Hátíð fyrir alla bíófíkla Magnús Guðmundsson skrifar 2. apríl 2016 11:30 Atriði úr ensku myndinni Stolen Path. Í gærkvöldi hófst allsérstæð alþjóðleg kvikmyndahátíð í Bíói Paradís þar sem sýndar verða einar tíu kvikmyndir á aðeins þremur dögum. Hátíð kallast Reykjavík World Film Festival en sérkenni hátíðarinnar felst ekki síst í því að myndirnar koma nokkuð víða að en þó eru tvær myndanna frá Bandaríkjunum, Daddy og Leaves of the Tree, tvær frá Rússlandi, Pechorin og Star, og tvær frá Spáni, þær Candela og Escapes. Aðrar myndir eru In Your Arms frá Danmörku, Agnus Dei frá Kósóvó, Black Mud frá Kanada og Stolen Path frá Englandi.Atriði úr rússnesku myndinni Star.Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á kvikmyndir sem talið er að muni hafa víðtæk áhrif á kvikmyndaheiminn og þar á meðal yngstu og komandi kynslóðir kvikmyndagerðarmanna. Þetta er því einstaklega spennandi hátíð fyrir þá allra áhugasömustu um hvað er helst á döfinni enda er boðið upp á afar fjölbreytt úrval kvikmynda. Þannig er hér á ferðinni kvikmyndahátíð sem færir fólk saman í að uppgötva stórkostlegar kvikmyndir í alþjóðlegu samhengi. Hátíðin hefur ferðast víða, m.a. til New York, Los Angeles, Toronto, Hong Kong, Singapúr, Brisbane, Rómar, Berlínar, Amsterdam og Vínarborgar við gríðarlegar vinsældir. Hátíðinni er ætlað að koma kvikmyndamenningu víðsvegar að úr heiminum á framfæri þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í gærkvöldi hófst allsérstæð alþjóðleg kvikmyndahátíð í Bíói Paradís þar sem sýndar verða einar tíu kvikmyndir á aðeins þremur dögum. Hátíð kallast Reykjavík World Film Festival en sérkenni hátíðarinnar felst ekki síst í því að myndirnar koma nokkuð víða að en þó eru tvær myndanna frá Bandaríkjunum, Daddy og Leaves of the Tree, tvær frá Rússlandi, Pechorin og Star, og tvær frá Spáni, þær Candela og Escapes. Aðrar myndir eru In Your Arms frá Danmörku, Agnus Dei frá Kósóvó, Black Mud frá Kanada og Stolen Path frá Englandi.Atriði úr rússnesku myndinni Star.Markmið hátíðarinnar er að bjóða upp á kvikmyndir sem talið er að muni hafa víðtæk áhrif á kvikmyndaheiminn og þar á meðal yngstu og komandi kynslóðir kvikmyndagerðarmanna. Þetta er því einstaklega spennandi hátíð fyrir þá allra áhugasömustu um hvað er helst á döfinni enda er boðið upp á afar fjölbreytt úrval kvikmynda. Þannig er hér á ferðinni kvikmyndahátíð sem færir fólk saman í að uppgötva stórkostlegar kvikmyndir í alþjóðlegu samhengi. Hátíðin hefur ferðast víða, m.a. til New York, Los Angeles, Toronto, Hong Kong, Singapúr, Brisbane, Rómar, Berlínar, Amsterdam og Vínarborgar við gríðarlegar vinsældir. Hátíðinni er ætlað að koma kvikmyndamenningu víðsvegar að úr heiminum á framfæri þar sem fjölbreytnin er í fyrirrúmi.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira