Hugsanlegt að uppskipunarbann verði að veruleika sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 5. mars 2016 13:32 Vilja koma í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum. Vísir/Vilhelm Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“ Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Kolbeinn Gunnarsson,formaður Verkalýðsfélagsins Hlífar, segir verkalýðsfélög erlendis reiðubúin til að styðja við verkfallsaðgerðir starfsmanna álversins í Straumsvík. Til greina komi að uppskipunarbann verði sett á í Hollandi en að frekari ákvarðanir um málið verði teknar á næstu dögum. „Þetta er í skoðun. Það þarf að taka ákvörðun með samninganefndinni í heild sinni og trúnaðarráðinu en menn eru að skoða þessar leiðir. Þessir aðilar erlendis hafa haft samband við okkur og eru sjálfsagt til í að styðja okkur ef þarf á því að reyna,“ segir Kolbeinn.Sjá einnig:ÍSAL óttast uppskipunarbann í Hollandi Verkalýðsfélög á Íslandi hafa þegar haft samband við Flutningasamband verkamanna og óskað eftir því að komið verði í veg fyrir uppskipun áls frá Íslandi í erlendum höfnum, þ.e í Rotterdam í Hollandi. Flutningaskip með tæpum fjögur þúsund tonnum af áli fór frá Straumsvíkurhöfn í gær. „Ég er ekki svo viss um að það gerist með þennan farm. Þetta er náttúrulega lögleg aðgerð miðað við hvernig sýslumaður setti þetta fram. Þá verða þeir að fara löglega í því líka og boða uppskipunarbann með þeim leikreglum og lögum sem eru úti, en maður þekkir þær ekki alveg í hörgul.“ Aðspurður segir hann ákvarðanir um næstu skref verða teknar á næstu sólarhringum. „Ég reikna með því að við vinnum þessa vinnu hérna og ræðum þessi mál í okkar samninganefnd og förum svo yfir stöðuna.“ Þá segir hann koma til greina að grípa til annarra aðgerða. „Þó þessi útskipun hafi gengið vel og annað þá eru menn að skoða aðrar leiðir og það er margt í spilunum sem hægt er að gera. En ég held að við verðum að láta tímann líða, taka eitt skref í einu og sjá hvað hægt er að gera,“ segir Kolbeinn. Mestu máli skipti að fá deiluaðila að samningaborðinu. „Ég vona að menn fari að vakna til lífsins og fari að skoða alvarleika stöðunnar. Það er ekki þannig að menn nái öllu sínu fram við gerð kjarasamninga og ég held að atvinnurekendur þurfi að hugsa það líka.“
Kjaradeila í Straumsvík Kjaramál Verkfall 2016 Tengdar fréttir Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31 Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18 Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13 Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Halda áfram að ræða veiðigjöldin Innlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Fleiri fréttir Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Sjá meira
Ummæli formannsins um álversdeiluna vart svaraverð Talsmaður álversins í Straumsvík gefur lítið fyrir orð formanns Vélstjóra og málmtæknimanna. 5. mars 2016 11:31
Harðorður í garð milljónamæringa sem ganga í störfin Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, fordæmir vinnu Rannveigar Rist og Katrínar Pétursdóttur. 4. mars 2016 15:18
Ísal óttast uppskipunarbann í Hollandi Upplýsingafulltrúi Ísal segir útskipun yfirmanna fyrirtækisins í Straumsvíkurhöfn ganga vel. 3. mars 2016 14:13
Álið farið frá Straumsvík Upplýsingafulltrúi Rio Tinto segir viðskiptavini hafa afpantað ál vegna kjaradeilunnar. 4. mars 2016 16:18