Fyrrverandi dómarar fá 26 prósent hækkun á eftirlaunum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 2. febrúar 2016 07:00 Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR. vísir/valli Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli. Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira
Sú ákvörðun kjararáðs í desember að hækka laun dómara leiðir til þess að eftirlaun 29 fyrrverandi dómara eða maka fyrrverandi dómara hækka um 26 prósent. Af úrskurði kjararáðs frá 17. desember má ráða að ástæða launahækkunar dómaranna sé annars vegar auknar kröfur til dómara og hins vegar nauðsyn þess að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði þeirra. Tímabundnar álagsgreiðslur sem dómarar fengu í kjölfar hrunsins voru felldar inn í dagvinnulaun um áramótin með sértækri ákvörðun kjararáðs. Þótt dagvinnulaunin hafi með því hækkað um 26 prósent hækkuðu heildarlaun dómaranna í flestum tilfellum þá í kring um 8 prósent - eftir að hafa hækkað um 9,3 prósent í almennri hækkun í nóvember eins og hjá öðrum sem heyra undir kjararáð. "Fram hefur komið að sífellt flóknara laga- og viðskiptaumhverfi geri auknar kröfur til dómara og fyrir dómstólum liggja flóknari og umfangsmeiri mál en áður. Við ákvörðun launakjara dómara verður ekki litið fram hjá þessari staðreynd," segir kjararáð í úrskurði. Einnig segir kjararáð nauðsynlegt að taka tillit til þess að dómsvaldið sé einn þriggja hornsteina ríkisvaldsins og það veiti löggjafar- og framkvæmdarvaldi aðhald. "Vegna þessa er nauðsynlegt að tryggja fjárhagslegt sjálfstæði dómara og þannig leitast við að efla trúverðugleika dómstóla," segir kjararáð. Hvernig þessar tvær meginástæður varða fyrrverandi dómara eða þá sem þiggja lífeyri sem makar fyrrverandi dómara blasir ef til vill ekki við. Þó fá þeir úr þessum hópi sem völdu að þiggja lífeyri á svokallaðri eftirmannsreglu þá 26 prósent hækkun sem nú er orðin á dagvinnulaunum starfandi dómara. "Um var að ræða 7 flokka hækkun eða rúmlega 26 prósent frá 1. janúar 2016," segir í svari frá LSR. Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, segir það alltaf mat lífeyrissjóðsins hvort það séu orðnar það verulegar breytingar á störfum að ekki sé lengur um sama starf að ræða. “Í þessu tilviki metum við það sem svo að þarna er áfram um sama starf að ræða þótt svo að það séu orðnar talsverðar breytingar á umfangi starfsins eins og því er lýst í úrskurði kjararáðs," segir Haukur. Aðspurður segir Haukur ekki dæmi um viðlíka hækkun hjá öðrum skjólstæðingum LSR á síðasta ári. "Þetta stendur verulega út úr," segir hann. Samkvæmt upplýsingum frá lífeyrissjóðnum hækka heildargreiðslur til þessa 29 manna hóps um tæpar 3,7 milljónir króna á mánuði, fer úr tæpum 14 milljónum króna í nær 17,7 milljónir. Það gerir alls um 44 milljóna króna hækkun á ársgrundvelli.
Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Bein útsending: Kynna nýtt 20 þúsund manna hverfi í Reykjavík Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Sjá meira