Hættir á þingi vegna deilna við Trump Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2025 10:15 Marjorie Taylor Greene ætlar að hætta á þingi í janúar og vísar hún til deilna við Donald Trump, forseta, sem ástæðu þess að hún ákvað að hætta. AP/John Bazemore Marjorie Taylor Greene, bandarísk þingkona sem lengi var ötull stuðningsmaður Donalds Trump, forseta Bandaríkjanna, hefur tilkynnt að hún ætli að láta af störfum. Er það í kjölfar þess að Trump fordæmdi hana og kallaði hana svikara vegna krafna hennar um birtingu Epstein-skjalanna svokölluðu. Hún hefur einnig farið gegn forsetanum þegar kemur að utanríkis- og heilbrigðismálum í Bandaríkjunum og hefur Trump farið mikinn gegn henni í kjölfarið. MTG, eins og hún er kölluð, sagði frá því á dögunum að henni hefði borist mikill fjöldi hótana að undanförnu. Sjá einnig: Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Í ávarpi sem hún birti í nótt sagði Greene að hún ætlaði að hætta á þingi í janúar og að hún vildi ekki að kjósendur í kjördæmi hennar í Georgíuríki þyrftu ekki að ganga gegnum „erfiða og hatursfulla“ forvalsbaráttu gegn henni sem Trump sagðist ætla að koma að. Hennar síðasti dagur á þingi verður fimmti janúar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, þurfa að boða til sérstakra kosninga innan tíu daga eftir að Greene hættir á þingi. Sá sem vinnur þær kosningar mun sitja út kjörtímabilið, sem endar í janúar 2027, og myndu þær fara fram áður en forvalið ætti að hefjast í maí. My message to Georgia’s 14th district and America.Thank you. pic.twitter.com/tSoHCeAjn1— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) November 22, 2025 MTG var lengi mikill stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar en hún var fyrst kjörin á þing árið 2020. Hún hefur verið mjög umdeild á þingi og hefur tekið þátt í að dreifa samsæriskenningum, eins og þeim sem kenndar eru við QAnon. Þær samsæriskenningar snúast meðal annars um að leynilegur hópur áhrifamikilla djöfladýrkenda og barnaníðinga drekki blóð barna til að halda sér ungum. Hún hefur einnig talað um að yfirvöld í Bandaríkjunum geti stjórnað veðrinu og að skógareldar í Kaliforníu hafi verið af gyðingum með leisigeislum úr geimnum. MTG hefur þar að auki tekið undir hugmyndir um að yfirvöld Bandaríkjanna hafi gert árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna árið 2001. Sjá einnig: Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan fetar nú sama veg og þó nokkrir aðrir andstæðingar Trumps innan Repúblikanaflokksins hafa fetað áður. Hinir Repúblikanarnir sem hafa hætt í flokknum vegna deilna við Trump, eða verið bolað úr flokknum, hafa þó tilheyrt hefðbundnari væng stjórnmálaflokksins. MTG er fyrsti MAGA-liðinn sem lendir í deilum sem þessum við forsetann. Í ávarpinu vísaði þingkonan til þess að hún hefði um árabil verið hliðholl Trump og fylgt honum í flestum málum. Það væri ósanngjarnt og rangt af honum að hafa farið gegn henni fyrir að vera ósammála honum. „Hollusta ætti að ganga í báðar áttir og við ættum að geta greitt atkvæði í takt við samvisku okkar og staðið fyrir hagsmunum kjördæma okkar.“ Þá sagðist hún einnig alltaf hafa verið litin hornauga í Washington DC og að hún hefði aldrei fallið í kramið þar. Leiðtogar stóðu í vegi hennar Blaðamenn vestanhafs hafa nefnt að rekja megi ósætti MTG við leiðtoga Repúblikanaflokksins til þess þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að reyna að velta öldungadeildarþingmanninum Jon Ossoff úr sessi í Georgíu í kosningunum á næsta ári. Hún sóttist eftir því en leiðtogarnir eru sagðir hafa meinað henni það af ótta við að hún gæti ekki unnið. Í júlí var svo sambærilega sögu að segja af vonum hennar um að geta orðið ríkisstjóri Georgíu. Hún hefur í kjölfarið verið gagnrýnin á Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, fyrir að hafa grafið undan þinginu og lúffað of mikið fyrir Trump. Í ávarpinu segir hún að þingið hafi að mestu verið sett á hliðarlínuna og lagafrumvörp hennar og annarra geri ekkert annað en að safna ryki. Engar atkvæðagreiðslur séu haldnar á þinginu, þar sem Johnson neiti að taka þau til umræðu. MTG sagði einnig í ávarpinu að Repúblikanar muni líklega missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í kosningunum í nóvember á næsta ári. Í kjölfarið yrði henni skipað að verja Trump gegn ákæru fyrir embættisbrot, eftir að hann hefði „af miklu hatri“ varið milljónum í að reyna að gera út af við pólitískan feril hennar. „Þetta er allt svo fáránlegt og lítilvægt.“ Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira
Hún hefur einnig farið gegn forsetanum þegar kemur að utanríkis- og heilbrigðismálum í Bandaríkjunum og hefur Trump farið mikinn gegn henni í kjölfarið. MTG, eins og hún er kölluð, sagði frá því á dögunum að henni hefði borist mikill fjöldi hótana að undanförnu. Sjá einnig: Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Í ávarpi sem hún birti í nótt sagði Greene að hún ætlaði að hætta á þingi í janúar og að hún vildi ekki að kjósendur í kjördæmi hennar í Georgíuríki þyrftu ekki að ganga gegnum „erfiða og hatursfulla“ forvalsbaráttu gegn henni sem Trump sagðist ætla að koma að. Hennar síðasti dagur á þingi verður fimmti janúar. Samkvæmt AP fréttaveitunni mun Brian Kemp, ríkisstjóri Georgíu, þurfa að boða til sérstakra kosninga innan tíu daga eftir að Greene hættir á þingi. Sá sem vinnur þær kosningar mun sitja út kjörtímabilið, sem endar í janúar 2027, og myndu þær fara fram áður en forvalið ætti að hefjast í maí. My message to Georgia’s 14th district and America.Thank you. pic.twitter.com/tSoHCeAjn1— Marjorie Taylor Greene 🇺🇸 (@mtgreenee) November 22, 2025 MTG var lengi mikill stuðningsmaður Trumps og MAGA-hreyfingarinnar en hún var fyrst kjörin á þing árið 2020. Hún hefur verið mjög umdeild á þingi og hefur tekið þátt í að dreifa samsæriskenningum, eins og þeim sem kenndar eru við QAnon. Þær samsæriskenningar snúast meðal annars um að leynilegur hópur áhrifamikilla djöfladýrkenda og barnaníðinga drekki blóð barna til að halda sér ungum. Hún hefur einnig talað um að yfirvöld í Bandaríkjunum geti stjórnað veðrinu og að skógareldar í Kaliforníu hafi verið af gyðingum með leisigeislum úr geimnum. MTG hefur þar að auki tekið undir hugmyndir um að yfirvöld Bandaríkjanna hafi gert árásirnar á Tvíburaturnana og Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna árið 2001. Sjá einnig: Sér eftir stuðningi við QAnon Þingkonan fetar nú sama veg og þó nokkrir aðrir andstæðingar Trumps innan Repúblikanaflokksins hafa fetað áður. Hinir Repúblikanarnir sem hafa hætt í flokknum vegna deilna við Trump, eða verið bolað úr flokknum, hafa þó tilheyrt hefðbundnari væng stjórnmálaflokksins. MTG er fyrsti MAGA-liðinn sem lendir í deilum sem þessum við forsetann. Í ávarpinu vísaði þingkonan til þess að hún hefði um árabil verið hliðholl Trump og fylgt honum í flestum málum. Það væri ósanngjarnt og rangt af honum að hafa farið gegn henni fyrir að vera ósammála honum. „Hollusta ætti að ganga í báðar áttir og við ættum að geta greitt atkvæði í takt við samvisku okkar og staðið fyrir hagsmunum kjördæma okkar.“ Þá sagðist hún einnig alltaf hafa verið litin hornauga í Washington DC og að hún hefði aldrei fallið í kramið þar. Leiðtogar stóðu í vegi hennar Blaðamenn vestanhafs hafa nefnt að rekja megi ósætti MTG við leiðtoga Repúblikanaflokksins til þess þegar hún lýsti því yfir að hún ætlaði ekki að reyna að velta öldungadeildarþingmanninum Jon Ossoff úr sessi í Georgíu í kosningunum á næsta ári. Hún sóttist eftir því en leiðtogarnir eru sagðir hafa meinað henni það af ótta við að hún gæti ekki unnið. Í júlí var svo sambærilega sögu að segja af vonum hennar um að geta orðið ríkisstjóri Georgíu. Hún hefur í kjölfarið verið gagnrýnin á Mike Johnson, forseta fulltrúadeildarinnar, fyrir að hafa grafið undan þinginu og lúffað of mikið fyrir Trump. Í ávarpinu segir hún að þingið hafi að mestu verið sett á hliðarlínuna og lagafrumvörp hennar og annarra geri ekkert annað en að safna ryki. Engar atkvæðagreiðslur séu haldnar á þinginu, þar sem Johnson neiti að taka þau til umræðu. MTG sagði einnig í ávarpinu að Repúblikanar muni líklega missa meirihluta sinn í fulltrúadeildinni í kosningunum í nóvember á næsta ári. Í kjölfarið yrði henni skipað að verja Trump gegn ákæru fyrir embættisbrot, eftir að hann hefði „af miklu hatri“ varið milljónum í að reyna að gera út af við pólitískan feril hennar. „Þetta er allt svo fáránlegt og lítilvægt.“
Bandaríkin Donald Trump Þingkosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Sjá meira