Yfirmatsmaður í máli Annþórs og Barkar: Lík fær ekki mar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2016 16:20 Annþór (annar frá hægri) og Börkur (annar frá vinstri) yfirgefa Héraðsdóm Suðurlands. Vísir Yfirmatsmaður annars vegar og réttarmeinafræðingur og undirmatsmaður hins vegar eru ekki sammála um hvernig þeir áverkar sem drógu Sigurð Hólm Sigurðsson til dauða eru tilkomnir. „Það getur gerst en það er mjög ósennilegt þegar maður sér líka að það eru engin meiðsli á búk, eða vöðvum eða fituvef þarna í kring,“ sagði Sidsel Rogde, professor í réttarmeinafræði við Háskólann í Ósló, í Héraðsdómi Suðurlands í dag þar sem aðalmeðferð fer fram í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sem sakaðir eru um árás sem leiddi til dauða Sigurðar Hólm Gunnarssonar. Sidsel er yfirmatsmaður í málinu en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari spurði hvort hún drægi þessa ályktun á grundvelli þess að ytri áverka vanti? „Já. Þegar ég sé þessi meiðsl á milta sé ég yfirleitt líka meiðsl á öðrum líffærum og ytri áverka líka.“ Helgi Magnús vildi fá að vita hvort hún hefði einhvern tíma krufið mann sem hefur dáið af blæðingu úr milta? „Ég hef framkvæmt þúsund skoðanir en ekki upplifað að hafa séð þannig skaða á milta sem er ekki sýkt eins og í þessu tilfelli.“ Vitnaði hún til þess að engum öðrum meiðslum sé lýst í skýrslu réttarmeinafræðingsins en á miltanu sjálfu. Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, vildi vita hvort hún teldi Sigurð Hólm hefði getað hafa látist af völdum lyfjaneyslu ofan í slæmt heilsufar. Sagði hún að eiturefnaskýrslur hefðu sýnt fram á að hann hafi ekki dáið úr eitrun. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs Karlssonar, vildi fá að vita hvort hún útilokaði að þessir áverkar hefðu getað komið til við fall. „Það fer eftir því hvernig það var umhorfs í herberginu, hvort það hafi verið einhver hlutur til að detta á. Ég segi enn og aftur, ef þessi skaði er tilkominn sem skaði eða áður en hann dó þá hefði það átt að sjást utan á honum,“ sagði hún. En passar þetta við endurlífgunartilraun? „Já.“ Og þessir tveir lítrar í kviðarholi, þú metur að það passi við hjartahnoð í 45-50 mínútur, spurði Hólmgeir. „Já mér finnst það mest líklegt.“ Bæði dómari og saksóknari vildu þá fá að vita hvort að lífgunartilraunir sem leiddu af sér þessa áverka myndu ekki skilja eftir sig ytri áverka, alveg eins og ef um högg hefði verið að ræða. Það vildi hún ekki meina og sagði að lík fengi ekki mar. Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. 28. janúar 2016 16:26 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Tjónið var unnið að manninum lifandi“ Réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufningu á Sigurði Hólm mætti fyrir dóm. 29. janúar 2016 15:13 Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Yfirmatsmaður annars vegar og réttarmeinafræðingur og undirmatsmaður hins vegar eru ekki sammála um hvernig þeir áverkar sem drógu Sigurð Hólm Sigurðsson til dauða eru tilkomnir. „Það getur gerst en það er mjög ósennilegt þegar maður sér líka að það eru engin meiðsli á búk, eða vöðvum eða fituvef þarna í kring,“ sagði Sidsel Rogde, professor í réttarmeinafræði við Háskólann í Ósló, í Héraðsdómi Suðurlands í dag þar sem aðalmeðferð fer fram í máli ríkissaksóknara gegn Annþóri Karlssyni og Berki Birgissyni sem sakaðir eru um árás sem leiddi til dauða Sigurðar Hólm Gunnarssonar. Sidsel er yfirmatsmaður í málinu en Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari spurði hvort hún drægi þessa ályktun á grundvelli þess að ytri áverka vanti? „Já. Þegar ég sé þessi meiðsl á milta sé ég yfirleitt líka meiðsl á öðrum líffærum og ytri áverka líka.“ Helgi Magnús vildi fá að vita hvort hún hefði einhvern tíma krufið mann sem hefur dáið af blæðingu úr milta? „Ég hef framkvæmt þúsund skoðanir en ekki upplifað að hafa séð þannig skaða á milta sem er ekki sýkt eins og í þessu tilfelli.“ Vitnaði hún til þess að engum öðrum meiðslum sé lýst í skýrslu réttarmeinafræðingsins en á miltanu sjálfu. Sveinn Guðmundsson, verjandi Barkar, vildi vita hvort hún teldi Sigurð Hólm hefði getað hafa látist af völdum lyfjaneyslu ofan í slæmt heilsufar. Sagði hún að eiturefnaskýrslur hefðu sýnt fram á að hann hafi ekki dáið úr eitrun. Hólmgeir Elías Flosason, verjandi Annþórs Karlssonar, vildi fá að vita hvort hún útilokaði að þessir áverkar hefðu getað komið til við fall. „Það fer eftir því hvernig það var umhorfs í herberginu, hvort það hafi verið einhver hlutur til að detta á. Ég segi enn og aftur, ef þessi skaði er tilkominn sem skaði eða áður en hann dó þá hefði það átt að sjást utan á honum,“ sagði hún. En passar þetta við endurlífgunartilraun? „Já.“ Og þessir tveir lítrar í kviðarholi, þú metur að það passi við hjartahnoð í 45-50 mínútur, spurði Hólmgeir. „Já mér finnst það mest líklegt.“ Bæði dómari og saksóknari vildu þá fá að vita hvort að lífgunartilraunir sem leiddu af sér þessa áverka myndu ekki skilja eftir sig ytri áverka, alveg eins og ef um högg hefði verið að ræða. Það vildi hún ekki meina og sagði að lík fengi ekki mar.
Mál Annþórs og Barkar Dómsmál Tengdar fréttir Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52 Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. 28. janúar 2016 16:26 Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18 Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05 Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35 "Tjónið var unnið að manninum lifandi“ Réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufningu á Sigurði Hólm mætti fyrir dóm. 29. janúar 2016 15:13 Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48 Mest lesið Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Erlent Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Erlent Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent VG og Sanna sameina krafta sína Innlent Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Innlent Fleiri fréttir VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Sjá meira
Sigurður sagði lögreglumanni að hann hefði stungið Annþór með sprautunál Sigurður Hólm Sigurðsson sagði lögreglumanni þann 3. apríl 2012 að þeir Annþór Kristján Karlsson og Börkur Birgisson hefðu reynt að kúga sig til að brjótast inn fyrir þá. 28. janúar 2016 15:52
Sigurður kom í fangelsið nánast beint „af götunni“ Enginn þeirra fangavarða eða sjúkraflutningamanna sem báru vitni sögðust hafa orðið varir við eitthvað óvenjulegt í tengslum við andlát Sigurðar inni í klefa hans. 28. janúar 2016 16:26
Börkur segist hafa fengið morðhótun í eldhúsinu á Litla-Hrauni eftir að Sigurður lést "Ég meina, hann er náttla dæmdur morðingi og maður veit aldrei upp á hverju þessir menn taka,“ sagði Börkur Birgisson en Elís Helgi Ævarsson hlaut 16 ára dóm fyrir morð árið 2000. 28. janúar 2016 12:18
Gerðu nákvæma eftirlíkingu af klefa Sigurðar á Litla-Hrauni "Við skoðuðum allt sem hugsanlega hefði verið hægt að ganga á, eða reka sig í, eða detta ofan á,“ segir Þóra Steinunn Steffensen, dómskvaddur matsmaður í máli Annþórs Karlssonar og Barkar Birgissonar. 29. janúar 2016 15:05
Segir að Sigurður hafi verið hræddur við Annþór og Börk þegar hann kom í fangelsið "Ég talaði því við Anna og spurði hvort þeir myndu ekki láta hann í friði. Siggi myndi borga það sem hann skuldaði þeim og Anni tók í höndina á mér og sagðist ætla að láta hann í friði,” sagði Elís Helgi Ævarsson. 28. janúar 2016 14:35
"Tjónið var unnið að manninum lifandi“ Réttarmeinafræðingurinn sem framkvæmdi krufningu á Sigurði Hólm mætti fyrir dóm. 29. janúar 2016 15:13
Niðurstaða rannsóknar á upptökunni: Annþór og Börkur sýndu ógnandi burði gagnvart Sigurði Hart var deilt um skýrslu íslenskra matsmanna í dómssal í morgun og erlendur sérfræðingur kallaður til að segja sína skoðun á málinu. 29. janúar 2016 12:48