sonur minn er ekki tilraunadýr.“Hólmsteinn Brekkan„Ef þessu verður ekki hnekkt í Hæstarétti er þetta svaðalega fordæmisgefandi dómur. Bæði afgerandi og mikilvægur,“ segir Hómsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna. „Þetta er áfellisdómur á allt byggingareftirlit á Íslandi, alla byggingarfulltrúa og opinbert eftirlit með húsakosti.“ Hólmsteinn vonar að dómurinn veki leigusala til vitundar og hristi upp í kærunefnd húsamála.Gunnar Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi dóminn. Upptökuna má heyra í spilaranum að neðan. Tengdar fréttir Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Sandra Sif Rúnarsdóttir og fjölskylda fóru í mál við Háskólavelli vegna stúdentaíbúðar sem þau leigðu á Ásbrú veturinn 2011 til 2012. Sandra og ungur sonur hennar urðu alvarlega veik vegna myglusvepps en hún var heima í fæðingarorlofi á tímabilinu.Sandra Sif RúnarsdóttirGerð var krafa um að fá leiguna endurgreidda sem og bætur fyrir innbú fjölskyldunnar sem hefur verið í geymslu frá því þau fluttu úr íbúðinni. Héraðsdómur dæmdi að fjölskyldan fái húsaleiguna endurgreidda enda þyki það sannað að leigusali hafi vitað af rakaskemmdum í íbúðinni áður en fjölskyldan flutti inn. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaður fjölskyldunnar, segir málið fordæmisgefandi. „Þetta er heilmikið fordæmi með tilliti til ábyrgðar leigusala. Ef húsnæði er leigt svona í upphafi leigusamnings getur leigjandi labbað út án leigugreiðslna.“Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurFjölskyldan fær aftur á móti ekki bætta búslóð sína heldur eingöngu greidd þrif á henni. Dómskvaddir matsmenn sögðu nokkuð líklegt að hægt væri að þrífa búslóðina og fór dómurinn eftir þeim orðum. Sandra Sif segir niðurstöðuna ákveðinn sigur en varðandi búslóðina sé leigufélagið látið njóta vafans, en ekki heilsa sonar hennar. Hún mun skoða áfrýjun. „Það hefur sannað sig að sumir einstaklingar verða svo veikir í myglunni að þeir geta aldrei verið í rými eða í kringum húsgögn sem hafa vott af myglugró í sér. Sonur minn dettur út um leið og hann fer í þannig umhverfi og verður mjög lasinn. Hann er í raun mannlegur myglumælir og ég mun ekki prófa hvort hann þoli að vera í kringum búslóðina aftur. Sonur minn er ekki tilraunadýr.“Hólmsteinn Brekkan„Ef þessu verður ekki hnekkt í Hæstarétti er þetta svaðalega fordæmisgefandi dómur. Bæði afgerandi og mikilvægur,“ segir Hómsteinn Brekkan framkvæmdastjóri Leigjendasamtakanna. „Þetta er áfellisdómur á allt byggingareftirlit á Íslandi, alla byggingarfulltrúa og opinbert eftirlit með húsakosti.“ Hólmsteinn vonar að dómurinn veki leigusala til vitundar og hristi upp í kærunefnd húsamála.Gunnar Ingi mætti í Bítið á Bylgjunni í morgun og ræddi dóminn. Upptökuna má heyra í spilaranum að neðan.
Tengdar fréttir Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00 Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00 Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00 Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00 Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17 Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00 Mest lesið Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Innlent Fleiri fréttir Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Sjá meira
Var farin að halda að barnið væri greindarskert Fjölskylda sem bjó á Ásbrú fór í mál við leigufélagið vegna myglusvepps. Á átta mánuðum hrakaði heilsu ungbarns verulega þannig að það lét á sjá. 26. september 2015 07:00
Vel vitað að vinsæl einangrun veldur myglu: „Getum ekki bannað vissa aðferð“ Verkfræðingur segir vel vitað að ákveðin einangrunaraðferð bjóði myglu heim. Ekki hægt að stöðva slíkt, segir forstjóri Mannvirkjastofnunar. 7. október 2015 07:00
Þolendur myglusvepps bera einir kostnaðinn Mörg dæmi eru um að fjölskyldur missi allar sínar eigur vegna myglusvepps. 24. september 2015 07:00
Í einangrun í sumarbústað vegna myglusvepps Birgitta Braun getur ekki lifað eðlilegu lífi vegna myglusveppaveikinda. Hún er ein af mörgum sem eiga við alvarlegan heilsubrest að stríða en mæta skilningsleysi og ráðaleysi lækna. 1. október 2015 07:00
Fá tæpar 1,2 milljónir króna vegna myglu í leiguíbúð Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Háskólagarða ehf. til þess að endurgreiða fyrrverandi leigjendum leigu sem þau höfðu greitt vegna myglu sem greindist í húsnæðinu eftir að leigjendurnir fluttu inn. 12. október 2015 15:17
Myglusveppaþolendur hraktir úr vinnu Þeir sem veikjast vegna myglusvepps á vinnustað hafa lítil sem engin réttindi þegar það kemur að fjárhagstapi, heilsutjóni eða atvinnuöryggi. 5. október 2015 07:00