Innlent

Bein útsending: Guðni fjallar um þorskastríðin í tilefni dagsins

Guðni Th. Jóhannesson í Eyjunni í gær.
Guðni Th. Jóhannesson í Eyjunni í gær. vísir/anton brink

Hinn 1. júní 1976 vannst lokasigur í baráttu Íslendinga fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Bresk stjórnvöld viðurkenndu 200 mílna lögsögu umhverfis Ísland. Áralangri baráttu var lokið. Af þessu tilefni boðar Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands til málþings um landhelgismál og þorskastríð miðvikudaginn 1. júní 2016, réttum fjörutíu árum eftir hin miklu tímamót.

Flutt verða þrjú erindi en meðal þeirra sem taka til máls er Guðni Th. Jóhanesson sem er í framboði til forseta Íslands. Fyrirlestur hans fyrir nokkrum árum um Þorskastríðin hefur verið rifjaður upp af mótframbjóðanda hans, Davíð Oddssyni. Guðni útskýrði fyrirlesturinn og orðaval sitt í viðtali við Vísi á dögunum.

Krafa um að landhelgin yrði færð út í 12 mílur.

Dagskrá

Dr. Guðni Th. Jóhannesson, dósent í sagnfræði við Háskóla Íslands: „Er þorskastríðunum lokið? Valdar minningar um liðin átök.“

Dr. Colin Davis, prófessor í sagnfræði við University of Alabama, Birmingham, Bandaríkjunum: „The Cod Wars: Escalating Tension and the Politics of Defeat.

Flosi Þorgeirsson, meistaranemi í sagnfræði við Háskóla Íslands: „Hart mætir hörðu: Átök Landhelgisgæslunnar og breska flotans í þorskastríðinu 1976“

Málþingið verður í Öskju, húsi Háskóla Íslands, kl. 12:00–14:00. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. Þá er fundinum streymt beint á framboðssíðu Guðna á Facebook en streymið má sjá hér að neðan þegar fundurinn hefst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×