Bæjarstjóri Ölfuss: „Kjaftshögg að aflaheimildirnar fari“ Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2016 17:59 HB Grandi hefur fest kaup á aflaheimildum upp á tæpa fjóra milljarða króna af Hafnarnesi VER í Þorlákshöfn. Vísir „Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“ Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
„Við höfðum engan ávæning af þessu,“ segir Gunnsteinn Ómarsson, bæjarstjóri Ölfuss, um kaup HB Granda á aflahlutdeildum í bolfiski sem svara til tæplega 1.600 þorsígildistonnum á tæpa fjóra milljarða króna af útgerðinni Hafnarnes VER í Þorlákshöfn. HB Grandi segist vera með þessum kaupum að tryggja afla til vinnslu á Vopnafirði án þess að skerða afla annarra starfsstöðva félagsins.Gunnsteinn Ómarsson.Gunnsteinn segir bæjarfulltrúa Ölfuss í sumarfríi og er áætlað að reyna að koma bæjarstjórn saman í næstu viku á fund til að fara yfir málið. „Við vissum af því að fjárhagsstaðan væri erfið en það hafði ekkert verið kynnt fyrir okkur í sjálfu sér. Þetta er reiðarslag að aflaheimildirnar fari héðan,“ segir Gunnsteinn en í tilkynningunni frá HB Granda kemur fram að með þessum viðskiptum greiði Hafnarnes VER úr skuldamálum félagsins sem stofnað var til með kaupum á aflaheimildum. Unnið hafi verið að lausn á skuldamálum félagsins á undanförnum árum, en við hrunið jukust skuldir þess verulega. Er sala aflaheimildanna sögð nauðsynlegur þáttur til að unnt verði að halda áfram rekstri félagsins, en með breyttum áherslum. „Fljótt á litið gætu þetta verið 30 störf. Bæði sjómannsstörf og störf í landi,“ segir Gunnsteinn en bætir við: „ Svo veit maður ekki hvaða áform þessir aðilar hafa, eigendur Hafnarness, væntanlega verður það fyrirtæki enn til staðar og hvaða áform þau hafa um rekstur á því fyrirtæki, það er erfitt að segja nokkuð um þetta en auðvitað er þetta kjaftshögg að aflaheimildirnar fari.“
Tengdar fréttir Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09 Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Flytja kvóta frá Þorlákshöfn til Vopnafjarðar Þorlákshöfn mun standa uppi næsta kvótalaus eftir að HB Grandi keypti aflahlutdeildir Hafnarness Vers. 26. júlí 2016 17:09