Táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. apríl 2016 11:15 María stundar mastersnám í London, semur og syngur en kom heim til að vera viðstödd frumflutning Guðnýjarljóða. Vísir/Stefán „Ég hef lengi samið tónlist og oft sungið djass, bæði með böndum og í eigin nafni en þetta er miklu stærra og verður að hugsjónaverkefni af því að áhugaverð saga er á bak við.“ Þetta segir María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, um ókeypis menningarviðburð í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 15. Þar mun Kvennakórinn Katla syngja þrjú ný lög eftir Maríu við ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836) sem átti erfiða ævi og var ein þeirra kvenna sem ekki fengu notið sín sem skáld í lifanda lífi. Helga Kress bókmenntafræðingur og María Ellingsen leikkona sem hafa kynnt sér líf og ljóð Guðnýjar koma þar líka fram. María hafði nýlokið prófi í djassi frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi í fyrravor þegar hún sá grein um þöggun skáldkvenna eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Hún snart hana svo að hún leitaði uppi allt sem hún fann um Guðnýju. „Mig langaði að semja fyrir kvennakór og hafði heyrt af Kötlu sem er skipaður ungum konum. Fyrst var ég að hugsa um nýstárlegar útsetningar en svo urðu lögin næstum sálmaleg því það hentar ljóðunum. Ég táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg og veit að efnið tekur á stelpurnar í kórnum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl. Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
„Ég hef lengi samið tónlist og oft sungið djass, bæði með böndum og í eigin nafni en þetta er miklu stærra og verður að hugsjónaverkefni af því að áhugaverð saga er á bak við.“ Þetta segir María Magnúsdóttir, söngkona og tónskáld, um ókeypis menningarviðburð í Listasafni Íslands á morgun, sunnudag, milli klukkan 14 og 15. Þar mun Kvennakórinn Katla syngja þrjú ný lög eftir Maríu við ljóð Guðnýjar Jónsdóttur frá Klömbrum (1804-1836) sem átti erfiða ævi og var ein þeirra kvenna sem ekki fengu notið sín sem skáld í lifanda lífi. Helga Kress bókmenntafræðingur og María Ellingsen leikkona sem hafa kynnt sér líf og ljóð Guðnýjar koma þar líka fram. María hafði nýlokið prófi í djassi frá Konunglega listaháskólanum í Haag í Hollandi í fyrravor þegar hún sá grein um þöggun skáldkvenna eftir Magneu J. Matthíasdóttur. Hún snart hana svo að hún leitaði uppi allt sem hún fann um Guðnýju. „Mig langaði að semja fyrir kvennakór og hafði heyrt af Kötlu sem er skipaður ungum konum. Fyrst var ég að hugsa um nýstárlegar útsetningar en svo urðu lögin næstum sálmaleg því það hentar ljóðunum. Ég táraðist við að semja lögin því ljóðin eru svo sorgleg og veit að efnið tekur á stelpurnar í kórnum.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. apríl.
Menning Mest lesið Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Lífið Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Leikjavísir Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Lífið Skúli og Gríma fengu sér hund Lífið Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns Lífið Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Lífið Batinn á vefjagigt kom úr óvæntri átt Lífið samstarf Aldrei verið eins einfalt að bóka tíma Lífið samstarf Fleiri fréttir „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira