Kunnur kennari krítiserar Skrekk Jakob Bjarnar skrifar 15. nóvember 2016 11:14 Ragnar Þór hefur eitt og annað út á Skrekk að setja, til að mynda það að börn setji það í samhengi við að koma fram opinberlega þetta að þá fylki að það sé einhver sem sigrar og annar sem tapar. Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“ Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Ragnar Þór Pétursson kennari hefur eitt og annað út Skrekk, hæfileikakeppni grunnskólanna, að setja. Hann tiltekur sérstaklega þrjú atriði sem hann segist ekki þola við Skrekk og mega heita umhugsunarefni. Ragnar Þór hefur undanfarin ár vakið athygli fyrir skeleggan málflutning í einu og öðru því sem snýr að kennslu og kjörum kennara. Í gær sigraði Hagaskóli í keppninni sem fram fór í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli var í öðru sæti og Árbæjarskóli í því þriðja. Gríðarlegur fögnuður ungmenna, þá ekki síst þeirra í Vesturbænum, braust út í Borgarleikhúsinu. Hæfileikakeppnin hefur vaxið ár frá ári og vakið verulega og verðskuldaða athygli. Ragnar Þór telur Skrekk hins vegar ekki yfir gagnrýni hafinn. Í fyrsta lagi segir hann: „Keppni í listrænni sköpun. Að reynsla barns af því að stíga á svið (sem getur verið stór persónulegur sigur) fái samhengið: Sigurvegari eða tapari.“ Það sem Ragnar Þór hefur út á Skrekk að setja er í öðru lagi þetta: „Pressa um óeinlægni. Hvort sem menn eru búnir að fatta það eða ekki eru börnin stöðugt að reyna að setja á svið það sem þau halda að fullorðna fólkið vilji sjá og heyra – sem er dauði, drungi og djöfull.“ Í þriðja lagi bendir Ragnar Þór á að ekki sé jafnræði með skólunum: „Slagsíða. Í sumum hverfum eru nærri öll börn í skólunum búin að vera í skapandi námi í áratug þegar kemur að Skrekk. Í öðrum hverfum hefur tuttugasta hvert barn fengið raunverulegt listnám. Peningunum og athyglinni væri betur varið í að efla skapandi nám í vanræktum hverfum.“ Hugleiðingar Ragnars Þórs hafa vakið nokkra athygli og umræðu. Þannig bendir Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur á að ef til vill megi nefna það fjórða sem er: „að kenna börnum að listir séu keppnisíþrótt.“
Skrekkur Tengdar fréttir Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44 Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30 Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent Lýst eftir Atla Vikari Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Erlent Fleiri fréttir Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Lýst eftir Atla Vikari Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn „Það er ekkert verið að innleiða einhver svakaleg próf í Kópavoginum“ Hamarsvirkjun í bið frekar en vernd Gæsluvarðhald leiðbeinandans framlengt Konur með örorkulífeyri líklegri til að vera þolendur ofbeldis Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Höfuðpaur fær þremur mánuðum lengri dóm en burðardýr Veðrið sem hlaupararnir á laugardag geta búist við „Þetta er innrás“ Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Sjá meira
Hagaskóli vann Skrekk Hagaskóli vann Skrekk í kvöld en keppt var til úrslita í Borgarleikhúsinu. Ölduselsskóli hreppti annað sætið og Árbæjarskóli lenti í þriðja sæti. 14. nóvember 2016 21:44
Ingunnarskóli og Hagaskóli komust áfram í Skrekk Þriðja undanúrslitakvöld Skrekks, hæfileikakeppni grunnskólanema í Reykjavík, fór fram í Borgarleikhúsinu í gærkvöldi. 10. nóvember 2016 10:30