Secret Solstice fær alþjóðlegan gæðastimpil: Allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á grænum aflgjafa Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2016 16:39 Hér er framleidd græn orka á Hellisheiði. vísir/solstice Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum. Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira
Að vera tónlistarhátíð á heimsmælikvarða og að vera umhverfisvænn viðburður helst oft ekki í hendur. Margir stærstu viðburðir heimsins eru þekktir fyrir að vera óhagkvæmir þegar það kemur að orkunotkun og jafnvel skaðlegir umhverfi sínu. Tónlistarhátíðin Secret Solstice leggur hinsvegar ríka áherslu á umhverfismál og hefur nú hlotið hinn alþjóðlega CarbonNeutral® gæðastimpil sem þýðir að allt CO2 sem verður til af völdum hátíðarinnar auk alls úrgangs verður jafnað út með hágæða kolefnisjafnara sem að tónlistarhátíðin hefur fjárfest í frá regnskógarverndunarstofnun í Madagaskar. Nú mun hátíðin leggja sitt að mörkum í að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið og stuðla að sjálfbærni hátíðarinnar. Skipuleggjendur leggja mikla áherslu á umhverfismál. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsvarsmönnum Secret Solstice. Þar segir að hátíðin ætli ekki að stoppa með kolefnisjafnaranum heldur sé ógrynni annarra verkefna sem hátíðin vinnur nú að til þess að gera hana umhverfisvænni. Ísland hefur að geyma meðal virkustu eldstöðva í heimi og framleiðir gífurlegt magn af endurnýjanlegum jarðvarma. Secret Solstice ætlar sér að virkja þessa náttúruauðlind og verður allt rafmagn á hátíðarsvæðinu keyrt á þessum græna aflgjafa. Framleiðslustjóri Secret Solstice 2016, Giles Bristow hefur starfað fyrir sumar af stærstu tónlistarhátíðum heims í gegnum fyrirtækið Acute Audio Productions en hann telur Secret Solstice vera einstakt dæmi í notkun endurnýjanlegrar orku. ,,Öll orka sem notuð hefur verið til þess knýja Secret Solstice síðustu tvö ár hefur verið jarðhitarafmagn sem framleitt var á staðnum,’’ segir Bristow. ,,Þetta voru fyrstu útiviðburðir sem ég hef framleitt þar sem ekki einn dropi af díselolíu var notaður til þess að keyra hvorki hljóðkerfi, sviðslýsingu né neina sviðsframleiðslu.’’ Tónlistarhátíðin hefur einnig hafið svokallað ‘grænt’ samstarf við Toyota á Íslandi þar sem bílaframleiðandinn, sem er mjög framarlega á sviði umhverfismála, mun veita hátíðinni aðgang að sínum nýjustu ‘hybrid’ bílum í níu mánaða skeið til þess að minnka kolefnisfótspor hátíðarinnar enn frekar. Þegar það kemur að endurvinnslu þá mun Secret Solstice skipuleggja allsherjar svæðisáætlun hvað varðar úrgang á hátíðinni, með það efst í huga að nýta öll þau efni sem að verða notuð í fremsta magni. Samstarfsaðili hátíðarinnar Icelandic Glacial munu einnig útvega hátíðinni hundruðir af sérstökum ruslafötum sem að brotna niður í náttúrunni. „Vitandi að við séum að láta gott af okkur leiða í að lágmarka áhrif Secret Solstice á jörðinni er stórt mál fyrir okkur," segir framkvæmdarstjóri Secret Solstice, Friðrik Ólafsson. „Við erum stolt af því að hafa Natural Capital Partners um borð til að hjálpa okkur að vega upp á móti losun gróðurhúsalofttegunda okkar í fyrsta skipti til að gera hátíðina á þessu ári eins umhverfisvæna og við mögulega getum.” Secret Solstice hátíðin verður haldin í þriðja sinn dagana 16. - 19. júní í Reykjavík. Hljómsveitir á borð við Radiohead, Deftones, Of Monsters And Men, Die Antwooed munu koma fram ásamt fjölda annarra listamanna. Miðaverð á hátíðina er 24.900 og hægt að nálgast miða á www.tix.is. Aðstandendur benda einnig áhugasömum á að nú sé opið fyrir umsóknir varðandi sjálfboðastörf í tengslum við hátíðina inn á heimasíðu hátíðarinnar secretsolstice.is. Þeir sem eru sérstaklega áhugasamir um hátíðina eru hvattir til þess að fylgja henni á Snapchat undir notendanafninu SecretSolstice þar sem birtar eru fyrstu fréttir af komandi hljómsveitum og nýjungum á hátíðinni áður en þær birtast á öðrum miðlum.
Mest lesið „Fólk hló og grét til skiptis“ Lífið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Litlu munaði að þyrlan hrapaði Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Fleiri fréttir Litlu munaði að þyrlan hrapaði „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Sjá meira