Viðskipti innlent

Álið farið frá Straumsvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Straumsvík
Frá Straumsvík Vísir/Vilhelm

Stjórnendur álversins í Straumsvík hafa nú lokið starfi sínu við útskipun á áli. Þeir tóku starfið af sér vegna verkfalls. Flutningaskipið er nú á leið til Rotterdam en það er ekki með allt álið sem til stóð að flytja. 

Ólafur Teitur Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að bróðurpartur þess áls sem átti að flytja hafi verið lestaður um borð í skipið. Ekki allt. Hann segir tjón fyrirtækisins þó ekki afmarkast af því hve mikið hafi farið um borð í flutningaskipið.

„Við finnum fyrir miklu óöryggi hjá viðskiptavinum okkar með framhaldið og það hefur verið eitthvað um að verið sé að afpanta frá okkur inn í framtíðina.“

Alls máttu 19 stjórnendur fyrirtækisins lesta skipið og Ólafur segir stóran hluta þeirra hafa tekið þátt í vinnunni. 

„Við leggjum höfuðáherslu á að komast að einhverjum samningum í þessari langvinnu deilu. Við teljum að það sé allar forsendur til þess til staðar.“


Tengdar fréttir

Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag

Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna.

Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík

Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
2,84
50
304.659
BRIM
0,9
4
13.951
REITIR
0,54
6
97.741
EIM
0,53
3
22.430
MAREL
0,49
15
329.308

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
-1,82
5
37.198
KVIKA
-1,49
6
94.217
ICESEA
-0,92
5
8.654
SYN
-0,91
3
26.200
HEIMA
-0,86
4
3.247
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.