Hreindýrin við húsdyrnar hjá prestinum í allt sumar Kristján Már Unnarsson skrifar 15. september 2016 21:15 Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Hreindýr hafa í sumar haldið sig í byggð á tveimur stöðum í Breiðdal, við Breiðdalsvík og Heydali. Þessi hegðun þykir afar óvenjuleg þar sem hreindýrin eru yfirleitt hátt uppi á fjöllum og víðsfjarri mannabyggðum um þetta leyti árs. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Gunnlaug Stefánsson, sóknarprest og fyrrverandi alþingismann í Heydölum. Ferðamenn á leið um Breiðdal í sumar hafa rekið upp stór augu að sjá óvænt hreindýr rétt við þjóðveginn. Tvo tarfa sáum við í fjörunni rétt utan við Breiðdalsvík í landi Snæhvamms. Ferðamenn standast ekki mátið að stíga út úr bílnum og ná af þeim myndum. Það vakti athygli okkar hvað hreindýrin voru spök og létu ferðamennina ekkert trufla sig. Þegar við svo ókum inn í sveitina sáum við aðra tvo tarfa við kirkjustaðinn Heydali. Sóknarpresturinn Gunnlaugur Stefánsson segir okkur að dýrin hafi haldið sig á túnum prestssetursins í allt sumar. „Þetta er nýtt að við skulum hafa þau hér yfir sumartímann, hérna bara alveg við bæinn, bókstaflega, vegna þess að þau eru hérna bara við húsdyrnar mínar á morgnana þegar ég kem út,” segir Gunnlaugur.Þessir tveir tarfar hafa haldið sig við prestssetrið í Heydölum í sumar.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.Um þetta leyti árs eru hreindýrin yfirleitt stygg og halda sig á fjöllum Austurlands og fjarri mannabyggðum. Þau eru hins vegar gæfari yfir vetrartímann og koma þá oft til byggða. „Venjulega eru hér í kringum okkur síðla vetrar hátt í hundrað dýr, sem eru hérna í kring, - á túnunum í kringum bæinn. Þessir tveir tarfar urðu viðskila við hópinn og fóru ekki til fjalla með þeim og hafa verið hér síðan, og eru miklir vinir okkar, og eru til þess að gera bara spakir. Okkur finnst við þekkja þá, og þeir þekkja okkur, - finnst okkur, - allavega bílana okkar. Þegar við keyrum framhjá þeim á okkar bílum þá haggast þeir ekki. Og veri þeir bara hjartanlega velkomnir að vera hér áfram,” segir presturinn og þingmaðurinn fyrrverandi.Hreindýr hafa verið á beit í fjörunni við Breiðdalsvík, skammt frá þjóðveginum, ferðamönnum til ómældrar ánægju.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson.
Tengdar fréttir Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37 Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53 Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03 Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Með heila hreindýrahjörð í garðinum "Það fyrsta sem ég sá í gæmorgun var hreindýrshaus við gluggann hjá mér. Það var óneitanlega svolítið skrýtið.“ 24. apríl 2016 13:37
Keyrt á þrjátíu til fjörutíu hreindýr á ári Lögreglumaður á Höfn segir bílstjóra þurfa að láta lögreglu vita ef þeir keyra á dýr. Keyrt var á 105 kindur í sýslunni í fyrrasumar. 9. febrúar 2016 16:53
Hreindýr liggja dauð sem hráviði í Suðursveit Fjögur hreindýr dauð við þjóðveginn milli Hafnar og Jökulsárlóns. 9. febrúar 2016 11:03