"Af hverju má ekki taka við kristnum hælisleitendum ef verið er að taka við þeim yfir höfuð?“ Birgir Örn Steinarsson skrifar 26. júlí 2016 15:27 Formaður Íslensku Þjóðfylkingarinnar starfar sem landamæravörður á Keflavíkurflugvelli í sumar. Vísir Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, hefur í sumar starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í landamæragæslu. Hans starf er á Keflavíkurflugvelli þar sem hann er líklegast fyrsti Íslendingurinn sem margir erlendir gestir landsins mæta þegar þeir rétta honum vegabréf sín til skoðunar. Ein af grunnstefnum ÍÞ er að stórefla löggæslu, landhelgi- og tollgæslu á Íslandi og auka þátttöku í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti. Einnig er það stefna ÍÞ að Íslendingar slíti sig frá Schengen-samkomulaginu og að landið verði því ekki lengur hluti af því svæði þar sem fellt er niður allt eftirlit á innri landamærum samningsríkjanna. Hugmyndin á bak við það er að auðvelda íbúa Schengen-svæðisins frjálsa för um svæðið. „Ég er aðallega að taka á móti fólki á Schengen-svæðinu,“ segir Helgi Helgason formaður Íslensku þjóðarfylkingarinnar um sumarstarfið. „Það er þá aðallega fólk sem er að koma frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Þeir flóttamenn sem koma hingað eru þegar komnir inn á Schengen svo þeir eru að koma frá Danmörku, Svíþjóð og öðrum Evrópulöndum þar sem þú þarft ekki að sýna passa þegar þú ferð yfir landamærin.“Íslenska Þjóðfylkingin hélt fyrir stuttu fund með íbúum Kjalarnes vegna hælisleitendana á Arnarholti.Vísir/VilhelmKemur ekki nálægt málum hælisleitenda í vinnunniHelgi segist ekkert koma nálægt málum hælisleitenda í vinnu sinni. Hans vinna er að bjóða fólk velkomið, taka á móti vegabréfum þeirra og skanna þau inn í kerfið. Komi upp eitthvað mál vegna þessa er kallað á lögregluna á staðnum sem þá sér um yfirheyrslu. „Þetta er bara sumarstarf. Ég er bara einn þeirra sem lenti í hruninu. Ég hefði alveg eins getað endað í garðvinnu. Mér bara bauðst þetta starf. Það er ekki eins og ég hafi sóst eitthvað í þetta. Þetta er algjörlega tilfallandi. Ég sótti um nokkur sumarstörf og fékk þetta.“ Helgi hefur því ekki vald til þess að stöðva inngöngu ferðamanna vegna persónulegra skoðana sinna. Sama hverjar þær kynnu að vera. Það er þó ekkert leyndarmál að ÍÞ leggur áherslu á setja sig upp á móti hugmyndafræði íslam. Í grunnstefnunni er tekið fram að fylkingin styðji kristin gildi og trúfrelsi nema í þeim tilfellum sem trúarbrögðin séu andstæð stjórnarskrá landsins. Það er mat Helga að íslam geri það og er einnig tekið fram í grunnstefnunni að ÍÞ sé á móti byggingu mosku á Íslandi, vilji banna búrkur og að þeir séu á móti því að múslimar hérlendis fái að halda uppi skóla. „Það er fáránleg hugmynd að við viljum einhvern veginn torvelda straum útlendinga til Íslands. Við höfum ákveðnar skoðanir á því að herða hér lög um útlendinga og við höfum sérstakar áhyggjur af uppgangi íslam.“Segist ekki ala á útlendingahatriHelgi segir stefnu ÍÞ aðallega eiga við hvaða hælisleitendur fái inngöngu hér á landi. „Sú hugmynd virðist vera sett upp af andstæðingum okkar að við viljum loka landinu og að við séum að ala á útlendingahatri og andúð. Ég skil ekki hvaðan sú hugmynd kemur.“En þið viljið að það sé valið á milli fólks eftir trú, er það ekki? Þið viljið hamla inngöngu múslima til Íslands?„Af hverju má ekki taka við kristnum hælisleitendum ef á annað borð er verið að taka inn hælisleitendur yfir höfuð?“ÍÞ segist vilja vilja harðari löggjöf varðandi hælisleitendur á Íslandi.Baráttuatriði nú þegar í reglugerð ÚTLHelgi segir ÍÞ ekki bara vera að berjast gegn íslamsvæðingu Íslands heldur einnig gegn því að fólk sæki hér um hæli frá löndum sem eru ekki stríðshrjáð eða að hælisleitendur sem stafar ekki ógn á eigin lífi fái hér hæli. Bæði þessi atriði eru nú þegar hluti af reglugerð Útlendingastofnunar um samþykktir varðandi hælisumsóknir. Annað atriði sem ÍÞ berst fyrir er að Útlendingastofnun taki upp svipað kerfi og er í öðrum Norðurlöndum þar sem afgreiðsla hælisumsókna taki ekki lengri tíma en 48 klukkustundir.40 prósent meðlima ÍÞ búa erlendisHelgi segir að meðlimir Íslensku þjóðarfylkingarinnar séu nú um 130 talsins. Um 40 prósent þeirra eru Íslendingar sem eru innflytjendur í öðrum löndum. Þar af er stærsti hópurinn í öðrum Norðurlöndum sem eru sammála stefnu ÍÞ. Þegar Helgi er spurður hvernig fólk sé í fylkingunni spyr hann blaðamann; „Ertu að spyrja hvort við séum allir hvítir og kristnir?“Nei, ekkert endilega. Ég er bara að spyrja um hvernig fólk sé í fylkingunni?„Þetta er alls konar fólk. Ég get til dæmis nefnt það að einn okkar harðasti stuðningsmaður er samkynhneigður og kristinn. Það er fólk sem er kristið í okkar hreyfingu líka og það starfar hlið við hlið með fólki sem er ekkert endilega kristið eða jafnvel samkynhneigt.“ Flóttamenn Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Hugur innan Íslensku þjóðfylkingarinnar sem þykjast greina mikinn meðbyr. 12. júlí 2016 10:29 Unnið að stofnun flokks sem leggst gegn fjölmenningu og byggingu mosku á Íslandi Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga. 27. febrúar 2016 20:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Helgi Helgason, formaður Íslensku þjóðfylkingarinnar, hefur í sumar starfað hjá lögreglunni á Suðurnesjum í landamæragæslu. Hans starf er á Keflavíkurflugvelli þar sem hann er líklegast fyrsti Íslendingurinn sem margir erlendir gestir landsins mæta þegar þeir rétta honum vegabréf sín til skoðunar. Ein af grunnstefnum ÍÞ er að stórefla löggæslu, landhelgi- og tollgæslu á Íslandi og auka þátttöku í öryggis- og varnarmálum með beinum hætti. Einnig er það stefna ÍÞ að Íslendingar slíti sig frá Schengen-samkomulaginu og að landið verði því ekki lengur hluti af því svæði þar sem fellt er niður allt eftirlit á innri landamærum samningsríkjanna. Hugmyndin á bak við það er að auðvelda íbúa Schengen-svæðisins frjálsa för um svæðið. „Ég er aðallega að taka á móti fólki á Schengen-svæðinu,“ segir Helgi Helgason formaður Íslensku þjóðarfylkingarinnar um sumarstarfið. „Það er þá aðallega fólk sem er að koma frá Bretlandi, Bandaríkjunum og Kanada. Þeir flóttamenn sem koma hingað eru þegar komnir inn á Schengen svo þeir eru að koma frá Danmörku, Svíþjóð og öðrum Evrópulöndum þar sem þú þarft ekki að sýna passa þegar þú ferð yfir landamærin.“Íslenska Þjóðfylkingin hélt fyrir stuttu fund með íbúum Kjalarnes vegna hælisleitendana á Arnarholti.Vísir/VilhelmKemur ekki nálægt málum hælisleitenda í vinnunniHelgi segist ekkert koma nálægt málum hælisleitenda í vinnu sinni. Hans vinna er að bjóða fólk velkomið, taka á móti vegabréfum þeirra og skanna þau inn í kerfið. Komi upp eitthvað mál vegna þessa er kallað á lögregluna á staðnum sem þá sér um yfirheyrslu. „Þetta er bara sumarstarf. Ég er bara einn þeirra sem lenti í hruninu. Ég hefði alveg eins getað endað í garðvinnu. Mér bara bauðst þetta starf. Það er ekki eins og ég hafi sóst eitthvað í þetta. Þetta er algjörlega tilfallandi. Ég sótti um nokkur sumarstörf og fékk þetta.“ Helgi hefur því ekki vald til þess að stöðva inngöngu ferðamanna vegna persónulegra skoðana sinna. Sama hverjar þær kynnu að vera. Það er þó ekkert leyndarmál að ÍÞ leggur áherslu á setja sig upp á móti hugmyndafræði íslam. Í grunnstefnunni er tekið fram að fylkingin styðji kristin gildi og trúfrelsi nema í þeim tilfellum sem trúarbrögðin séu andstæð stjórnarskrá landsins. Það er mat Helga að íslam geri það og er einnig tekið fram í grunnstefnunni að ÍÞ sé á móti byggingu mosku á Íslandi, vilji banna búrkur og að þeir séu á móti því að múslimar hérlendis fái að halda uppi skóla. „Það er fáránleg hugmynd að við viljum einhvern veginn torvelda straum útlendinga til Íslands. Við höfum ákveðnar skoðanir á því að herða hér lög um útlendinga og við höfum sérstakar áhyggjur af uppgangi íslam.“Segist ekki ala á útlendingahatriHelgi segir stefnu ÍÞ aðallega eiga við hvaða hælisleitendur fái inngöngu hér á landi. „Sú hugmynd virðist vera sett upp af andstæðingum okkar að við viljum loka landinu og að við séum að ala á útlendingahatri og andúð. Ég skil ekki hvaðan sú hugmynd kemur.“En þið viljið að það sé valið á milli fólks eftir trú, er það ekki? Þið viljið hamla inngöngu múslima til Íslands?„Af hverju má ekki taka við kristnum hælisleitendum ef á annað borð er verið að taka inn hælisleitendur yfir höfuð?“ÍÞ segist vilja vilja harðari löggjöf varðandi hælisleitendur á Íslandi.Baráttuatriði nú þegar í reglugerð ÚTLHelgi segir ÍÞ ekki bara vera að berjast gegn íslamsvæðingu Íslands heldur einnig gegn því að fólk sæki hér um hæli frá löndum sem eru ekki stríðshrjáð eða að hælisleitendur sem stafar ekki ógn á eigin lífi fái hér hæli. Bæði þessi atriði eru nú þegar hluti af reglugerð Útlendingastofnunar um samþykktir varðandi hælisumsóknir. Annað atriði sem ÍÞ berst fyrir er að Útlendingastofnun taki upp svipað kerfi og er í öðrum Norðurlöndum þar sem afgreiðsla hælisumsókna taki ekki lengri tíma en 48 klukkustundir.40 prósent meðlima ÍÞ búa erlendisHelgi segir að meðlimir Íslensku þjóðarfylkingarinnar séu nú um 130 talsins. Um 40 prósent þeirra eru Íslendingar sem eru innflytjendur í öðrum löndum. Þar af er stærsti hópurinn í öðrum Norðurlöndum sem eru sammála stefnu ÍÞ. Þegar Helgi er spurður hvernig fólk sé í fylkingunni spyr hann blaðamann; „Ertu að spyrja hvort við séum allir hvítir og kristnir?“Nei, ekkert endilega. Ég er bara að spyrja um hvernig fólk sé í fylkingunni?„Þetta er alls konar fólk. Ég get til dæmis nefnt það að einn okkar harðasti stuðningsmaður er samkynhneigður og kristinn. Það er fólk sem er kristið í okkar hreyfingu líka og það starfar hlið við hlið með fólki sem er ekkert endilega kristið eða jafnvel samkynhneigt.“
Flóttamenn Tengdar fréttir Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30 Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Hugur innan Íslensku þjóðfylkingarinnar sem þykjast greina mikinn meðbyr. 12. júlí 2016 10:29 Unnið að stofnun flokks sem leggst gegn fjölmenningu og byggingu mosku á Íslandi Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga. 27. febrúar 2016 20:40 Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Erlent 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Erlent „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Innlent Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Fleiri fréttir Læknir sviptur leyfi vegna vanrækslu Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún líkir Evrópusambandinu við glæpamann Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Sjá meira
Íslenska þjóðfylkingin býður Ásmund Friðriksson velkominn Nýstofnaður flokkur sem berst gegn fjölmenningu fagnar ummælum þingmanns Sjálfstæðisflokksins um flóttafólk. 3. mars 2016 10:30
Hlustendur Útvarps Sögu Þjóðfylkingarfólk upp til hópa Hugur innan Íslensku þjóðfylkingarinnar sem þykjast greina mikinn meðbyr. 12. júlí 2016 10:29
Unnið að stofnun flokks sem leggst gegn fjölmenningu og byggingu mosku á Íslandi Svo virðist sem hægrisinnuðum stjórnmálaflokkum á Íslandi muni fjölga nái hugmyndir aðstandenda Íslensku þjóðfylkingarinnar fram að ganga. 27. febrúar 2016 20:40
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent