Flestir forsetaframbjóðendur vilja takmarka fjölda kjörtímabila Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 20. júní 2016 00:45 Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu. Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Sex af níu frambjóðendum til embættis forseta Íslands vilja takmarka í stjórnarskrá þann fjölda ára sem forseti getur gegnt embætti. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, er ósammála því en verði það gert þá eigi það einnig að gilda um þingmenn og ráðherra. Ólafur Ragnar var gestur Páls Magnússonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. Ólafur var spurður um þá hugmynd að takmarka þann fjölda kjörtímabila sem forseti gegnir embætti. „Mér finnst að ef það eigi að taka upp þá reglu að þá eigi hún að gilda um þingmenn og ráðherra líka. Vegna þess að þingmenn og ráðherrar í okkar stjórnkerfi geta haft víðtækari áhrif og meiri völd heldur en forsetinn,“ sagði Ólafur. Tryggingin fyrir lýðræðislegu stjórnarfari væri ekki reglur heldur vilji fólksins í landinu. Það mikilvægasta sem hann hafi lært á sínum 20 árum í embætti væri að treysta dómgreind hins almenna manns. Eigum við þá kannski ekkert að vera að hafa áhyggjur af þessu að setja þetta þannig séð ofan frá, segja bara þeir bjóða sig fram sem vilja eins oft og þeir vilja og þjóðin kýs þá eins oft og þeir vilja? „Já ég er eiginlega þeirrar skoðunar að besta tryggingin fyrir farsælu lýðræði sé vilji fólksins,“ sagði Ólafur. Sex af níu frambjóðendum vilja takmarka fjölda kjörtímabila Fréttastofa hafði samband við allar forsetaframbjóðendur í dag og óskaði eftir þeirra afstöðu um hvort setja ætti slík takmörk. Elísabet Jökulsdóttir sagði að hámarkið ætti að vera 8 ár en Andri Snær, Halla Tómasdóttir og Sturla Jónsson sögðu að hámarkið ætti að vera 8 til 12 ár. Hildur Þórðardóttir telur að hámarkið eigi að vera 12 ár en Guðrún Margrét Pálsdóttir sagði að miða ætti við 16 ár. Davíð Oddsson sagði hins vegar að ekki ætti að setja slíka takmörkun, en sjálfur kæmi hann til með að sitja í tvö kjörtímabil, nái hann kjöri. Þá sagði Guðni Th. Jóhannesson að hann myndi að hámarki sitja í 12 ár og að hann gæti hugsað sér að binda slíkt hámark í stjórnarskrá. Ástþór Magnússon svaraði ekki fyrirspurn fréttastofu.
Mest lesið Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent