Viðskipti innlent

Álið farið frá Straumsvík

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá Straumsvík
Frá Straumsvík Vísir/Vilhelm
Stjórnendur álversins í Straumsvík hafa nú lokið starfi sínu við útskipun á áli. Þeir tóku starfið af sér vegna verkfalls. Flutningaskipið er nú á leið til Rotterdam en það er ekki með allt álið sem til stóð að flytja. Ólafur Teitur Gunnarsson, upplýsingafulltrúi Rio Tinto Alcan á Íslandi, segir að bróðurpartur þess áls sem átti að flytja hafi verið lestaður um borð í skipið. Ekki allt. Hann segir tjón fyrirtækisins þó ekki afmarkast af því hve mikið hafi farið um borð í flutningaskipið.„Við finnum fyrir miklu óöryggi hjá viðskiptavinum okkar með framhaldið og það hefur verið eitthvað um að verið sé að afpanta frá okkur inn í framtíðina.“Alls máttu 19 stjórnendur fyrirtækisins lesta skipið og Ólafur segir stóran hluta þeirra hafa tekið þátt í vinnunni. „Við leggjum höfuðáherslu á að komast að einhverjum samningum í þessari langvinnu deilu. Við teljum að það sé allar forsendur til þess til staðar.“


Tengdar fréttir

Yfirmenn Ísal skipa út áli í dag

Upplýsingafulltrúi Ísal reiknar með að yfirmönnum muni takast að skipa út að minnsta kosti hluta þess áls sem á að fara til útlanda. Formaður Hlífar efast um getu yfirmannanna.

Rannveig Rist við hafnarvinnu í Straumsvík

Útskipun áls hófst við höfnina í Straumsvík um klukkan tvö í dag en samkvæmt úrskurði sýslumannsins á höfuðborgarsvæðinu frá því í gærkvöldi mega 15 stjórnendur ISAL ganga í störf hafnarverkamanna sem lögðu niður störf í liðinni viku.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
MAREL
0,6
29
368.636
VIS
0,47
15
98.579
FESTI
0,35
5
29.568
HAGA
0
4
38.270
ARION
0
4
34.254

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-4,89
29
262.067
ICEAIR
-2,63
32
25.702
ORIGO
-2,05
10
46.407
SKEL
-1,65
6
26.119
LEQ
-1,04
1
2.719
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.