Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:45 Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu. Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira
Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu.
Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Sjá meira