Lífið eftir prófin Guðrún Jóna Stefánsdóttir og Stefán Þór Hjartarson skrifa 12. maí 2016 15:15 Það er mikilvægt að finna sér eitthvað við hæfi að gera eftir stressfyllta prófatörn. Vísir/Getty Logi Pedro býður ætið upp á góðgæti fyrir alla djammara landsins.Vísir/Ernir Djammarinn - Rapp í Reykjavík hátíðin Um næstu helgi fer tónlistarhátíðin Rapp í Reykjavík framá Húrra þar sem nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins munu spila og Djammarinn getur varla látið sig vanta þar.- RVK Soundsystem Sömu helgi verður RVK Soundsystem kvöld á Paloma á Laugardeginum og Djammarinn gæti auðveldlega læðst útaf Húrra og skroppið yfir á þetta sívinsæla fastakvöld.- Logi Pedro á Prikinu Djammarinn verður að skella sér á Prikið og upplifa Loga Pedro á heimavelli sem er nánast trúarleg upplifun. Allir djammarar landsins verða þarna.- Flöskuborð á B5 Djammarinn er kannski fátækur námsmaður en hann þekkir aðra djammara sem leggja í púkk fyrir VIP-reynsluna á B5.Sjósund er gríðarlega góð leið til að kæla sig niður eftir prófin.Vísir/Völundur JónssonÚtivistartýpan- Ganga Laugaveginn Útivistartýpan gæti nýtt sér allan frítímann sinn og látið loks verða af því að ganga Laugaveginn, en þetta er auðvitað ein besta gönguleið heimsins.- Sjósund Eftir mikið stress og lítinn svefn prófatarnarinnar er gott að skella sér út í sjó og kæla sig niður.- Snorkla í Silfru Ef Nauthólsvíkin er ekki nógu mikil náttúra fyrir Útivistartýpuna gæti verið gott að skella sér í snorkl í Silfru, upplifun sem Útivistartýpan getur sko ekki látið fram hjá sér fara.- Brimbretti Fólk er víst farið að skella sér á brimbretti hér á landi og Útivistartýpan má nú ekki láta það hjá líða, auk þess sem það sameinar sjósund, snorkl og adrenalínfíknina.Það er hrikalegt að rífa í járnin í ólympískum lyftingum eftir prófin.Vísir/AntonÍþróttafríkið- Námskeið í ólympískum lyftingum Lyftingar verða sífellt vinsælli eins og Íþróttafríkið veit vel. Það væri því ekki vitlaust að skella sér á námskeið í ólympískum lyftingum til að færa áhugann á næsta stig.- BJJ Íþróttafríkið þarf að prófa allt og brasilískt jiu jitsu er tiltölulega ný íþrótt í hugum fólks hér á landi. Það væri tilvalið að skella sér í Mjölni eftir prófatíðina og láta nokkra tappa út.- Hjólreiðar Það virðast allir vera í spandexgalla á hjóli í dag og er það alveg kjörið fyrir Íþróttafríkið. Nokkrir kílómetrar eftir síðasta próf og málið er dautt.- Jóga Það væri ekki vitlaust að skella sér í jóga eftir prófin - Íþróttafríkið elskar að taka á því en eftir prófatörn getur verið gott að taka einn eða tvo jógatíma til að koma hausnum niður á jörðina.Sumir vilja henda sér beint upp í sófa eftir prófin og það er bara allt í lagi.Vísir/GettyInnipúkinn- Loksins klárað House of Cards Innipúkinn mun grafa sig undir teppi og horfa á House of Cards eða Better Call Saul í nokkra sólarhringa samfleytt.- Bað Hvað er betra en lavenderolía og kertaljós í sjóðheitu baðkarinu? Ekki skemmir fyrir að hafa einn kaldan sér við hlið.- Lesa góða bók Innipúkinn getur loksins lesið allar bækurnar sem hann fékk í jólagjöf, Tappi á himninum eftir Evu Rún Snorradóttur er góð byrjun t.d.- Vafrað stefnulaust á netinu Loksins getur Innipúkinn aflétt internetbanninu sínu og skrollað niður tímalínuna klukkustundum saman.Það er mjög létt að njóta lífsins í Bláa lóninu.Vísir/GVANautnaseggurinn- Nudd Nautnaseggurinn er allur stífur og bólginn eftir prófstressið og þarf að láta nudda það úr sér.- Bláa lónið Nautnaseggurinn er auðvitað búinn að panta pláss í lóninu og verður þar í góðu yfirlæti beint eftir síðasta próf.- Sælkerabúð Hvað er betra en að gera vel við sig með góðum mat? Frú Lauga, Jóhannsen Deli og fleiri eðalstaðir eru gjörsamlega tilvaldir fyrir Nautnasegginn.- Tana á sundlaugarbakkanum Það er algjörlega klassískt að nýta sér allar þessar frábæru sundlaugar sem Reykjavík hefur að bjóða og Nautnaseggurinn er mættur um leið og sólin fer að skína. Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Logi Pedro býður ætið upp á góðgæti fyrir alla djammara landsins.Vísir/Ernir Djammarinn - Rapp í Reykjavík hátíðin Um næstu helgi fer tónlistarhátíðin Rapp í Reykjavík framá Húrra þar sem nokkrir af vinsælustu tónlistarmönnum landsins munu spila og Djammarinn getur varla látið sig vanta þar.- RVK Soundsystem Sömu helgi verður RVK Soundsystem kvöld á Paloma á Laugardeginum og Djammarinn gæti auðveldlega læðst útaf Húrra og skroppið yfir á þetta sívinsæla fastakvöld.- Logi Pedro á Prikinu Djammarinn verður að skella sér á Prikið og upplifa Loga Pedro á heimavelli sem er nánast trúarleg upplifun. Allir djammarar landsins verða þarna.- Flöskuborð á B5 Djammarinn er kannski fátækur námsmaður en hann þekkir aðra djammara sem leggja í púkk fyrir VIP-reynsluna á B5.Sjósund er gríðarlega góð leið til að kæla sig niður eftir prófin.Vísir/Völundur JónssonÚtivistartýpan- Ganga Laugaveginn Útivistartýpan gæti nýtt sér allan frítímann sinn og látið loks verða af því að ganga Laugaveginn, en þetta er auðvitað ein besta gönguleið heimsins.- Sjósund Eftir mikið stress og lítinn svefn prófatarnarinnar er gott að skella sér út í sjó og kæla sig niður.- Snorkla í Silfru Ef Nauthólsvíkin er ekki nógu mikil náttúra fyrir Útivistartýpuna gæti verið gott að skella sér í snorkl í Silfru, upplifun sem Útivistartýpan getur sko ekki látið fram hjá sér fara.- Brimbretti Fólk er víst farið að skella sér á brimbretti hér á landi og Útivistartýpan má nú ekki láta það hjá líða, auk þess sem það sameinar sjósund, snorkl og adrenalínfíknina.Það er hrikalegt að rífa í járnin í ólympískum lyftingum eftir prófin.Vísir/AntonÍþróttafríkið- Námskeið í ólympískum lyftingum Lyftingar verða sífellt vinsælli eins og Íþróttafríkið veit vel. Það væri því ekki vitlaust að skella sér á námskeið í ólympískum lyftingum til að færa áhugann á næsta stig.- BJJ Íþróttafríkið þarf að prófa allt og brasilískt jiu jitsu er tiltölulega ný íþrótt í hugum fólks hér á landi. Það væri tilvalið að skella sér í Mjölni eftir prófatíðina og láta nokkra tappa út.- Hjólreiðar Það virðast allir vera í spandexgalla á hjóli í dag og er það alveg kjörið fyrir Íþróttafríkið. Nokkrir kílómetrar eftir síðasta próf og málið er dautt.- Jóga Það væri ekki vitlaust að skella sér í jóga eftir prófin - Íþróttafríkið elskar að taka á því en eftir prófatörn getur verið gott að taka einn eða tvo jógatíma til að koma hausnum niður á jörðina.Sumir vilja henda sér beint upp í sófa eftir prófin og það er bara allt í lagi.Vísir/GettyInnipúkinn- Loksins klárað House of Cards Innipúkinn mun grafa sig undir teppi og horfa á House of Cards eða Better Call Saul í nokkra sólarhringa samfleytt.- Bað Hvað er betra en lavenderolía og kertaljós í sjóðheitu baðkarinu? Ekki skemmir fyrir að hafa einn kaldan sér við hlið.- Lesa góða bók Innipúkinn getur loksins lesið allar bækurnar sem hann fékk í jólagjöf, Tappi á himninum eftir Evu Rún Snorradóttur er góð byrjun t.d.- Vafrað stefnulaust á netinu Loksins getur Innipúkinn aflétt internetbanninu sínu og skrollað niður tímalínuna klukkustundum saman.Það er mjög létt að njóta lífsins í Bláa lóninu.Vísir/GVANautnaseggurinn- Nudd Nautnaseggurinn er allur stífur og bólginn eftir prófstressið og þarf að láta nudda það úr sér.- Bláa lónið Nautnaseggurinn er auðvitað búinn að panta pláss í lóninu og verður þar í góðu yfirlæti beint eftir síðasta próf.- Sælkerabúð Hvað er betra en að gera vel við sig með góðum mat? Frú Lauga, Jóhannsen Deli og fleiri eðalstaðir eru gjörsamlega tilvaldir fyrir Nautnasegginn.- Tana á sundlaugarbakkanum Það er algjörlega klassískt að nýta sér allar þessar frábæru sundlaugar sem Reykjavík hefur að bjóða og Nautnaseggurinn er mættur um leið og sólin fer að skína.
Mest lesið Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Lífið Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Lífið Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Lífið Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Lífið Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Lífið „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Lífið Afgangsgler fær nýtt líf á sýningu í HAKK gallerý Menning Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Lífið Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Lífið Fleiri fréttir Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Fagurfræði og ævintýralegt gróðurhús í Fossvogi Innviðaráðherra á von á barni Búið spil hjá Burton og Bellucci Hlaupadrottning eignaðist dreng með hraði Bjó til útibíó við heita pottinn og með gerviblóm í garðhúsinu Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Emilíana Torrini fann ástina Heitustu naglatrendin fyrir haustið Rooney getur ekki farið til Bretlands af ótta við að verða handtekin Svona er matseðillinn á Litla-Hrauni Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Íslandsmeistari í kokteilagerð selur slotið Ótrúlegt útsýni og erfiðar aðstæður á Skessuhorni Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? „Þú ert svo falleg“ Sjá meira
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun
Fullkomnunarárátta: Óánægð með okkur eða aðra, klárum ekki, sköpum togstreitu og fleira Áskorun